Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 13
Frgttir / Fimmtudagur 3. aprfl 2008 13 s / Kristín Osk Oskarsdóttir: Skyndibitar fyrir sálina Að segja eitthvað jákvætt við fólk Komið þið sælir kæru lesendur! :) Ég ætla ekkert að hafa þetta eitt- hvað flókið í dag. Ég fékk sendan tölvupóst um daginn sem virkilega snerti við mér og langar mig því að deila honum með ykkur. Þetta er falleg saga sem virkilega vekur mann til umhugsunar! Hér kemur sagan; Dag einn bað kennari nemendur sína að skrifa nöfn bekkjarfélag- anna á blað. Þeir áttu að skrifa eitt nafn í hverja línu og hafa auða línu á milli. Síðan bað hún nemendur sína að hugsa um það besta um hvem og einn og skrifa það fyrir neðan nafnið. Þegar nemendur fóru úr tíma skiluðu þeir blöðunum til kennarans sem fór með þetta heim, safnaði saman því sem bekkjarfé- lagarnir höfðu skrifað og bjó til lista yfir hvern nemanda. Síðan fengu nemendumir þetta í hendurnar daginn eftir. Þegar þeir lásu urðu þeir hissa á öllu því já- kvæða sem bekkjarfélagamir höfðu skrifað. Þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir að þeir skiptu svona KRISTÍN: Ef maður hugsar út í það, þá getur maður alltaf fundið citthvað fallegt að segja/gera. miklu máli. Kennarinn vissi ekki hve mikið nemendurnir ræddu þetta sfn á milli eða við foreldrana en þetta bar tilætlaðan árangur. Nemendurnir urðu ánægðari með sig og aðra í bekknum, þeim leið betur. Lífið hélt áfram. Mörgum árum seinna lést einn nemendanna, sem hét Magnús, og kennarinn ákvað að vera viðstaddur jarðarförina. Einn vinur hins látna gekk til hennar og spurði hvort hún hefði verið kenn- arinn hans og sagði að Magnús hefði talað mikið um hana. Foreldrar hins látna komu einnig til hennar og vildu sýna henni svolítið. Þau höfðu fundið samanbrotið blað í veski Magnúsar og var það listinn með öllu jákvæðu atriðunum frá bekkjarfélögunum sem kennarinn hafði fengið honum fyrir mörgum árum. „Þakka þér fyrir að gera þetta, því eins og þú sérð þá skipti þetta hann miklu máli,“ sagði móðir Magnúsar. Fyrrum bekkjar- félagar tóku undir það og sögðu að þessi listi hefði fylgt þeim öllum gegnum lífið og skipt þá mjög miklu máli. Þetta var eitt af því sem þeim þótti vænst um. Þegar gamli kennarinn heyrði þetta settist hún niður og grét, bæði syrgði hún Magnús og svo var hún hrærð yfir því að hafa snert nemendur sína með þessu uppátæki. Þessi saga sýnir manni að það er ekki flókið að láta fólkið í lífi manns finnast það mikilvægt, jafn- vel fólk sem þú þekkir ekkert sérstaklega vel. Ég veit að ég hef skrifað þetta oft áður í pistlana mína, en það er ekki að ástæðu- lausu. Það er svo mikilvægt að segja við þá sem þér þykir vænt um hvað þeir séu þér mikilvægir og að þeir eigi sérstakan stað í hjarta þér. Gerðu það oft áður en það verður of seint. Ef maður hugsar út í það, þá getur maður alltaf fundið eitthvað fallegt að segja/gera. Mundu að þú ert mikilvægur einhverjum og vonandi er einhver þarna úti sem er þér mikilvægur. Ég veit allavega um marga sem eru mér mikilvægir og ætla að biðja þá að taka þessi skrif mín sérstaklega til sín. Ég