Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 16
Frcttir / Fimmtudagur 3. apríl 2008 Svindl og pt •• / fjor a árshátíð Kaffistof- unnar Kaffistofan á Hjólbarðastofunni við Hásteinsveg er vettvangur þar sem málin eru rædd og leyst alla virka daga vikunnar. Nær spjallið ótrúlegum hæðum og ekkert er mönnurn óviðkomandi. Hópurinn hefur í nokkur undan- farin ár efnt til árshátíðar sem nýtur stöðugt meiri vinsælda. Árshátíðin 2008 var haldin fyrir skömmu og af einhverri ástæðu vill eigandi Hjólbarðastofunnar, Magnús Uragason, ckki að hann verði bendlaður við árshátíðina og leggur hann áherslu á að það er kaffistofan sem heldur há- tíðina. Þátttakendur að þessu sinni voru liðlega 42 og allt hófst þetta með góðum mat og léttum veitingum. Þá tók við keppni ýmis konar. Fyrst ratleikur, næst kom spurningakeppni og leyni- gestir. „Þeir sem þekkja til vita að þegar kemur að leynigestinum er svindlað eins og hægt er og varð cngin breyting á því í ár. Það merkilega var að heiðarlega liðið, þar sem við Stebbi Jónasar forum með ferð- ina, sigraði að þessu sinni. En eins og alltaf lor þetta að mestu vel fram og allir fóru heim bæri- lega sáttir,“ sagði Magnús Bragason, yfirkaffistofustjóri. ÆTTARHAUKARNIR, Iiragi, Svavar og Gísli Steingrímssynir létu sig ekki vanta en Bragi er stofnandi Hjólbarðastofunnar sem hýsir kafFi- stofuspjallið. JENNI var mættur, vígalegur að vanda. HEIÐARLEGA LIÐIÐ, Valgarð, Steini, Maggi, Stebbi, Óttar, Tóti og Ingi Freyr. ÞRÍR TRAUSTIR , Gaui, Palli og Sigurjón. TVEIR ALVEG JAFNTRAUSTIR, Siggi Braga og Kalli Söfnuðu sex þúsund krónum Hópur af duglegum krökkum á nldrinum sjö til 9 níu ára héldu hlutaveltu um helgina. Krakkarnir opnuðu tombólubás fyrir utan 11-11 og voru þar með alls kyns hluti í boði. Krakkarnir voru að safna fyrir Rauða krossinn og náðu af safna tæpum sex þúsund krónum sem verður að teljast nokkuð gott hjá þeim. Það er alltaf gaman að sjá þegar æskan lætur sér annt um þá sem minna mega sin. Þessir duglegu krakkar eiga hrós skilið. X

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.