Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 16
16 Fréttir / Fimmtudagur 18. desember 2008 og fjármálum þjóðarinnar? „Stjórn Seðlabankans hefur auð- vitað margvísleg og stöðug sam- skipti við stjórnvöld, þar með talið við mitt ráðuneyti. Þó að ég hafí sjálfur ekki hitt seðlabankastjóra í þennan tíma sem þú nefnir, þá hafði bankinn ólal tækifæri til að koma áliti sínu til stjórnvalda. Einsog kunnugt er, þá heyrir Seðlabankinn undir forsætisráð- herra og því eðlilegt að seðla- bankastjóri haft bein samskipti við hann. En ég tek samt undir það, samskipti viðskiptaráðherra og seðlabankastjóra hefðu mátt vera tíðari, en það stóð ekki á mér að standa við það.“ Voru Icesave reikningarnir ræddir oft? „Við ákveðin tilefni en þeir hófu starfsemi árið 2005, í tíð fyrri ríkis- stjórnar. Okkar markmið var að koma þeim í dótturfélög og undir vernd breskra innstæðutrygginga. Þar lá vandinn að hafa þessa starf- semi í útibúi. Við vorum langt komnir með þetta þegar borgin féll. Málefni Icesave reikninganna voru mjög nálægt því að komast í betri farveg þegar fjármálakerfí okkar hrundi. Því hefur verið ranglega haldið fram að við höfum ekkert aðhafst vegna umfangs Icesave reikninganna. Þvert á móti höfðum við af þeim miklar áhyggjur og þegar ég fékk upplýsingar um þessa stöðu, í ágúst síðastliðnum, ákvað ég þegar í stað að fá fund með fjármálaráðherra Bretlands í þeirri von að við gætum breytt útibúum Landsbankans í dótturfélög. Við vorum grátlega nálægt því að koma þessu í höfn. en það stóð upp á Bretana að klára þetta, en ekki okkur.“ Vonast til að eignir Landsbanka dugi Talandi um Icesave, hvað er líklegt að standi eftir til greiðslufyrir okkur þegar dœmið verður gert upp? „Það er enn óljóst, en við von- umst til að eignir Landsbankans fari langt upp í þær kröfur og ekkert falli á okkur að lokum.“ Ljóst er að menn höfðu trú á Kaupþingi en banabitinn er þegar Hretar taka Kaupþing í Bretlandi yfir, þá hrynur allt hjá okkur. Um leið setja þeir hryðjuverkalög á okkur, sem er í raun stríðsyfirlýs- ing, og gera miskunnarlausa árás á Island í fjölmiðlum. Hvers vegna í ósköpunum var þeim ekki svarað? Ekki síst í Ijósi þess að nú er mannorð og ímynd Islendinga í rúst og gœti tekið mannsaldur að koma okkur upp úr þvífari. „Þeim var vissulega svarað fullum hálsi. Það var bæði gert á dipló- matískum grunni og svo líka í fjölmiðlum. A blaðamannafundum okkar forsætisráðherra í Iðnó var þessu svarað afdráttarlaust, en þar voru viðstaddir allir helstu fjöl- miðlar heims. Við gagnrýndum Bretana strax þar, milliliðalaust, við tugi breskra fjölmiðla. Hins vegar megum við ekki gleyma því að það var einfaldlega á brattann að sækja fyrir okkur á þessum tíma, enda óvissan mikil. Breskir fjölmiðlar tóku afstöðu með spari- fjáreigendum þar í landi og við slíkar aðstæður er einfaldlega óraunhæft að ætla að við hefðum getað unnið áróðursstríð á þeirra heimavelli." Veit ekki hvað seðla- bankastjóri er að fara Er ástœðan kannski sú að þið vitið eitthvað sem við almenningur vitum ekki, samanber orð seðlabanka- stjóra áfundi Viðskiptaráðs? „Eg kannast ekki við það og hef enga hugmynd um hvað seðla- bankastjóri er að fara með orðum sínum. Hann ætti auðvitað að skýra þessi orð sín sjálfur. Annars telja flestir að hann hafi látið þessi orð falla í pólitískum tilgangi, en ekki faglegum." Þegar Ijóst var að hverju stefndi í efnahagsmálum þjóðarinnar lagði ríkisstjórnin upp með að verja „Ég hef áður sagt að forsenda efnahagslegra framfara sé að skjóta líflínu til stærri gjaldmiðils með inngöngu í Evrópusambandið og ítreka það enn frekar. Þetta er mikið ✓ undir okkur sjálfum komið. En Islendingar eru þróttmikil þjóð og flestar undirstöður í okkar atvinnulífí eru mjög traustar.