vona að þú, lesandi góður, eigir góðan dag og frábæra helgi, þú átt það svo sannarlega skilið. Kœr lcveðja ykkar Kristín Osk Oskarsdóttir kristino @ vestmannaeyjar. is S Eftir Arna Johnsen alþingismann: Hrauntunguna burtu úr bænum -90 þúsund fermetra byggingarland skapast, 1,3 milljón rúmmetrar af efni í hafnargarða og fleira ÁRNI: -Ef við drögum línu rétt austan við Ásgarð og í djúpadalinn við Skansinn þá afmarkar sú lína um 90 þúsund fermetra landsvæðis og þar sem meðalþykkt hrauntungunnar á þessu svæði er um 20 metrar, er þarna um að ræða um 1,3 milljón rúmmetra hrauns. Grein Árni Johnsen skrifar Höfundur er alþingismaður Sjálfstœðisjiokksins í Suðurkjördœmi Hvort sem byggður verður stór- skipakantur fyrir norðan Eiði eða við Skansfjöru þá þarf að byggja nýja hafnargarða, sem hver um sig tekur til sín um 500 þúsund rúm- metra af grjóti. Gegnheilt berg sem má sprengja til mannvirkjagerðar er gulls ígildi. Nú er að minni tillögu kominn tími til að taka til hendinni við verkefni sem dagaði uppi á sínum tíma vegna þess að önnur verkefni lágu fyrir í kjölfar eld- gossins 1973. Um 1985 skipaði forsætisráðuneytið Hraunhreins- unamefnd til þess að kanna mögu- leika og vilja bæjarstjómar Vest- mannaeyja til frekari hreinsunar hrauns og frágang á hrauntungunni sem teygði sig í miðbæ Vestmanna- eyja og er þar í rauninni eins og andskotinn hafi rekið tunguna út úr sér inn í miðbæinn sjálfan. Þetta er ekki fallega sagt, ekki síst með til- liti til þess að við reynum alltaf að gera gott úr öllu. Bæjarstjóm hafði öðmm hnöppum að hneppa á þess- um tíma og málið fór í bið, en lík- lega er rétti tíminn núna að taka það upp. Efnistaka í nýja hafnargarða eða garð er möguleg austur á Urðum og myndi þá flýta eitthvað fyrir niður- broti og landmótun þar, einnig vestur á Skönsum, en stórkostlegi möguleikinn er hrauntungan inn í bæinn. Ef við drögum línu rétt austan við Ásgarð og í djúpadalinn við Skansinn þá afmarkar sú lína um 90 þúsund fermetra landsvæðis og þar sem meðalþykkt hraun- tungunnar á þessu svæði er um 20 metrar, er þama um að ræða um 1,3 milljón rúmmetra hrauns. Gerð hrauntungunnar er líklega að mestu mjög heilt hraun. Þegar borað var niður í Heimatorg á sínum tíma, vegna hugmynda um menningarhús inni í hrauninu, kom í Ijós að efsta 4 metra þykka lagið í 20 metra þykkri tungunni er laus jarðefni, hraun og klettar, en 15-16 metra þykkt lagið undir var gegn- umheilt basalt og neðst pressað öskulag, 70-100 sentimetra þykkt. Tungan er því laus að neðan og tilbúin til skurðar eins og sandkaka með nútíma tækni. 90 þúsund fer- metra byggingarsvæði fyrir bæinn á þessu svæði er stórkostlegur möguleiki og gæti orðið gríðarleg lyftistöng fyrir Vestmannaeyjar. Ég tala nú ekki um ef hægt er að koma grjótinu í verð. Þá er einnig vitað um verktaka sem hafa spurst fyrir um hvort unnt væri að fá grjót úti í Eyjum vegna byggingar hafnargarða í Landeyjahöfn. Það skiydi þó aldrei vera að það væri gróðafyrirtæki að hreinsa hraun- tunguna burt úr miðbænum. Það myndu einnig skapast magnaðir möguleikar í slíkri hraunhreinsun að móta nýjan