Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 19
Fréttir / Fimmtudagur 18. desember 2008 19 INGI með með sínu fólki Útibúið nýtur þess að hafa yfir að ráða öflugum hópi starfsfólks sem hefur langa starfsreynslu hjá bankanum og forverum hans, segir hann. F.v. Tómas,Guðbjörg, Sigurður, Sigríður, Björk, Ingi, Betsý, Rúnar Þór, Lóa og Sigurður.. ánægjuleguni verkefnum fyrirtækja hér í Eyjum á undanfömum árum, hvort sem er við stofnun nýs reksturs, stækkun fyrirtækja og fleiri góð mál. Þar ber einnig að nefna ný- byggingu Baldurshaga, þar sem rís verslunar- og íbúðabúðahúsnæði sem mikil prýði verður að. Þá loks mun verða að veruleika sá mið- bæjarkjarni sem hefur verið þörf fyrir. Er ánægjulegt að bankinn hafi tryggt fjármögn- un þessa verkefnis. Það er því skýrt að Nýi Glitnir mun leggja sitt af mörkum til að styðja við fyrirtæki í Vestmannaeyjum sem áður. Áttum erfitt með að trúa þessu eins og aðrir Þegar Glitnir varfelldur 29. september var það eitthvað seiti ykkurfannst geta gerst eða gátuð átt von á? -Þær breytingar sem þá urðu og þær sem fylgdu í kjölfarið voru tíðindi sem dundu yfir án nokkurs fyrirvara. Við sem störfum hér í Eyjum áttum erfitt með að trúa þessum tíð- indum sem og aðrir landsmenn. Það verður hins vegar að játast að það var frekar fjarlægt í huga manns að bankar landsins myndu lenda í slíkum hremmingum á svo stuttum tíma. Hver voru viðbrögð starfsfólks? -Þau einkenndust af óvissu með hvað myndi gerast í framhaldinu og eðlilega ýmsar vanga- veltur sem komu upp um persónulega stöðu o.fl. Hver voru viðbrögð viðskiptavina hér í Eyjum fyrstu dagana eftirfall bankanna? -Þau voru eðlilega erfið fyrir marga þar sem óvissan um ýmis mál var mikil. Sérstaklega gagnvart spamaði fólks. Hins vegar var áberandi hvað viðskiptavinir vom rólegir og sýndu mikið æðruleysi í þessum hremm- ingum. Það er hins vegar erfitt að takast á við þau tilfelli þar sem ævispamaður fólks hverfur að hluta eða öllu leyti. Við hér í útibúinu tökum slík mál mjög nærri okkur. Fóru miklar upphœðir á milli banka og held- ur þú að miklir peningar hafi lent undir koddanum hjá Eyjamönnum? -Ekki er mér kunnugt um hversu miklar til- færslur hafa verið milli banka en eðlilega hafa þær verið til staðar. Hins vegar var slíkt óvemlegt hjá útibúinu hér í Eyjum og að öðm leyti fóm fjármunir ekki út úr bank- anum. Varfólk reitt eða hrcett? -Það er erfitt að fullyrða nokkuð með slíkt en eins og ég sagði áður þá var fólk yfirvegað en í mikilli óvissu með ástandið og fram- haldið. Viðskiptavinir komu vel fram við starfsfólkið og það hjálpaði mikið til við að geta sest niður með viðskiptavinum og ræða málin til að geta gefið sem bestar upplýsingar hverju sinni. Bitnaði það á starfsfólkinu? -Eins og ég sagði áðan þá var komið vel fram við starfsfólkið en eðlilega var álagið mikið á okkar fólki. Óvissan var jafnmikil fyrir það eins og viðskiptavinina. A þessum fyrstu dögum voru tíðindin svo mikil en ekki mikið um traustar upplýsingar enda mikið öldurót sem gekk yfir Island allt. Flestir töpuðu einherju Hvað með séreignasjóðina, áttu Eyjamenn mikla peninga þar inni? -Eyjamenn, eins og aðrir landsmenn, fóru ekki varhluta af þessum breytingum og hafa á sama hátt byggt upp séreignarsparnað. Hvort það hafi verið miklar fjárhæðir eða ekki þá er raunveruleikinn sá að flestallir hafa tapað ein- hverju og slíkt er alltaf sárt. Það er erfitt að sjá á eftir sparnaði sem hefur verið byggður upp á skemmri eða lengri tíma og aðstæður fólks misjafnar