Harmonikublaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 4

Harmonikublaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 4
Frá Félagi harmonikuunnenda í Skagafirði - FHS Vedrið lék við gesti í Húnaveri, eins og svo oft áður Ljósmyndari: Bjarney Guðjónsdóttir Fjölskylduhátíð harmonikuunnenda var haldin að venju í Húnaveri 22.-24. júnf 2012, björt- ustu helgi sumarsins, jónsmessuhelgina. Nú var það þannig að Félag harmonikuunnenda í Skagafirði stóð eitt og sér að þessari hátfð ogtóksthún íalla staði frábærlega vel. Fjöldi manns sótti hátíðina í ár og mátti sjá mörg ný andlit.Veður var eins og best var á kosið, enda ávallt veðursæld á þessum stað. EG tónar voru með sölusýningu á harmonikum, fylgihlutum og geisladiskum. Dansleikur var á föstudagskvöldi kl. 22 og þar spiluðu þeirogsungu GeirmundurValtýsson og Jóhann á trommur, en þeir hafa lag á því að fá fólkið til að standa upp úr sætum sínum og fara út á dansgólfið - svona er stuðið á þeim. Þetta varífimmtándaskipti sem hátfðin er haldin en FHSvar stofnað 21. febrúar 1992 og er því orðið 20 ára. Gunnar Ágústsson formaður FHS setti skemmtidagskrá kl. 13:30 en þar komu fram hálfir Álftagerðisbræður þeir Sigfús og Pétur Péturssynir, einnig söngkonan Ingunn Krist- jánsdóttir við undirleik hljómsveitar Jóns Gíslasonar, sem er skipuð þeim Jóni Gíslasyni á harmoniku, Stefáni Gíslasyni á harmoniku og píanó, Guðmundi Ragnarssyni á bassa og Kristjáni Þór Hansen á trommur. Sigfús og Pétur köstuðu fram góðum brönd- urum á milli laga eins og þeim er einum lagið. Prógramminu lauk síðan með samsöng þeirra ásamt Ingunni, sem hafði aldrei fyrr sungið með bræðr- unum, en þarna varð það að veruleika með frábærum árangi. Þeir bræður Jón og Stefán Gíslasynir léku því næst nokkur lög ásamt með- spilurum sínum og einnig spilaði Einar Guðmundsson nokkur lög á harmonjku, þeir félagar allir enduðu sfðan þessa tónlistardagskrá og mátti heyra og sjá að samkomugestir kunnu vel að meta það sem var í boði á skemmtuninni. Að lokinni tónlistardagskrá bauð félagið öllum samkomugestum í glæsilegt kaffihlað- borð í tilefni af 20 ára afmælinu. Það voru konur í kvenfélagi Bólstaðarhlíðarhrepps sem stóðu að þessum veitingum og fá þær og félagið þeirra miklar þakkir fyrir frábæra frammistöðu og samvinnu. Og dagskráin hélt áfram, um kl. 18:00 var kveikt upp í stóru grilli sem samkomugestir nýttu sér töluvert. Dansleikur hófst síðan kl. 22:00 og þar spiluðu hljómsveit Jóns Gísla- sonar og síðan þau Elín Jóhannesdóttir og Hermann Jónsson á harmonikur ásamt með- spilurum Jóns, þeim Guðmundi Ragnarssyni og Kristjáni Þór Hansen. Þetta var frábær og fjörugur dansleikur og mikið dansað. Við viljum þakka öllum þeim sem stóðu að þessari helgi og öllum þeim frábæru gestum sem sóttu okkur heim fyrir lipra og góða samvinnu Hittumst kát og hress að ári. GunnarÁgústsson formaður Aðalfundur SIHU Aðalfundur Sambands íslenskra harmonikuunnenda S.Í.H.U. verður haldinn að Laugum íSælingsdal, Dalasýslu, laugardaginn 22. september 2012 og hefst kl. ii:00. Reiknað er með mætingu frá kl. 16:00 -18:00 föstudaginn 21. september. Kvöldverður verður kl. 20:00 og svo höfum við aðstöðu til að spila og spjalla fram eftir kvöldi. Morgunverður er frá kl. 8:00-10:30. Aðalfundurinn hefst kl. ii:00 á laugardag og einnig óvissuferð maka. Næring verður í boði Nikkólínu á fundinum og í óvissuferðinni. Reiknað er með að fundi og óvissuferð verði lokið um kl. 15:30 og hefur fólk þá frjálsan tíma í sund, gufu, gönguferð eða annað fram að mat. Hátíðarkvöldverður er klukkan 19:00 og dansleikur kl. 21:30. Stjórn Nikkótínu Dagskrá fundarins 1. Fundarsetning 2. Kosning embættismanna fundarins 3. Fundargerð síðasta aðalfundar 4. Skýrsla formanns S.Í.H.U. 5. Skýrslur nefnda 6. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar S.Í.H.U. 12. Fundi slitið 7. Umræður um skýrslur og reikninga sambandsins og samþykkt þeirra 8. Lagabreytingar, ef fram hafa komið, enda sé þeirra getið í fundarboði 9. Kosningar samkvæmt 4. grein laga S.Í.H.U. 10. Ákvörðun um árgjald samkvæmt 3. grein laga S.Í.H.U. n. Önnur mál 4

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.