austurkant hraunsins og gera hann aðlaðandi fyrir bæinn, t.d. byggja þar menningarhús inn í hlíðina, hótel, náttúrugripasafn eða eitthvað annað. Þetta er ný sýn á nýja möguleika og við skulum ekki gleyma því að Viðlagasjóður (Viðlagatrygging) hefur aldrei lokið þessu máli. Við eigum þama inneign ef rétt er að málum staðið. Ef dregin er lína frá neðri hluta Heimagötu í Djúpadal er um að ræða spildu upp á liðlega 50 þúsund rúmmetra en með því að fara austur fyrir Heimagötuna svona um það bil sem strompurinn liggur í hlfðinni þá stækkar spildan um nær 40 þúsund m2 og það þýðir ekkert að tefja við það, tökum tunguna alla, gerum úr henni pen- ing, sköpum eðlilegra rými fyrir magnaðan miðbæ, snúum á þann sem rak tunguna inn í hjarta bæjarins okkar. Það kostar um 10 þúsund krónur að fjarlægja hvem rúmmetra af hrauni, eða um 1.3 milljarða alla tunguna. Það er svipað og kostar að byggja meðal snjóflóðavarnargarð á Austurlandi og Vestfjörðum og ætti því ekki að standa í uppgjöri ríkissjóðs við Vestmannaeyjar vegna gossins. Öll efnissala eins og fyrr getur í hafnargarða og fleira er aðeins bónus. Reyndir aðilar em nú að skoða hvemig væri auðveldast að brjóta hraunið niður, en það er ekki víst að það þurfi að bora og sprengja nema mjög takmarkað. Mjög kraftmiklar höggvélar geta mögulega skipað stór hlutverk í niðurbroti hraunsins, en það er aðeins útfærsluatriði. Hrauntungan er um 20 metra þykk lagkaka á öskubakka þegar búið er að ryðja lausmetinu ofan af henni. Vonandi verður þessi möguleiki skoðaður ofan í kjölinn, leggjumst á árarnar. Spurning vikunnar: Er vorið loks komiðP Uílhjálmur Stefánsson - Já, það er komið. Það fer ört hlýn- andi og fuglarnir láta sjá sig. Guðni Dauíð Stefánsson - Jú. Ég held að það sé loksins komið núna. Sigrún Alda Úmarsdóttír - Já. Það er alltaf að koma betra og betra veður. Sigurður Sigurðsson - Já, það er komið vor. Það er kominn fugl í þjargið. Lagafrum varp um Landeyja- höfn Samgönguráðherra hefur lagt fram lagafrumvarp á Alþingi um Landeyjahöfn en þar er lagt til að byggð verði ferjuhöfn í Bakkafjöru á Landeyjum sem alfarið verður í eigu ríkisins, fjármögnuð úr ríkissjóði og rckin af ríkinu. Er höfninni ætla að styrkja samgöngur milli lands og Vestmannaeyja. I greinargerð með frumvarpinu segir, að um sé að ræða einstaka hafnarframkvæmd sem ekki falli að öllu leyti undir hafnalög. Því þyki nauðsynlegt að sett verði sérlög sem gildi um þessa tilteknu ferjuhöfn eingöngu og gangi framar hafnalögum. í frumvarpinu er m.a. eignarnámsheimild vegna þess lands, sem þarf undir höfnina, varnargarða, efnistöku og veg- agerð henni tengdri. Er m.a. kveðið á um, að ekki þurti að leita samninga við landeigendur áður en eignarnámið fer fram og helgist það af því, að þegar hafi verið fullreyndir samningar við landeigendur um land fyrir höfn- ina. Engin niðurstaða hafí orðið af þeim samningaviðræðum og ekki við því að búast, að hún fáist þótt frumvarp þetta verði að lögum. Þyki því ekki ástæða til að framgangur málsins tefjist af þeim sökum. tnbl.is greindi frá.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.