til að ná að vinna það upp aftur. Talandi um starfsfólk þá hefur enn ekki orðið breyting á stöðu ykkar. Heldur þú að það geti breyst, fólk verði lœkkað í launum eða að gripið verði til uppsagna? -Útibúið hér í Eyjum er óbreytt á allan hátt utan nýja nafnsins. Varðandi mögulegar breytingar í starfsmannahaldi tengdar þessum atburðum þá er ekkert slíkt í burðarliðnum. Útibúið nýtur þess að hafa yfir að ráða öflugum hópi starfsfólks sem hefur langa starfsreynslu hjá bankanum og forverum hans. Það er hins vegar hluti af rekstri fyrirtækja að breytingar geti orðið í hópnum og þá jafnvel að frumkvæði starfsfólks. Það liggur skýrt fyrir að til að geta þjónustað Vestmannaeyjar áfram sem áður þá þarf að mynda öflugan hóp starfsfólks sem þekkir samfélagið og þarfir þess. Við höfum yfir slíkum hópi að ráða í dag sem er tilbúinn til að takast á við verkefnin og aðstoða einstak- linga og fyrirtæki nú sem áður. Hafa ekki spennt bogann of hátt Utvegsbanki Islands, Útvegsbankinn hf, Islandsbanki og síðast Glitnir hafa í áratugi verið hryggstykkið í bankastarfsemi í Vest- mannaeyjum, með öll stœrstu fyrirtœkin I viðskiptin og ekki síst sjávarútvegsfyrirtcekin. Sérðu fyrir þér að nýr Glitnir geti tekið þetta hlutverk að sér? -I mínum huga er enginn vafi á því og verkefnið sem bankinn hefur tekið að sér í samstarfi við Ós ehf. um nýsmíði Þórunnar Sveinsdóttur VE er staðfesting á því að áfram mun verða stutt við þann öfluga rekstur sem útgerð í Vestmannaeyjum er. Bankinn hefur byggt upp mikla þekkingu í kringum sjávar- útveg á íslandi og það hlutverk bankans verður áfram mikilvægt. Útgerð í Vestmannaeyjum er vel rekin og þar á bæ er mikil reynsía til staðar og út- gerðarmenn þekkja vel þær sveiilur sem útgerðin býr við. Því er mikilvægt að til staðar sé banki sem hafi skilning á þessum rekstri og sé tilbúinn til að vera sá bakhjarl sem nauðsynlegur er. Fyrirtæki í útgerð hafi einnig lagt mikið á sig til að koma rekstri sínum í eins stöðugt rekstrarform og mögulegt er. Nýi Glitnir er einnig að þjónusta stóran hluta annars fyrirtækjareksturs hér í Eyjum. A sama hátt munum við leggja okkur fram við að styðja við þann rekstur. í því sambandi liggja fyrir mörg verk sem hafa í samstarfi við okkur leitt til framfara hér í bæ. Það er gríðarlega ánægjulegt að sjá hvað fyrirtæki í Eyjum halda vel á sínum spilum. Nú þegar þrengir að annars staðar þá eru þau að n jóta þess að hafa byggt sig upp örugglega og án þess að spenna bogann hátt. Til staðar er áræðni og bjartsýni á framtíð samfélagsins og ég tel að bæjarbúar kunni að meta vel þessi gildi og nýti vel þá þjónustu sem er í boði hér heima fyrir. Hvað með skuldimar sem enn eru inni í Gamla Glitni? -Nú er það mál sem er á ábyrgð skilanefnd- ar Gamla Glitnis og niðurstaða liggur ekki fyrir þar sem nefndin hefur ekki lokið störf- um. Hvaða hlutverk fœr útibú Glitnis í Eyjum í uppbyggingu bankans? -Framundan er mikil vinna innan bankans við að byggja upp nýjan banka sem og að taka þátt í að byggja bankakerfið upp að nýju. Hins vegar er það svo að rekstur útibúa er grunnþátturinn í viðskiptabankastarfsemi og því hafa útibú bankans mikilvægu hlut- verki að gegna hvar á landinu sem er. Rekstur útibúasviðs í Gamla Glitni var í mjög góðu horfi og var að skila góðri afkomu. Það eru allar forsendur til staðar að svo verði áfram enda er bankinn með öflugt útibúanet og þjónustan er þar grunnþátturinn. Mikilvægi útibúsins hér í Eyjum mun að mínu mati koma enn skýrar fram þar sem við erum að