“ BJÖRGVIN segir að ekkert bendi til þess á þessari stundu að uppstokkun verði í ríkisstjórninni, enginn hafi rætt þau mál við hann. heimilin og fyrirtœkin í landinu. Ekki verður sagt að þetta hafi tekist því verðbólgan er hrein og klár eignaupptaka, hvort semfólk er með verðtryggð láit eða mynt- körfulán og margir fullyrða að fyrirtœkin í landinu séu tœknilega gjaldþrota. Hvað segir þú um þetta ? „Þrátt fyrir allt er ég sáttur við mjög margt sem við höfum komið fram með síðustu vikurnar en enn- þá bíða mikil verkefni okkar og þau helst að mæta vanda þeirra sem fjárfestu í húsnæði árin 2003 til 2007. Fjölmargt hefur tekist vonum framar miðað við gríðarlega erfiðar aðstæður. Strax fyrslu dagana tókst okkur að koma í veg fyrir að allt bankakerfið yrði óstarfhæft, að greiðslukerftn myndu hrynja, fólk gæti ekki notað greiðslukort, og svo framvegis. Það var alls ekki einfalt, en það tókst. Skömmu síðar komum við fram með ítarlega áætlun til varnar heim- ilunum í landinu og erum við enn að hrinda ýmsu þar í framkvæmd. Skiljanlega vilja ýmsir að við göngum lengra, en við höfum engu að síður gripið til róttækra aðgerða til að koma í veg fyrir að greiðslu- byrði almennings fari fram úr hóft. Auk þess er stutt síðan við kynntum áætlun í tólf liðum til varnar fyrirtækjunum og er brýnt að þau atriði verði að veruleika sem fyrst. Þegar allt er talið er þetta umfangsmeira en margir gera sér grein fyrir og við vonumst til að þetta verði til þess að fleyta öllum þorra landsmanna yftr erfiðasta hjallann, eða þar til efnahagslífið tekur við sér á ný.“ Vill fara yfir lög á sviði fjármálamarkaðar Nú er mikið rœtt um krosseigna- tengsl og leynifélög að koma upp á yfirborðið. Lengi var búið að vara við þessu. Vissu stjórnmálamenn, hvað þá ráðherrar, ekki um þessi krosseignatengsl og þá hættu sem af stafaði? Afhverju var ekki brugðist við? „Við erum að vinna að þessu og höfum verið um skeið. Við erum nýtekin við og erum enn að taka utan um hlutina. Nú í vikunni setti ég mikla vinnu af stað. Ég hef óskað eftir tilnefningum í nefnd til að fara yftr lög á sviði fjármála- markaðar í ljósi reynslu okkar af fjármálaáfallinu. Þar verður allt undir - svo sem það er snertir viðskipd starfsmanna við fjár- málafyrirtæki, töku hlutabréfa fjár- málafyrirtækja sem veð gegn láni, hlutverk, hæfisskilyrði og reglur stjórna, krosseignarhald, tak- markanir á stórum áhættum og náin tengsl, svo það helsta sé nefnt. Við munum fylgjast með þeirri vinnu sem fram fer nú á vegum Evrópusambandsins í tengslum við breytingar á reglum vegna fjár- málaáfallsins í heiminum. Nefndin verður skipuð fulltrúum frá Fjár- málaeftirlitinu, Samtökum fjár- málafyrirtækja og Samtökum fjár- festa, auk viðskiptaráðuneytis, og skal vinna til hliðar við þann sem ríkisstjórnin hefur ráðið til að fara yfir reglur á sviði fjármálamarkaðar og eftirlit með þeim, í tengslum við samning við Alþjóða gjaldeyris- sjóðinn, og taka mið af hans vinnu.“ Kostir og gallar ESB Nú horfið þið Samfylkingarmenn til Evrópusambandsins og segið inngöngu einu leiðina í stöðunni. A þetta ekki síst við sjávarútveg og landbúnað. Hvenær má vœnta upplýsinga frá ykkur sem gefa okkur borgurunum kost á að meta kosti og galla? „Samfylkingin hefur um árabil haft forystu í málum er varða sam- skipti okkar við Evrópusambandið. Við höfum gert ítarlegar úttektir á kostum og göllum þess að sækja um aðild og komust að þeirri niður- stöður fyrir mörgum árum, í lýð- ræðislegri póstkosningu, að þjóð- inni yrði best borgið með því að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu, enda væri það eina leiðin til að sjá nákvæmlega hvað fælist í slfkum samningum." Andstaða