Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 13.11.2008, Síða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 13.11.2008, Síða 12
12 Fréttir / Fimmtudagur 13. nóvember 2008 Landslið rithöfunda á Safnahelgi: Metnaðarfull og spennandi dagskrá -Þar gátu allir sem hafa áhuga á bókmenntum fundið eitthvað við sitt hæfi Skoðun Guðbjörg Sigurgeirsdóttir gudbjorg @ eyjafrettir. is Sannkölluð bókmenntaveisla fór fram um helgina þegar úrval rithöf- unda sótti Eyjamar heim og las úr verkum sínum fyrir bæjarbúa. Guðrún Eva Mínervudóttir, Guðjón Friðriksson og Auður Jónsdóttir lásu upp í Safnahúsi á laugardag. Einar Kárason og Hallgrímur Helgason lásu í Herjólfsbæ um kvöldið og á sunnudag lásu Sjón og Ulfar Þormóðsson upp úr verkum sínum. Dagskrá Safnahelgar var því metnaðarfull og spennandi og allir sem hafa áhuga á þókmennlum gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Myndlist og ritlist Veislan hófst á laugardag þegar Guðrún Eva Mínervudóttir las upp úr nýjustu bók sinni Skaparanum við opnum myndlistarsýningar Sig- urdísar Arnarsdóttur í anddyri Safnahúss. Fyrr en varði voru gestir mynd- listarsýningarinnar komnir inn á heimili brúðugerðarmanns sem steikti gamalt hakk úr ísskápnum, eftir mikla vinnutörn. Það mátti næstum finna lyktina, í fyrstu af hráu og ólystugu hakkinu sem batn- aði til mikilla muna eftir að það hafði verið steikl og fært í betri bún- ing. Sveinn, ein af aðalpersónunum, lítur út um gluggann og sér unga konu sem er skipta um dekk á bíln- um sínum fyrir utan. I framhaldinu fer hann út til að aðstoða hana og býður inn til sín. Þannig hefjast kynni þeirra. Eftir að Guðrún Eva hafði lesið úr bók sinni færðu gestir sig inn á Bókasafnið og biðu spennt- ir eftir fleiri sögum. Guðjón Friðriksson kynnti ævisögu Olafs Ragnars Grímssonar sem kemur út á næstu dögum. Guðjón er einn færasti ævisagnaritari þjóðar- innar og hefur hlotið íslensku bók- menntaverðlaunin oftar en nokkur annar. Guðjón las ekki upp úr bók- inni enda kom fram að útgefandinn vildi sjálfur ráða þvf hvað bærist úl um efni hennar enda eru þar upp- lýsingar um það sem gerist á bak við tjöldin í heimi stjórnmálanna. Útrásin fær sinn skerf enda hefur Olafur stutt hana dyggilega, auk þess sem lesendur kynnast einkalífi forsetans, sigrum hans og sorgum. Vetrarsól Auður Jónsdóttir steig síðan á stokk og las upp úr skáldsögunni Vetrar- sól. Aður en Auður hóf lesturinn sagði hún að þetta væri þriðja bók hennar sem fjallaði m.a. um sam- skipti fullorðins einstaklings og bams. I Vetrarsól situr aðalpersónan uppi með tíu ára gamlan son sam- býlismannsins sem er fjarri góðu gamni á ísafirði. Auður leiddi áheyrendur inn í heim Sunnu sem lítur á sig sem hálfgerða þeytipíku hjá útgáfu- fyrirtæki sem gefur m.a. út glæpa- sögur. Sunna er ekki alveg sátt við sína stöðu og fram kemur að aðal- glæpasagnahöfundur landsins er gamall skólafélagi sem var ekki hátt skrifaður í vinkvennahópunum á ámm áður. Eigendur bókaforlagsins senda hana á glæpasagnanámskeið þrátt fyrir að hún hafi takmarkaðan áhuga. Sunna virðist litlu ráða í heimi karlmanna en í kaflanum sem var lesinn virtust gráalvarlegar stað- reyndir í líft persóna verða einhvern vegin grátbroslegar. I bókinni hverfur vinkona Sunnu og lífhenn- ar sjálfrar verður einna líkast glæpa- sögu. Guðrún Eva las aftur upp úr Skap- aranum fyrir áheyrendur á Bóka- safninu. Nú var Lóa, konan sem skipti um dekk fyrir utan hjá Sveini, búin að stela einni brúðunni og við það dregst hann inn í tjölskyldumál