styðja við grunnatvinnuveg þjóðar- innar, sjávarútveg. Stuðningur okkar þar skilar sér til annarra fyrirtækja í Eyjum sem og til bæjarbúa til að styrkja og efla atvinnu- stigið í bæjarfélaginu. Atvinnustigið hér er gott í dag og að mfnu mati verður sjávarút- vegurinn alltaf grunnurinn að hagsæld sam- félagsins. Því eigum við að horfa á tækifæri til nýsköpunar sem tengjast þessum grunn- atvinnuvegi þjóðarinnar og þar tel ég aðkomu Þekkingarseturs Vestmannaeyja vera gríðar- lega mikilvæga. Hagur að versla í heimabyggð Hver er munur á stöðu Eyjamanna hjá bankanum miðað við það sem er að gerast í Reykjavík? Ekki síst í Ijósi þess að þenslan á Reykjavíkursvœðinu náði ekki nema í litlum mceli til Eyja. -I heildina séð er staða Vestmannaeyja nokkuð góð í því árferði sem gengur yfir þjóðina þessi misserin. Útgerð gengur vel, uppsagnir hjá fyrirtækjum eru ekki til staðar og ekki virðast verða miklar breytingar á tekjum bæjarbúa. Hins vegar er dýrara að lifa í dag með hækkandi vöruverði og þann hluta tökum við á okkur eins og aðrir lands- menn. Hins vegar eru fyrirtækin í Eyjum að standa sig virkilega vel í að vera með gott vöruframboð sem og mjög samkeppnishæft vöruverð. Það er því hagur að versla í heimabyggð. Öll þessi atriði koma saman í það að staða fjármála Eyjanna er nokkuð góð, bæjarsjóður er vel settur eftir sölu á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja. Bæjarsjóður er í stakk búinn að hefja framkvæmdir sem hafa verið á döfinni og um leið að veita aukna atvinnu fyrir bæjarbúa. Vestmannaeyjar fengu lítinn skerf af þenslunni sem er búin að vera undanfarin ár. Að sama skapi verða áhrif niðursveifl- unnar minni hér fyrir vikið. Það þarl' þrátt fyrir það að sýna aðhald á þessum tíma og búa í haginn því þó við vonum að ástandið í þjóðfélaginu rnuni lagast sem fyrst þá verðum við að búa okkur undir að áhrifin geti varað allt árið 2009 og jafnvel fram á mitt ár 2010. Hefur nýi Glitnir gert úttekt á stöðu Vest- mannaeyja í nútíð ogframtíð? -Það hefur ekki verið gert á vegum bankans en það sem bankinn telur vera sitt meginhlut- verk, nú sem áður, er að styðja við útgerðina og tengda starfsemi, styðja við fjármál heim- ilanna og veita einstaklingum sem og fyrirtækjum bestu mögulegu þjónustu. Framtíð Vestmannaeyja er björt þar sem fer saman vel settur bæjarsjóður, öflug útgerð og öflugt mannlíf sem er tilbúið að takast á við verkefnin sem fyrir liggja. Bankinn mun leggja sig fram um að styðja við samfélagið í heild sinni eins og hann hefur gert í áratugi. Annars vil ég hvetja Eyjamenn til að standa saman í að verja og byggja áfram upp öflugt byggðarlag. Framundan eru erfiðir tímar í þjóðarbúskapnum þar sem tekur við upp- bygging að nýju í mörgum þáttum sam- félagsins. Við eigum svo margt hér í Eyjum sem hefur verið vel gert og erum að njóta þess í dag og ég hvet okkur öll til að standa saman um að halda áfram á þeirri braut. Eg óska Eyjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, sagði Ingi Sigurðsson, útibússtjóri Nýja Glitnis í Vestmannaeyjum. „Mikilvægi útibúsins hér í Eyjum mun að mínu mati koma enn skýrar fram þar sem við erum að styðja við grunnatvinnuveg þjóðarinnar, sjávarútveg. Stuðningur okkar þar skilar sér til annarra fyrirtækja í Eyjum sem og til bæjarbúa til að styrkja og efla atvinnustigið í bæjarfélaginu. Atvinnustigið hér er gott í dag og að mínu mati verður sjávarútvegurinn alltaf grunnurinn að hagsæld samfélagsins.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.