Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 20
20 Fréttir / Fimmtudagur 18. desember 2008 Langbest að allir s: -Tali saman og nái einhverri lausn og lendingu í mál Bjarnason, tólf ára Eyjapeyja sem greip poppkónginn EFNILEGUR BLAÐAMAÐUR Það fór vel á með þeim Herði og Páli Óskari. -Páll Óskar er ósköp venjulegur maður sem er gaman að tala við, hann er ckki þessi glansgæi sem maður heldur að hann sé þegar maður sér hann á tónleikum og í sjónvarpi. Hann er góður og skemmtilegur maður og mjög vingjarnlegur og það var mjög gaman að taka viðtal við hann, sagði Hörður eftir þessi kynni sín af goðinu. Hörður Bjarnason, 12 ára strákur í Grunnskóla Vestmannaeyja, gerði sér lítið fyrir á dögunum og tók viðtal við poppkónginn Pál Óskar Hjálmtýsson. Hörður hefur mikinn áhuga á blaðamennsku og var í blaðahópi í GRV í smiðjudögum í síðustu viku. Hér kemur viðtalið, sem er mjög vel unnið. Magnað að koma til Eyja Fyrir skömmu voru tónleikar með Páli Óskari þar sem hann söng á krakkatónleikum í Höllinni. Eg fór á tónleikana og skemmti mér bara vel. Eftir tónleikana gaf hann sér tíma til að tala við mig eftir að hann var búinn að árita nýjasta geisladiskinn sinn Silfursafnið og plaköt fyrir krakkana. Sœll og velkominn til Vestmanna- eyja, takk jyrir að hitta mig hvernig jinnst þér nú að vera kominn til Eyja ? -Mér finnst það magnað, þetta er ein af náttúruperlum Islands, mér finnst frábærl að fá tækifæri lil að ferðast um ísland og nota tónleika- ferðalögin til þess að skoða landið. Hérna í Vestmannaeyjum ertu að spila fyrir krakka á krakkaballi og síðan fyrir konur á konukvöldi er mikill munur á því að koma fram á svona skemmtunum? -Ég geri ekki upp á milli hvaða hóp af fólki er skemmtilegast að spila fyrir, ég set mig ekki í neinar stellingar eftir því hvaða aldurshóp ég er að troða upp l'yrir. Það er alveg sama á hvaða aldri áhorf- endur eru, það kunna allir textana og lögin og syngja með og ég er endalaust þakklátur fyrir það. Kannski er best að þakka fyrir það með því að halda bara áfram að troða upp fyrir fólk. Hvernig undirbýrð þú þigfyrir tón- leika ? -Aðalmálið er að ég sé í góðu stuði, ég þarf að passa mig að sofa átta tíma á sólarhring, borða rétt og hreyfa mig og vera heill heilsu af því það er ekkert jafn hræðilegt eins og að vera baksviðs inni í bún- ingsherbergi með troðfullan sal af fólki og að mér líði eitthvað illa. Ég reyki ekki og drekk ekki og reyni að hugsa vel um sjálfan mig, þá gengur allt upp. Mamma hélt fjölskyld- unni saman Hvernig fjölskyldu ólstu upp í? -Ég á fjórar systur og tvo bræður, þetta var níu manna fjölskylda þannig að kynjaskiptingin var frekar jöfn en það var aftur á móti ýmislegt annað inni á heimilinu sem var ójafnt. Ég fílaði ekki að mamma sá um öll húsverkin á meðan pabbi minn og bræður mínir þurftu ekki að gera neitt, mamma sá um öll heimilisverkin og okkur krakkana og eiginlega hélt allri fjölskyldunni saman á meðan pabbi þurfti í rauninni bara að læra á fjarstýringuna og hann kunni að setja kerti í kertastjakann. Ég fæddist árið 1970 en viðhorfið gagnvart þessum kvennastörfum innan gæsalappa og karlastörfum hefur breyst mjög mikið síðan þá. Pabbi var eina fyrirvinnan á meðan mamma kaus að vera heimavinnandi húsmóðir. Vinnan sem mamma vann var svo miklu, miklu meiri en vinnan hjá pabba að mamma var alltaf sofnuð fyrir framan sjónvarpið á kvöldin, hún hafði ekki orku til þess að vaka. Það var eitthvað ójafnvægi í gangi sem ég fílaði