Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 9
Fréttir / Fimmtudagur 3. aprfl 2008 9 Aðalfundur ÍBV-íþróttafélags í vanda Verður sér stakk - Lítið má út af bera ef ekki á illa að fara að sníða eftir vexti -Rekstrartekjur voru liðlega 209 milljónir og tap fyrir fjármagnsliði tæplega 1700 þúsund - Fjármagnskostnaður var liðlega 11 milljónir. Heildartapið rétt tæpar 13 milljónir króna á móti rúmlega 19 milljónum 2006 HSamantekt Ómar Garðarsson omar@ eyjafrettir.. is Rekstrartekjur IBV-íþróttafélags voru rúmar 207 milljónir á síðasta ári á móti tæplega 183 milljónum árið 2006. Rekstrartekjur voru liðlega 209 milljónir og tap fyrir fjármagns- liði var tæplega 1700 þúsund. Fjármagns- kostnaður, vaxtatekjur, vaxtagjöld, verðbætur og gengismunur, var liðlega 11 milljónir og var heildartapið samkvæmt því rétt tæpar 13 milljónir króna á móti rúmlega 19 milljónum króna 2006. Þegar afskriftum hafði verið bætt við var tap á síðasta ári rétt tæpar 17 milljónir á móti rúmlega 23 milljónum árið á undan. Fjármagnskostnaður var á síðasta ári liðlega 11 milljónir og hafði lækkað lítillega frá árinu á undan. Mikill fjármagnskostnaður skýrist af miklum skuldum sem í heild voru 76 milljónir í árslok 2007. Langtímaskuldir voru 59,3 milljónir og skammtímaskuldir 16,7 milljónir. Heildarskuldir í lok árs 2006 voru samtals 76,8 milljónir króna, langtíma- skuldir 63,3 milljónir og skammtímaskuldir 13,5 milljónir. Aðalstjórn Þetta kom fram á aðalfundi félagsins síðast- liðinn fimmtudag. IBV-íþróttafélag hefur á sinni könnu allan handbolta og fótbolta í Vestmannaeyjum og hafa báðar deildir verið reknar með miklum halla undanfarin ár. Þetta eru reikningar fyrir alla starfsemi ÍBV- íþróttafélags sem skiptist í aðalstjóm, knatt- spymudeild karla og kvenna og handknatt- leiksdeild. I rekstrarreikningi aðalstjómar kemur fram að tekjur á síðasta ári vom 123,9 milljónir og gjöldin 120,9 milljónir og er staðan jákvæð um rétt liðlega 3 milljónir en er 6 milljónir í mínus að teknu tilliti til fjármagnsliða. Arið 2006 voru tekjumar 106,3 milljónir og gjöldin 105,5 milljónir króna. Er munurinn 780 þúsund í plús en tapið er rétt tæpar 4 milljónir að teknu tilliti til fjármagnskostn- aðar. Með afskriftum er tapið 6,8 milljónir í fyrra en rétt tæpar 7 milljónir árið 2006. Skuldir alls em alls 32 milljónir, langtíma- skuldir rúmar 15 milljónir og skammtíma- skuldir tæplega 17 milljónin Er um vemlega hækkun að ræða milli ára. Arið 2006 vom heildarskuldir 25 milljónir, langtímaskuldir tæplega 17 milljónir og skammtímaskuldir liðlega 8 milljónir. Aðalstjóm er með rekstur yngri flokkanna á sinni könnu en deildimar sjá um rekstur á meistaraflokki og öðrum flokki í bæði hand- bolta og fótbolta karla og kvenna. Knattspyrnudeild skuldar mikið Rekstur knattspymudeildar karla var réttum megin við núllið á síðasta ári. Rekstrartekjur vom rétt um 48 milljónir á móti 42 millj- ónum árið 2006. Gjöldin vom tæplega 47 milljónir og höfðu hækkað lítillega á milli ára. Afkoma fyrir fjármagnsliði var jákvæð upp á 1400 þúsund en var neikvæð um 4 milljónir árið 2006. Að öllu meðtölu var tapið í fyrra 338 þúsund en var hátt í 9 milljónir árið 2006. Skuldir voru samtals 29,5 milljónir, langtímaskuldir 26,7 milljónir og skammtímaskuldir 2,8 milljónir. Heildar- skuldir höfðu lækkað lítillega, vom 30,8 milljónir 2006, langtímaskuldir 28,8 milljónir og skammtímaskuldir 1976 þúsund krónur. Kvennaknattspyrna endurreist ÍBV hélt úti meistaraflokki kvenna tímabilið 2006 til 2007 en ekki á yfirstandandi tímabili. I kvennaknattspyrnunni hefur ekki verið meistaraflokkur síðan 2005 en deildin hefur haldið úti öðmm flokki bæði árin. Rekstrartekjur 2007 vora 4,4 milljónir og gjöld 37, milljónir og afgangur fyrir fjár- magnsliði er 763 þúsund en 697 þúsund að teknu tilliti til fjármagnsliða. Tekjur ársins 2006 vom 3,4 milljónir, gjöld 1,5 milljónir, afkoma fyrir fjármagnsliði jákvæð fyrir fjár- magnsliði 1,6 milljónir og 1,7 milljónir eftir fjármagnsliði. Handbolti í slæmum málum Ekki lítur þetta betur út hjá handboltanum. Þar vom rekstrartekjumar 31,2 milljónir árið 2007 á móti 30,6 milljónum árið 2006. Tap fyrir fjármagnsliði er 6,8 milljónir, hafði hækkað lítillega frá árinu 2006 þegar það var 6,1 milljón. Að teknu tilliti til fjár- magnskostnaðar er tapið 2007, 10,6 milljónir en var 9,3 milljónir árið 2006. Skuldir 2007 vom alls 31,9 milljónir króna, langtíma- skuldir 17,4 milljónir og skammtfmaskuldir 14,5 milljónir. Er þetta mikil hækkun á milli ára en skuldir vom alls 20,5 milljónir 2006, langtímaskuldir voru 17,4 milljónir króna og skammtímaskuldir 3,2 milljónir króna. Það var greinilegt að fundarmönnum var bmgðið að sjá að ÍBV-íþróttafélag skuldar liðlega 76 milljónir og fjármagnskostnaður skuli losa 11 milljónir. Sérstaka athygli vekur mikið tap á handboltanum sem rekinn var með rétt um 10 milljóna króna halla árin 2006 og 2007 þegar tekjumar rétt losa 30 milljónir. Mikil umræða var um reikningana og þá stöðu sem félagið er í. Friðbjörn Valtýsson, framkvæmdastjóri félagsins, varaði menn við að sökkva sér í svartsýni þó skuldir séu miklar. Sagði hann að gert væri ráð fyrir meiri tekjum en á síðasta ári af Pæjumóti og Shellmóti og næði þjóðhátíð að skila svipuðum tekjum ætti félagið að komast fyrir horn. Viðar Elíasson, fráfarandi formaður knatt- spymudeildar, sagði að félagið yrði að sníða sér stakk eftir vexti og það gæti þýtt að Eyjamenn yrðu ekki í baráttu um íslands- meistaratitla. Heimir Hallgrímsson, þjálfari meistaraflokks karla, sagði stuðningsmenn eiga rétt á að vita stefnu félagsins, hvort það ætlaði að einbeita sér unglingastarfi eða stef- na að því að vera í hópi þeirra bestu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.