Lóu og tekst um leið á við eigið líf. Það var frábært að sjá og heyra þessa ungu kvenrithöfunda og sömuleiðis í reynsluboltanum Guð- jóni Friðrikssyni. Tveir töffarar Veislan hélt áfram í Herjólfsbæ þegar Einar Kárason og Hallgrímur Helgason, báðir megatöffarar, lásu upp úr bókum sínurn um kvöldið. Einar las upp úr Ofsa í hálf- rökkvuðum bænum og færði áheyr- endur aftur til Sturlungaaldar. Ekki bara til höfðingja sem áttu mikið undir sér heldur líka til minni spá- manna sem máttu færa fórnir vegna valdabröltsins sem aðrir stóðu fyrir. Brúðkaupsveisla að Flugumýri GUÐRÚN EVA sagði frá Lóu sem stal dúkku. GUÐJÓN kynnti ævisögu Ólafs Ragnars forseta. AUÐUR sagði frá Sunnu sem lítur á sig sem þeytipíku.. EINAR færði áheyrendur aftur til Sturlungaaldar. HALLGRÍMUR sagði frá manni sem vilda hætta að drepa fólk. ÚLFAR hefur skrifað skáldsögu um Hallgrím Pétursson. SJÓN kynnti Rökkurbýsnir sem byggir á ævi Jóns lærða. GESTIR í HERJÓLFSBÆ Það magnaði upp stemmninguna að heyra þá Einar Kárason og Hallgrím Helgason lesa upp úr sögum sínum í Herjólfsbæ. var í brennidepli og lýsingin á brennunni og afdrifum fólksins var alveg mögnuð. Þá var ekki síður hrikalegt að heyra lýsingar á ástandi Gissurar þannig að áheyrendum varð hrollkalt þarna í trekknum í Herjólfsbæ. Engu var líkara en að sjálfur sögumaðurinn hefði stigið út úr sögunni þó svo höfundurinn væri vissulega á staðnum. Hallgrímur Helgason tók því næst við að lesa Tíu ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp. Hugmyndina að bókinni fékk Hall- grímur þegar hann hitti konu um borð í flugvél, konu sem var á leið á prestastefnu. Hann fór að velta því fyrir sér hvemig það væri að verða önnur persóna en hann er sjálfur. Sagan segir frá króatískum leigu- morðingja sem flýr til Islands í gervi sjónvarpspredikara. Forsvarsmenn sértrúarsafnaðar taka móti honum, hann býr á heimili þeirra hjóna, tekur við að predika og auðvitað er þetta afar sérkennileg blanda. Myndir sem birtast og tengjast minningum frá stríðinu í Króatíu eru allt í senn, sterkar, áhrifamiklar og sorglegar. Sannarlega tvær spennandi bækur og auðvitað langar alla til að vita meira. Jón lærði og Hallgrímur P. Og enn var veisla á sunnudag. Sögusetrið 1627 stóð fyrir komu tveggja rithöfunda sem eiga það sameiginlegt að skrifa bækur sem byggja á ævi manna sem voru uppi á 17. öld. Það var því vel við hæfi að lesturinn færi fram á Byggða- safninu. Sjón kynnti skáldsögu sína Rökkurbýsnir sem byggir á ævi Jóns lærða þó hann gefi aðalpersónunni annað og nýtt nafn og heiti Jónas Pálsson. Sjón sagði frá ævi Jóns en hann ienti í hrakningum vegna þess að hann var talinn tengjast göldrum. Endaði það með því að hann var dæmdur en að lokum sendur til Danmerkur og mál hans tekið upp aftur. Hann var náðaður og fékk hlutverk hjá Ole Worm þar sem hann naut sín á meðal fræðimanna. Sjón las m.a. kafla af samskiptum þeirra Jónasar og Ole Worm. Úlfar Þormóðsson las úr bókinni Hallgrímur sem er söguleg skáld- saga um Hallgrím Pétursson, prest og sálmaskáld. Úlfar las kafla þar sem segir frá kynnum þeirra Hallgríms og Guðríðar Símonar- dóttur sem síðar varð eiginkona hans. Engu var líkara en ást þeirra væri töfrun líkust en í lýsingu út- gefenda segir að bókin fjalli um baráttu Hallgríms við Guð, ástir hans og Guðríðar, sáran dótturmissi og fæðingu Passíusálmanna. Dagskrá Safnahelgar var skipu- leggjendum til mikils sóma og vonandi fá bæjarbúar meira að heyra á næsta ári. X

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.