Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 27. mars 2008 Hef aldrei fengið önnur eins viðbrögð -segir Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, um viðbrögð við grein sinni í síðustu Fréttum, Ströndum ekki í Bakkafjöru „Ég hef al- drei fengið önnur eins viðbrögð við nokkru sem ég hef látið frá mér fara. Hef ég feng- ið ótrúlegan fjölda af Magnús: Þegar ég og fleiri útgerðarmenn í Eyjum ákváðum að endurnýja báta okkar á síðasta ári var það gert í þeirri trú að hér yrði gerð höfn sem gæti tckið við nýrri kynslúð flutningaskipa. t ö 1 v u - póstum og s í m i n n hefur varla stoppað hjá mér síðan g r e i n i n birtist hjá ykkur. Alíir eru á sama máli, það verður að stoppa þessa vitleysu, að ætla sér að gera höfn í Bakkafjöru. Það hefur aldrei þótt viskulegt að reisa mann- virki á sandi og það á svo sannarlega við í þessu tilfelli," sagði Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, um eftirmál greinar sem hann skrifaði í síðustu Fréttir undir fyrirsögninni, Ströndum ekki í Bakkafjöru. I greininni varar hann eindregið við hugmyndinni, segir hana vanhugs- aða og hún muni ekki skila því öryggi og samgöngubólum sem Eyjamenn þurfi á að á að halda. Hann bendir líka á að úr Bakkafjöru séu um 120 km til Reykjavíkur þannig að ferðatími styttist lítið miðað við Herjólf. Því fylgdi líka meiri kostnaður með hækkandi elds- neytisverði. Stórskipahöfn utan við Eiðið Magnús vill að strax verði hafist handa um byggja upp nýja haf- skipahöfn utanvert við Eiðið, sem stytti ferðatímann úr Eyjum í land um 15 mínútur. Þá væri löngu Eitt skeytið sem Magnús fékk Heill og sæll Magnús, ég var að lesa grein þína „Ströndum ekki í Bakkafjöru“ og er hjartanlega sammála þér. Eg hef aldrei getað skil- ið hvað ráðamönnum gengur til með að byggja höfn í Bakkafjöru. Eins og þú bendir réttilega á þá mun það ekki stytta tímann svo neinu nemi til Reykjavíkur. Auk þess, ef við tökum öryggisþáttinn inn í, þá má leiða að því líkum að ferð um Bakkafjöru verði hættulegri þar sem fólk þarf að aka mun lcngri vcgalengd til þess að komast til og frá Reykjavík. Það er mun hættulegra að vera í bíl en um borð í skipi. Auðvitað þarf að byggja upp myndarlega stórskipahöfn í Vestmannaeyjum. Koma erlendra skemmtiferðaskipa mundi færa bænum mikíar tekjur, á því er cnginn vafi. Með kveðju, Ragnar Thorarensen tímabært að hanna og smíða nýjan Herjólf, sem gengi hraðar en sá gamli. Nýtt skip ætti að geta farið rétt undir tveimur tímum milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. „Þar er líka langtum öruggari höfn en nokkurn tíma verður rótað upp í Bakkafjöru. Þar verður líka alltaf öflug starfsemi og þjónusta við skip og farþega. Það sé ég ekki að verði f Landeyjasandi utan um ferjuna til Eyja,“ segir Magnús sem í lokin heitir á Eyjamenn að berja á stjórn- málamönnunum okkar og krefjast stórskipahafnar og nýs Herjólfs. Magnús sagði að bent væri á að hann hefði engra hagsmuna að gæta því hann gæti skutlast milli lands og Eyja á þyrlu sem hann á. „Ég veit ekki hvað ég kem til að eiga hana lengi. Það verður held ég ekki til langframa því það kemur að því að maður fer að hægja á sér. Málið er miklu alvarlegra en það. Þegar ég og fleiri útgerðarmenn í Eyjum ákváðum að endurnýja báta okkar á síðasta ári var það gert í þeirri trú að hér yrði gerð höfn sem gæti tekið við nýrri kynslóð flutningaskipa sem verða stærri en skip sem hingað koma í dag. Þau rétt sleppa hér inn þannig að skipin sem taka við geta ekki komið til hafnar í Vest- mannaeyjum og þá vaknar spurn- ingin? Hvað eigum við útgerðar- menn að gera til að koma afla og afurðum í skip? Yrði ekki einfaldast að flytja útgerðina eitthvað annað?“ Þarna sagðist Magnús ekki bara vera að hugsa um hagsmuni eigin útgerðar en hann gerir út þrjú skip. „Þetta á við alla í útgerð í Vest- mannaeyjum og sjómennina okkar. Verði þetta niðurstaðan yrði Vest- mannaeyjabær og höfnin af miklum tekjum. Þá eru ótaldir möguleikarnir sem skapast með stærri höfn. Má t.d. nefna stærri skemmtiferðaskip sem hefði jákvæð áhrif á ferða- mannaiðnaðinn." Hafnargerð á þessum stað glapræði Magnús hefur litla trú á að höfn í Bakkafjöru, Landeyjahöfn, skili því öryggi í samgöngum Eyjamanna sem lofað er af vísindamönnum. „Sjómenn og aðrir sem kynnt hafa sér málið segja hafnargerð á þessum stað algjört glapræði. Ofært yrði meira og minna allan veturinn og þeir sem harðastir eru segja að þetta sé ekki hægt. I Biblíunni segir að heimskir byggi hús sitt á sandi og á það ekki við í þessu tilfelli? Mér er sagt að hönnuðir hafnarinnar hafi aldrei kynnt sér aðstæður