Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 25.09.2008, Qupperneq 8

Fréttir - Eyjafréttir - 25.09.2008, Qupperneq 8
8 Ffgttir / Fimmtudagur 25. september 2008 Sigurður Áss Grétarsson Siglingastofnun skrifar um nýja Vestmannaeyjaferju: Aðkoma okkar byggist á sérfræðiþekkingu á skipum og aðstæðum í Bakkafjöru Siglingastofnun hefur undanfarin ár haft veg og vanda af rannsóknar- vinnu um greiðari samgöngur milli lands og Eyja. Nú er farið að sjá fyrir endann á þeirri vinnu. Fram- kvæmdir eru að hefjast í Bakkafjöru og samningar um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju eru á lokastigi. í ágúst 2010 hefst nýr kafli í sögu samgöngumála Vestmannaeyinga þegar siglingar hefjast frá Vest- mannaeyjum til Bakkafjöru. Sigl- ingatími milli lands og Eyja mun fara úr 3 klukkustundum niður í hálftíma. Vegna umfjöllunar um útboð nýrr- ar Vestmanneyjaferju í Fréttum og Eyjafréttum að undanförnu verður hér gerð grein fyrir hvernig staðið hefur verið að útboðinu og hver staðan er. Fræðiþekking á skipum Aðkoma Siglingastofnunnar að út- boði ferju byggist á sérfræði- þekkingu hennar á skipum og að- stæðum í Bakkafjöru. Innan Sigl- ingastofnunar eru reynslumiklir skipaverkfræðingar, fyrrum skip- stjórnarmenn á Herjólfi, skipatækni- fræðingar auk vélstjóra. Því var eðlilegt að samgönguráðherra fæli Siglingastofnun að sjá um útboðið á nýrri Vestmannaeyjaferju. Siglingastofnun hefur lögbundnar skyldur vegna ferjunnar sem felast í að taka út björgunarbúnað, sann- reyna stöðugleikaútreikninga og rúmþyngdarmælingar. Siglinga- stofnun annast hins vegar ekki eftirlit með smíði ferjunnar eins og haldið er fram. Umferðarspá Áður en ferjan var boðin út var gerð umferðarspá sem ákvarðaði stærð ferju. Myndað var teymi frá Sigl- ingastofnun, Ríkiskaupum, Verk- fræðistofunni Navís og Vest- mannaeyjabæ til að semja útboðs- gögn fyrir ferju. Þegar þau lágu fyrir gafst bæjarstjórn Vestmanna- reyjabæjar færi á að koma með athugasemdir og var tekið tillit til þeirra flestra. Einnig voru gögnin sett á netið og öllum frjálst að koma með ábendingar. Ríkisstjórnin ákvað að bjóða úl ferjusiglingar milli lands og Eyja sem einkaframkvæmd, en það felur í sér að sá er rekur ferjuna á hana. Tvö tilboð bárust í ferjusiglingarnar, annað frá Samskip og hitt frá Vest- mannaeyjabæ og Vinnslustöðinni (V&V). Aðeins tilboð V&V upp- fyllti allar kröfur útboðsgagna og Sigurður Ass: Metnaður Siglinga- stofnunar og annarra sem að þessu koma er að smíðuð verði ferja sem bæði er hagkvæm og hentug fyrir Vest- mannaeyinga. Vinnum saman að því að koma þessu þjóðþrifamáli í örugga höfn. var þar með eitt gjaldgengt í verkið. Tilboð V&V var 16,3 milljarðar króna en kostnaðaráætlun var 10,2 milljarðar króna. í skýringarvið- ræðum kom í ljós að 2/3 kostnaðar- munur milli verkkaupa og bjóðanda var vegna þriggja þátta: Fjármagns- kostnaðar, arðsemi eigin fjár og áhættuálags. Reynt var að semja við V&V en það gekk ekki eftir. Boðið út að nýju í framhaldi af því var ákveðið að bjóða út verkið að nýju. Verkinu var skipt í tvennt, annars vegar smíði ferju og hins vegar rekstur lfkt og er með Herjólf. Til að auðvelda vænt- anlegum bjóðendum að bjóða í ferjusmíðina voru gerð drög að smíðalýsingu og tillaga að fyrir- komulagi ferju. Þau gögn voru aðeins til viðmiðunar og til að draga að fleiri bjóðendur. Strax í upphafi var ljóst að róðurinn yrði þungur þar sem skipasmíðastöðvar sem leitað var til voru mjög ásetnar til ársins 2011 og ekki bætti úr skák knappur hönnunar- og smíðatími, 22 mánuðir. I útboðsferlinu komu fyrirspumir frá þremur aðilum. Einn af þeim var Fassmer. Starfsmenn Siglingastofn- unnar þekktu ekki til Fassmer og því var leitað upplýsinga um þá af net- inu. Það er því ekkert undarlegt við það, eins og haldið hefur verið fram í Eyjafréttum, að starfsmenn Sigl- ingastofnunnar hafi kannast við Fassmer þegar tilboðin voru opnuð. Þann 14. ágúst sl. voru opnuð tilboð í ferjusmíðina. Aðeins