Harmonikublaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 22
Myndir:
Sigurður Harðarson
UTILEGUHATIÐ S.I.H.U.
Samband íslenskra harmonikuunnenda efndi
til útileguhátíðar að Árbliki í Dölum helgina
17. - 19. ágúst sl. Undanfarin 2 ár hafa verið
haldnir fjáröflunardansleikir, fyrst í Reykjavík
vorið 2010 og svo á Akureyri vorið 2011. Það
gekk ekki að koma slíkum dansleik fyrir á
harmonikudagskrá vorsins 2012 og þá voru
góð ráð dýr. Formaður SÍHU, bjartsýnis-
Formaður FHUR, Páll Elíasson og Nikkólínu, Ásgerður
lónsdóttir æfa samstöðuna.
Það sátu ekki margir íÁrbliki
maðurinn Gunnar Kvaran, skellti þá fram
þeirri hugmynd að halda bara útihátið í lok
sumarvertíðar og staðsetja hana að Árbliki í
Dölum. Það þorði enginn að hreyfa mótbárum
og hátíðin var snarlega auglýst í Harmoniku-
blaðinu.
Við höfðum smááhyggjur varðandi aðsókn
þar sem sömu helgi voru Danskir dagar í
Stykkishólmi og Menningarnótt f Reykjavík,
en það var kominn vísir að tjaldbúðum við
Árblik strax á fimmtudag og svo streymdi fólk
til hátíðarinnar á föstudaginn. Gaman að sjá
flötina fyllast af fólki og farartækjum og allt
iðaði af lífi.
Hátfðin hófst með stórdansleik á föstudags-
kvöldið frá kl. 21:30 - 01:00. Nikkólina spil-
aði ballið inn, síðan léku fyrir dansi Einar
Guðmundsson, Aðalsteinn ísfjörð og Vind-
belgirnir. Ekki má gleyma þætti Hreins Vil-
hjálmssonar sem setti upp hljóðkerfið og
stjórnaði því alla helgina, ekki ónýtt að fá
svona hjálp. Hljóðkerfið var fengið að láni
hjá FHUR og þökkum við þeim kærlega fyrir
aðstoðina.
Á laugardaginn voru EG tónar með sölusýn-
ingu á harmonikum, nótum, geisladiskum
ofl. Tónleikar hófust svo kl. 14:00. Þeir hófust
með því að Halldór Þ. Þórðarson mætti með
karlakórinn Frosta, eða þann hluta kórsins
sem gat tekið sér frí úr heyskap. Frosti flutti
nokkur lög við góðar undirtektir. Þess má
geta að þessi kórvarstofnaðurá Fellsströnd-
inni fyrir um 30 árum. Þannig var að hluta-
félagið Hnúksnes ehf. rak nett frystihús í
Hnúksnesi, þargátu menn leigt sér frystihólf
og var það mjög þægilegt fyrir sveitina. Svo
kom að viðhaldi á frystivélum og sjóðurinn
var rýr. Þá var ákveðið að halda bara árshá-
tíð. Karlakórinn Frostivarstofnaðurískyndi,
skipaður hluthöfum og fleiri sveitungum,
Halldór stjórnaði þáogsíðarogkórinn söng
á skemmtuninni. Hagnaðurinn dugði til að
gera við frystivélarnar. Það er samstaðan
sem gildir.
Átónleikunum þöndu síðan nikkurnar Aðal-
steinn ísfjörð, EinarGuðmundsson, Hreinn
Vilhjálmsson, Gunnar Kvaran, Vindbelgirnir
Hilmar Hjartarson og Friðjón Hallgrímsson.
Friðjón kynnti þar tvöföldu harmonikuna.
Að lokum spilaði einn heiðursfélagi SÍHU,
Reynir Jónasson, nokkur lög af alkunnri
snilld. Gunnar Kvaran veitti svo Ríkarði
Jóhannssyni Nikkólínufélaga viðurkenningu
SÍHU, en Ríkarður hefurverið öflugur liðs-
maðurNikkólínufrá upphafi, mikill tónlistar-
maðurogspilarbæðiátrommur, harmoniku
og saxófón. Rikki er vel að þessari viðurkenn-
ingu kominn. Allir tónleikagestir fengu
happadrættismiða og þeir heppnu hlutu
Stefanía og Svenni í kunnuglegum stellingum
eigulega vinninga. Það var mjög ánægjulegt
að tveir af heiðursfélögum SÍHU mættu á
hátíðina að Árbliki, þeir Reynir Jónasson og
Bragi Hlíðberg.
Strax að loknum tónleikum var kaffihlaðborð
Nikkótínu. Svovar kveikt upp ígrillinu um kl.
18:30, þannig að þeir sem vildu gátu grillað
sér veislufóður enda stórdansleikur fram-
undan.
Ballið hófst kl. 21:30 og dansinn dunaði til
kl. 02:00. Nikkólína hóf ballið af krafti, síðan
komu ReynirJónassonogGunnarKvaran, þá
Vindbelgirnir og að lokum Aðalsteinn ísfjörð,
Einar Guðmundsson og Gunnar Kvaran. Þá
má ekki gleyma þætti Hreins Vilhjálmssonar,
Hafliða Ólafssonar og Núma Adolphssonar,
sem léku bæði kvöldin á bassa og gítar af
sérstakri fórnfýsi, sem landssambandið
þakkaraf heilum hug. í lok dansleiks þakkaði
Gunnar öllum þeim er unnu að undirbúning
ogframkvæmd mótsins, hátíðargestum fyrir
Pað þarftvo til að dansa tangó. Melkorka og Ingimundur
komuna og frábæra helgi og sleit hátíðinni
formlega. Skemmtun lauk svo með þjóð-
legum fjöldasöng, þannig á þetta að vera.
Þessi frumraun SÍHU gekkafskaplega velfyrir
utan smáuppákomur eins og „smágolu" á
laugardagskvöldið þannig að á tjaldstæðinu
loftaði vel undir Filippíu, en henni líkaði það
bara vel og fór ekki heim fyrr en á þriðjudag.
Formann FHUR skorti handklæði en amk. þrjár
Nikkólínur umvöfðu hann handklæðum svo
hann var alsæll. Lánskortaposinn fraus reglu-
lega og sendi svo færslurnar inn til Valitor
dagsettar 5. feb. 2116, þá verðum við Val-
Margir frestuðu heimferð en nutu veðurblíðunnar í
Dölunum á sunnudagskvöldið.
mundur orðin nokkuð roskin við uppgjörið!
Þetta var sem sagt alveg frábær útileguhelgi.
Yndislegir gestir komnir víða að, kipptu sér
ekki uppvið smáhnökra heldurskemmtu sér
konunglega og allir í sólskinsskapi.
Já svona á harmonikuhátíð að vera.
Sigrún Halldórsdóttir
22