við ESB er mjög hörð innan sjávarútvegs, hvað vilt þú segja við þá sem þar ráðaför? „Það er trú mín að ótti margra um afdrif sjávarútvegs við aðild að Evrópusambandinu sé ástæðulaus, þó hann sé á vissan hátt skiljan- legur. Vitaskuld er ýmsum spum- ingum þar ósvarað, en þeim verður ekki svarað nema með aðildar- viðræðum. Að sjálfsögðu kemur það ekki greina af minni hálfu að við afsölum okkur yftrráðum yfir auðlindum okkar. Þar að auki yrði slíkt örugglega fellt í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Mestu skiptir er að sækja um og skilgreina samnings- markmið. Við vitum aldrei hvað kemur út úr hugsnlegri aðild nema við sækjum um, allt annað er bara þrátefli sem aldrei tekur enda.“ Hvað með evruna, hvað gæti tekið mörg ár, miðað við núverandi aðstœður, að taka upp evruna? Koma aðrir gjaldmiðlar til greina? „Það eru ýmsar leiðir færar, en við teljum langheppilegast að taka upp evruna. Fyrir því eru margvís- leg rök; við emm þegar hluti af innri markaði Evrópu, við eigum mest viðskipti við Évrópulönd, og svo framvegis. Það hefur ítrekað verið bent á það að rétta leiðin að evrunni er að ganga í Evrópusam- bandið. Við verðum ekki fullgildir aðilar að evrópska myntsamstarfmu alveg strax, en hins vegar má vel vera að við gætum tengst evrunni fyrr, ef við göngurn til aðildarvið- ræðna. En á það reynir ekki fyrr en við tökum sjálf þetta skref.“ Leita á leiða að greiðslu- aðlögun Svo við komum aftur að almenn- ingi. Þá er Ijóst að mikil hœtta er á að heil kynslóð standi uppi eignalaus og jafttvel með háar skuldir í ofanálag. Hvað er til ráða fyrir þettafólk því Ijóst er að frysting lána mun ekki duga? „Við munum leita allra leiða til að greiðsluaðlaga fólk og fyrirtæki að samdrættinum. Koma í veg fyrir gjaldþrot og eignamissi sé þess nokkur kostur. Til þess eru margar leiðir hvað varðar lán og meðferð þeirra. Við munum gera allt sem hægt er til þess að takmarka tjón almennings og látum það ekki gerast að hópur fólks sitji uppi eignalítill og skuldugur fram eftir allri ævi.“ Þú bendir örugglega á gengið sem nú hœkkar en er það ekki byggt á sandi? Það er íþað minnsta skoðun Seðlabanka Evrópu. „Það var mjög ánægjulegt hve gengi krónunnar styrktist hratt fyrstu dagana eftir að hún fór á takmarkaðan markað. Það var að okkar mati staðfesting á því að sú leið sem við völdum með Seðla- bankanum bar árangur. Það er samt fullkomlega eðlilegt að misræmi sé á milli gengis hér og erlendis á meðan ákveðin höft eru með gjaldeyrisviðskipti. Þessi höft eru þó tímabundin og við vonumst auðvitað til að krónan styrkist enn frekar þegar fram í sækir.“ Að lokum. Hafið þið einhverja hugmynd um hvenærfer að sjást til sólar á Islandi? Tekur það eitt, tvö eða fimm ár? „Það er dimmast fyrir dögun og ég er bjartsýnn á að það fari að sjást til sólar efnahagslega þegar næsta vor. Til þess þarf að keyra upp framkvæmdastig t.d. með upp- byggingu iðnaðar og stóriðju. Þrátt fyrir allt er ég nokkuð bjartsýnn á að við sjáum talsverðan bata fyrr en svartsýnustu spár gefa til kynna. Það eru þrengingar um þessar mundir og verða áfram fram eftir árinu 2009, en vonandi vænkast hagurinn þegar líða tekur á árið. Ég hef áður sagt að forsenda efna- hagslegra framfara sé að skjóta líflínu til stærri gjaldmiðils með inngöngu í Evrópusambandið og ítreka það enn frekar. Þetta er mikið undir okkur sjálfum komið. En Islendingar eru þróttmikil þjóð og flestar undirstöður í okkar at- vinnulífi eru mjög traustar." Og svona í blálokin, reiknarðu með breytingum á ráðherraliði Samfylkingarinnar? „Nei, það er ekkert sem bendir til þess á þessari stundu og enginn hefur rætt þau mál við mig.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.