Harmonikublaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 12
í þvi að dans er ekki kenndur ískólum. Það
varð mikið slys þegar Hrólfur Vagnsson kom
frá námi. Þá var hann nánast hrakinn héðan
vegna heimskulegra fordóma frá báðum
hliðum, í stað þess að Landssambandið
tæki honum tveimur höndum og tryggði
það að starfskraftar og menntun hans nýtt-
ust því. Fólk hafði því miður ekki þroska til
að hlusta á hann og mætti ekki á stórkost-
lega tónleika hans. Það á nú reyndar við
um fleiri tónleika sem ekki hafa yfir sér
stimpilinn, „Gammel dans“.
Hvað er aðkallandi varðandi tónlistarnám
á íslandi?
Það þarf að fjölga hæfum kennurum og
nemendum í harmonikuleik. Styrkja þarf
framúrskarandi nemendurtil háskólanáms
við virta tónlistarháskóla erlendis þar til
Listaháskólinn okkar hefur burði til kennsl-
unnar.
Hvernig líður kennara eftir þennan hluta
ævistarfsins?
Mérlfðurofboðslega veleftirað hafa kennt
i þessi ár. Samstarfið við nemendurna hefur
kennt mér svo ótrúlega margt. Til að kenna
þarf að kunna þá list að kenna án þess að
verða leiðinlegur. Kunna að matreiða það
sama dag eftir dag, en alltaf á áhugaverðan
hátt. Kenna fólki réttu handtökin. Ég álpað-
ist útíþetta, meðan égvaríorgelskólanum,
til að eiga fyrir salti í grautinn. Þetta var
veturinn 91-92. Þá lærði égtónfræði, hljóm-
fræði og það sem dugði til að stunda þessa
kennslu. Ég kenndi í mörg ár í Keflavík, en
var ráðinn 1995 til Tónlistarskólans í
Grafarvogi ogTónskóla Eddu Borg. Trúlega
verð ég viðloðandi kennslu næstu árin. Þó
ég sé á áttræðisaldri. Mig langar að fylgjast
með nemendunum mínum oghlaupa undir
bagga ef ég get. Ég get t.d. ekki lýst því,
hversu kvintettinn er orðinn stórkostlegt
hljóðfæri. Það er búið að vera algjörlega
frábært að taka þátt f þessu ævintýri síðast-
liðin tvö ár. Þau æfa mikið, en oft er mjög
erfitt að finna sameiginlegan æfingatíma,
því vinnuálag á unga fólkið í dag er full
mikið að mínum dómi.
Hverja sér Guðmundur framtíð harmonik-
unnará íslandi?
Þetta er búið að vera erfitt mál. Harmonikan
hefur átt undir högg að sækja hjá svokall-
aðri tónlistarelítu á íslandi, allt frá því að
dr. Hallgrfmur Helgason fordæmdi hana,
nánast í eitt skipti fyrir öll, með ótrúlega
fávíslegum orðum sbr. málsgrein á miðri
blaðsíðu 128 í tónfræðibók hans. Við erum
ekki búin að bíta úr nálinni með þetta
ennþá, þó fimmtíu ár séu liðin. Það er ekki
fyrr en á allra síðustu árum sem viðhorfin
hafa breyst. Ég er nú þrátt fyrir allt bjart-
sýnn á framtíð hljóðfærisins. Það eru
margir að læra, þó þeir mættu alltaf vera
fleiri. Harmonika nútímans er líklega eitt
fullkomnasta hljóðfæri sem búið hefurverið
til. Góður harmonikuleikari getur jafnvel
látið mörg orgelverk hljóma betur á það en
orgelið sjálft.
Þar með lukum við Guðmundur spjalti
okkar. Notalegri kvöldstund var lokið og ég
hélt heim á leið, þrátt fyrir allt bara bjart-
sýnn eins og viðmælandinn.
Friðjón Hallgrímsson
Hrakningar eftir
harmonikuball
Það getur vafist fyrir fólki að koma sér heim
af dansleik. Það mun hafa verið einhvern
tíma á níunda áratugsíðustu aldarað tveir
harmonikuleikarar úr Félagi harmonikuunn-
enda í Reykjavík, þeir GarðarJóhannesson,
Jón Ingi Júlíusson og Þórir Magnússon
trommari, voru fengnir til að leika á dansleik
á Hrollaugsstöðum i Suðursveit. Það var
að sjálfsögðu sá kunni heiðursmaður Björn
(Böddi) Sigfússon á Brunnavöllum, sem
réði þá til verksins.
Á þessum tíma rak móðir Bödda, Helga
Björnsdóttir, bændagistingu á Brunna-
völtum afmikilum skörungsskap. Helga var
tæpra 95 ára þegar hún hætti árið 2000.
Dansleikurinn fór fram eins og til stóð og
var gerður ágætis rómur að spilamennsku
þeirra Garðars, Jóns Inga og Þóris, enda
allir afrenndir dansspilarar á þessum árum.
Brunnavellir standa nálægt félagsheimilinu
á Hrollaugsstöðum. Má segja að þeir séu í
göngufæri. Það lá því beint við að þeir
félagargengju afdansleiknum ígistinguna.
Langt var liðið á nótt og brúnamyrkur á.
Böddi leiddi hópinn enda hundkunnugurá
sínum heimaslóðum.Áþessum árum mun
það hafa verið ákaflega fátítt í Suðursveit
að fólk skemmti sér án áfengis. Þegar þeir
höfðu gengið góða stund, var sem jörðin
hefði gleypt forystusauðinn. Hinir stóðu
sem strandaglópar og höfðust ekki að.
Hvað hafði orðið af manninum? Eftir stutta
stund heyrðist brölt og formælingar úr
undirdjúpunum. Sfðan birtist Böddi á
skurðbarminum. Hann hafði í gleði sinni
gleymt skurði, sem þarna hafði reyndar
verið um árabil. Skurðurinn var hálfur af
vatni, svo tæplega var þurr þráður á okkar
manni. Lögðu félagarnir nú lykkju á leið
sína og náðu atlir heim að Brunnavötlum,
án frekari áfalla. Þar beið þeirra hlaðborð
af úrvals kræsingum að Skaftfellskum sið.
Ritstjórinn
12