tveir aðilar skiluðu inn tilboði. Simek, sem var með frávikstilboð upp á 224 millj. norskra króna, og Fassmer sem skil- aði inn aðaltilboði í samræmi við útboðsgögn upp á 30,5 millj. Evra og frávikstilboð upp á 27,7 millj. Evra. Simek bauð ferju sem þeir höfðu unnið fyrir V&V en Fassmer studdist í tilboði sínu við teikningar og smíðalýsingu sem fylgdu útboðs- gögnum. Ferjurnar áþekkar Til að leggja mat á tilboðin voru fengnir tveir skipaverkfræðingar frá Siglingastofnun Islands, einn skipa- tæknifræðingur frá Navis og einn fulltrúi Vestmannaeyinga. Allt að- ilar sem höfðu komið að útboðinu og þekktu því vel til þeirra krafna sem gerðar voru. Niðurstöður mats- manna voru að ferjurnar væru nokkuð áþekkar. Þó fékk Simek ívið betri umsögn. Hins vegar vantaði gögn frá Simek um áætlaðan rekstr- arkostnað ferju sem dró tilboð þeirra niður. Aðeins rætt við annan aðilann Að kröfu Ríkiskaupa hefur aðeins verið rætt við annan bjóðandann. Standa nú yfir skýringaviðræður við þann bjóðanda. Ef allt gengur eftir er vonast til að samningum ljúki um miðjan október. Þetta er nokkur bjartsýni því reynslan úr öðrum sambærilegum verkum er að frá opnun tilboða þar til samningur er undirritaður líða þrír til fjórir mán- uðir. Þegar endanlegar teikningar af fyrirkomulagi ferju liggja fyrir er ætlunin að vera með kynningu og gefa öllum færi á að koma með athugasemdir. Einnig er stefnt á að halda kynningarfund í Vestmanna- eyjum eftir að samningar um ferjuna eru komnir í höfn og kynna þá fyrirhugaða ferju og hver staðan er með Landeyjahöfn. I þessu verkefni hefur markvisst verið unnið að því að vinna fyrir opnum tjöldum. Vestamannaeyjabæ var gefið færi á að koma með athugsemdir í byrjun verks og allir fengju tækifæri til að koma með ábendingar. Slíkt hefur almennt ekki viðgengist. Metnaður Siglingastofnunnar og annarra sem að þessu koma er að smíðuð verði ferja sem bæði er hagkvæm og hentug fyrir Vest- mannaeyinga. Vinnum saman að því að koma þessu þjóðþrifamáli í örugga höfn. Viska ráðgjafi í fjarnámi á Grænlandi Valgerður Guðjónsdóttir for- stöðumaður Visku hefur f.h. Visku fræðslumiðstöðvar tekið þátt í Evrópuverkefni þar sem leitast var við að finna ástæðu fyrir brottfalli úr námi í skólum á einangruðum og afskekktum byggðarlögum. Var verkefnið í raun hugsað til þess að draga úr brottfalli í námi í skólum á Grænlandi, en hugmyndafræðin getur nýst hvar sem er í hciminum.Viska, háskólar á Englandi og Finnlandi komu að verkefninu auk tölvufyrirtækis í Danmörku sem heitir itai. „Þetta er Leonardo Evrópu- verkefni sem fól í sér athugun í tveimur skólum á Grænlandi. Finnski skólinn Lathi Unuversity of Applied Sciences sá um gerð kennslugagna svokallað Combar verkefni. Viska kom inn sem ráðgjafi vegna fjarnáms og fullorðinsfræðslu og danska fyrirtækið ITAI sá um alla tölvu- vinnslu eða gerð vefsins sem notaður er til kennslu. Enski háskólinn Buckinghamshire Chilterns var metandi aðili í uppeldisfræðilegri nálgun. Við héldum ráðstefnu á Grænlandi nú í september og vorum fjóra daga í Nuuk og þrjá daga í Sisimiut þar sem farið var yfir þetta tveggja ára verkefni. Áður höfðum við hist í Danmörku, Finnlandi og á Islandi. Komið hafði fram að helstu ástæður fyrir brottfalli nemenda í dreifðum byggðum Grænlands eru landfræðilegar, menningar- legar og vegna tungumálaörðu- gleika. Þessu fengum við svo að kynnast í heimsókn okkar til Nuuk og Sisimiut. Það er auðvi- tað mikilvægt að taka þátt í svona samstarfi og á ráðstefnunni kom Mikael Cristensen yfir- maður fræðslumála í Nuuk og Sisimut að máli við mig og óskaði eftir frekara samstarfi við Visku. Hann hefur gríðarlegan áhuga á uppbyggingu símenntu- narstöðva í Grænlandi og horfir til íslands til að sjá hvernig við höfum útfært þetta hér hjá okkur, “ sagði Valgerður og vonast til að Viska geti enn frekar komið að málinu. VALGERÐUR á Grænlandi með myndarlegan ís jaka í baksýn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.