í Bakka- fjöru nema við bestu skilyrði. Aðra visku hafi þeir úr tölvunum sínum sem mér finnst ekki traustvekjandi. Málið er að stoppa þessar fram- kvæmdir strax og setja peningana í nýjan og hraðskreiðari Herjólf og stórskipahöfn í Eyjum," sagði Magnús að endingu. Skipakomur hanga á hálmstrái Hann sagðist hafa rætt þessi mál við stóru skipafélögin, Samskip og Eimskip, bæði hafnargerð í Bakka- fjöru og stórskipahöfn. Bæði eru þau meðal fjögurra aðila sem gefinn var kostur á að bjóða í hönnun, smíði og rekstur ferju í Bakkafjöru. „Annað ætlar ekki að taka þátt í útboðinu og hitt segir mjög erfitt að meta hvernig staðan verður í Eyjum eftir 15 ár og er mjög hikandi." Eftir þessar viðræður segist hann enn sannfærðari um að ekki megi neinn tíma missa vegna stórskipa- hafnar. „Vond veður í vetur hafa sett strik í reikninginn hjá skipafélögum þvf iðulega hafa skipin þurft að bíða af sér veður til að komast hér inn. Þau hefðu ekki beðið nema vegna þess að hingað sækja þau mikið af ferskum fiski sem þarf skilyrðislaust að komast á markað erlendis. Þetta segir manni bara eitt, framtíð Vest- mannaeyja veltur á að hér verði komin stórskipahöfn utan við Eiðið inna ekki langs tíma.“ Magnús segir að aðstaða fyrir flutningaskip sé alls ófullnægjandi í Eyjum. „Mér var sagt að hér og í Færeyjum séu einu hafnimar þar sem skipin þurfi að nota eigin krana. Það rekur enn frekar á eftir því að skipunum verði sköpuð betri að- staða. Það gerum við ekki nema með nýrri höfn og um leið styttum við siglingu fyrir nýjan Herjólf um fimmtán mínútur milli Eyja og Þorlákshafnar," sagði Magnús að lokum. Apríl- gabbið tókst Þeir voru margir sem stukku upp á nef sér þegar þeir lásu frétt á www.eyjafrettir.is og www.sud- urlandid.is að taka ætti fyrstu skóflustunguna að Landeyjahöfn í Bakkafjöru á þriðjudaginn 1. aprfi. Ekki fengust fréttir af því að fólk hefði mætt á staðinn en mörgum Eyjamanninum fannst að okkur vegið að ekki var gert ráð fyrir fulltrúum Vestmanna- eyjabæjar við athöfnina. Elliði Vignisson bæjarstjóri og Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitar- tjóri í Rangárþingi Eystra, tóku þátt í leiknum. Elliði fékk það í bakið því síminn þagnaði ekki hjá honum allan daginn. Voru þing- menn meðal þeirra sem hringdu. Eins og áður sagði voru ekki allir sem kveiktu strax á perunni og sem dæmi tóku aðrir vef- miðlar fréttina upp og birtu á sínum miðli. Eyjan.is tók fréttma inn hjá sér án athugasemda. Morgunblaðið og mbl.is reyndu að hrekkja fólk og í samantekt á mbl.is segir að þar á bæ hafi verið boðið upp á ókeypis kvikmyndaniðurhal. mbl.is tók einnig þátt í aprfl- gabbi google þar sem fréttir af fortíöartölvupóstinum voru nokk- uð orðum auknar. Fréttablaðið stefndi auðtrúa fólki á bensínafgreiðslu á Bústaðavegi þar sem ódýrt elds- neyti átti að vera á boðstólum. 24 stundir sögðu frá því að Björn Ingi Hrafnsson tæki við rit- stjórastólnum á þeim bæ. Um fréttina á Suðurlandid.is segir: Þar sagði frá fyrstu skóflu- stungu Landeyjahafnar og var haft samband við Unni Brá Konráðsdóttur, sveitarstjóra Rangárþings eystra, en hún segist ekki sjá ástæðu til að bjóða Eyja- mönnum til athafnarinnar með fyrstu skóflustungu Bakkahafnar þar sem henni hafði ekki verið boðið á sínum tíma er Eyjamenn byggðu sína höfn. Lögreglan fær heim- sókn Ríkislögreglustjóri heimsótti Vestmannaeyjar á þriðjudag ásamt fríðu föruneyti. Tilgangurinn var að hitta lögreglumenn og eiga við þá samræður um hvað má betur fara og heyra þeirra skoðanir á lögreglunni almennt. Einnig var kynnt ný löggæsluáætlun, rætt um félagastuðning og starfsemi greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Úlgefandi: Eyjasýn elif. 480378-0549 - Vestniammeyjnm. Ritstjóri: Ómar öanlaisson. Blaðamenn: (luðbjöig Sigurgeirsdóttir, Sigurgeir Jónsson og Ellert Scliering. íþróttir: Ellert Selievine.Ábyrgðannenn: Ómar Garðarsson &Gísli Valtýsson. Prentrinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjiun. Aðsetnr ritstjórnar: Stinndvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur frettii@eyjafrettir.is. Veffang: littp/Avww.cyjafrettir.is FRÉTTfR koma ót alla fimmtndaga. Blaðið er selt i áskrift og cinnig í lansasölu á Kletti, Tristinum, Toppnnm, Vöruval, llerjólfi, Flugliafnarversluninni, Krónunni, Isjakanum, verslun 11-11 og Skýlinu í Friðarhöfn.. FRÉTITR ern prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTTR eru aðilar aö Samtökum Ivejar- og héraðsfrcttablaða. Eftírprenttm, hljóðritun, uotkun ljósmynda og annað er ólieimilt nema heimilda sé getíð.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.