Harmonikublaðið - 01.09.2012, Page 10

Harmonikublaðið - 01.09.2012, Page 10
 \J\& SAMUELSSON mr Viðtal blaðsins að þessu sinni er við Guðmund Samúelsson. Hann barf tæplega að kynna, svo lengi hefur hann starfað í harmonikugeiranum. Fyrst sem harmonikuleikari með Harmonikuunnendum Vesturlands, eo síðari ário sem kennari og stjórnandi Harmonikukvintettsins í Reykjavík. Ritstjórinn fór og dvaldi góða kvoldstund hjá Guðmundi. Viö skulum gefa honum orðið. Hvar byrjar þetta allt saman? Ég er fæddur á Hrafnabjörgum í Ögurhreppi 4. apríl 1941. Þar ólst ég upp þar til ég var níu ára, en þá fór ég í fóstur til födursystur minnar á Akranesi, sem hafði boðið for- eldrum mínum að taka migtil sín og koma mér í skóla. Þar var ég upp frá því á vetrum fram að fermingu, en á sumrum var ég fyrir vestan og vann við bú foreldra minna. Áhugi minn á harmonikunni vaknaði við að hlusta á 78 snúninga harmonikuplötur föður míns heima á Hrafnabjörgum en þarvar upp- trekktur plötuspilari og að sitja sem Ifmdur við útvarpið þegartónarhennarbárustmér á öldum Ijósvakans. Faðir minn var músik- aiskur, hafði góða söngrödd og söng mikið. Tíu ára gamali eignaðist ég mína fyrstu harmoniku, fyrir einhverja tilviljun. Hún var af Scandalli gerð átta bassa, mjög lítil og ófullkomin, en harmonika. Ég gat fljótlega spilað eftir eyranu. Ég fermdist á Akranesi 10 og fékk þá dálítið af peningum ífermingar- gjöf. Þá varScandalli nikkan orðin alltof lítil og mig langaði í nýja. Fermingarpeningarnir dugðu að hluta, en Sigurjón bróðir minn, sem var að koma af vertíð í Grindavík, lánaði mér fyrir mismuninum. Þetta var þriggja kóra Exelcior 120 bassa, trúlega frá Rín. Þessa nikku átti ég fram að um tvítugt. Strax sumarið eftir ferminguna fór ég að leikafyrirdansivesturvið Djúp. Þaðvantaði harmonikuleikara þar og ekkert um að tala annað en að þiggja boð um vinnu til að standa í skilum. Ein saga frá þessu sumri Sumarið 1955 var frægt rigningasumar. Þá var ég meðal annars beðinn um að spila í Vatnsfirði. Þá hittist svo á að einu þurrk- dagar sumarsins voru einmitt heigina sem ég átti að spila þar. Það rakst hvað á annað. Ákveðið hafði verið að ég yrði samferða fólk- inu frá Látrum í Mjóa- firði yfiraðSkálavíkog átti að vera kominn að Látrum klukkan níu um kvötdið. Heyskapurinn gekk fyrir og ég fékk mig ekki lausan úr honum fyrr en um níu leytiðogþávareftirað hafa sig til, finna hest og ríða yfir að Látrum. Þegar þangað kom voru allir farnir á ballið, aðeins gamall maður heima við sem sagði: „Taktu skektuna í fjörunni og róðu yfirfjörðinn." Þaðvilditil að þetta kvöld var blíðskaparveður. Það tók mig, fjórtán ára guttann, dágóða stund að koma skektunni niður og róa yfir fjörð- inn. Þá var eftir að ganga með nikkuna yfir Vatnsfjarðarhálsinn. Égvarsvo kominn um miðnætti í samkomuhúsið í Vatnsfirði. Þarna var margmenni frá ísafirði, m.a. bankamenn í sfnu finasta pússi. Klukkan þrjú fékk ég 20 mínútna kaffihlé, það mátti ekki vera mínútu lengra og þærvoru taldar. Sfðan stóð ballið til sjö um morguninn. Ekki man ég hvað ég lék fyrir fólkið, en ég hlýt að hafa spilað mörg lögin oftar en einu sinni. Ég fékk aðstoð til baka yfir hálsinn. Þarna um morguninn var komin innlögn inn fjörðinn. En ég var svo heppinn að fá sextán ára gamla stúlku frá Látrum til að róa með mér. En mikið var ég orðinn þreyttur þegar heim kom, enda komið fram á dag. Síðasta spölinn niður Laugardalinn, eftir upp- byggðum vegi, sofnaði ég fram á harmon- ikuna, sem var á hnakknefinu. Klárinn hélt áfram og stöðvaði ekki fyrr en við hliðið. Þar sá faðir minn hvernig komið var, vakti mig og dreif mig inn í bæ. Þá var klukkan tíu um morguninn. Ég spilaði við Djúpið þetta sumar og þau næstu, f Ögri, Vatnsfirði, Arngerðareyri, og í Lynghoiti á Snæfjallaströnd . Eftir þetta var ég tvo vetur á Héraðsskólanum á Núpi oglaukþaðan gagnfræðaprófi. Þarlékég fyrir dansi ásamt skólafélögum mínum. En sextán ára gamall ákvað ég að verða bóndi og sótti um skólavist á Hvanneyri. Gagn- fræðaprófið dugði til að komast þar inn, og undaþágu vegna ungs aldurs. Skólabróðir minn þarogsíðan góðurvinur, er Grétar Geirsson. Hann hafði lært að spila á harmoniku og mér fannst mikið til hans Fedgarnirá Hrafnabjörgum GuðmundurSamúelsson og Samúel Guðmundsson

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.