ekki þó ég hafi bara verið lítill krakki. Hvað hafði mest áhrif á þig sem listamann ? -Það sem hafði kannski mest áhrif á tónlistarsmekkinn minn var sú staðreynd að ekkert af systkinum mínum var að hlusta á sömu tón- listina þegar ég kom í heiminn þannig að ég fékk alveg bestu bitana frá öllum ég fékk minn tfma til þess að ákveða mig hvar ég vildi standa, hvar ég vildi vera og hvaða músík mér fannst best þannig að óbeint var það besta veganestið fyrir mig. Elskaði poppkoms- plötuna Hvernig tónlist hlustaðir þú á þegar þú varst yngri? -Ég hlustaði mikið á hefðbundnar bamaplötur, ég elskaði poppkorns- plötuna. Mamma og pabbi keyptu mikið af barnaplötum í útlöndum, mikið af Walt Disney ævintýrum sem voru lesin upp á hljómplötum, það skipti mig engu máli hvort þau voru lesin upp á ensku, ítölsku eða spænsku, ég saug þau í mig. En Asdís elsta systir mín var að vinna sem barþjónn á Klúbbnum í gamla daga sem var eiginlega fyrsta diskótekið á Islandi. Hún kom stundum heim með heitustu diskó- plöturnar sem hún fékk frá plötu- snúðunum. Ég fékk diskóbakter- íuna þegar hún var að spila þessar plötur heima, þá hef ég verið um sex ára, þannig að þar var því fræi sáð, þegar ég var bara pínu pons. Þegar þú varst yngri hvað langaði þig helst í heiminum að verða? -Ég hef alltaf horft rosalega mikið á bíómyndir og sjónvarp. Mig lang- aði eiginlega mest að verða kvik- myndaleikstjóri því ég hef alltaf haft mikinn kvikmyndaáhuga. Ég á þann draum enn í dag og ætla ekki að fara í grölina fyrr en ég er búinn að gera allavega eina bíómynd, ég lofa þér því Hvað varð til þess að þúfórst að syngja fyrir fólk? -Það kom eiginlega bara af sjálfu sér. Málið er að öll fjölskyldan mín getur sungið, getum öll haldið lagi og höfum öll troðið upp undir ein- hverjum kringumstæðum. Ég söng í fyrsta sinn opinberlega fyrir framan fólk sem ég þekkti ekkert þegar ég var í barnakór Vesturbæjarskóla. Það hefur örugglega verið 1977, þegar ég var sjö ára, þá var Ragn- hildur Gísladóttir, tónlistarmaður, stjórnandi kórsins en hún fékk mig til að syngja einsöng með kórnum. Fyrir þann tíma hafði ég verið að syngja fyrir vinkonur mömmu í saumaklúbbnum hennar en ég reyndi alltaf að finna einhver tæki- færi til að troða upp. Stanslaust stuð, fyrsta lagið Hvað varstu gamall þegar þúfórst að semja þín eigin lög? -Fyrsta lagið sem ég samdi var Stanslaust stuð, þá hef ég verið 23 ára, ótrúlegt en satt. Ég hafði ekkert spáð í það að verða lagasmiður eða textahöfundur fyrir þann tíma. Attu þér uppáhalds tónlisto.rmann, Ijóðskáld og rithöfund? -Já, ég á uppáhalds allt þetta, ég mundi segja að uppáhalds tónlistar- maðurinn minn væri Burt Bacha- rach, hann hefur samið flest þau lög sem ég tengi mig mest við, hans blómaskeið hefur verið á árunum 1969 til 1970 og mér þykir rosalega vænt um mjög mörg lög sem hann samdi. Davíð Stefánsson er uppáhalds Ijóðskáldið mitt af þeim íslensku, ég get alltaf sótt í hann aftur og aftur, hann er ein af þjóðargersemum Islands. Rithöfundur, ég mundi segja Halldór Laxnes og Auður Haralds kemur fast á hæla honum, þetta eru þeir tveir rithöfundar sem ég hef fengið mest kikk út úr því að lesa. Hvað gefur þér innblástur þegar þú semur lög? -Veistu hvað, það er svolítið skrítið, ég ákveð aldrei fyrirfram um hvað lagið á að vera eða hvem- ig það á að vera. Fyrst kemur ein- hver laglína og ég prófa mig áfram með hana, ég geri kannski fullt af laglínum en margar þeirra enda síðan bara í ruslatunnunni en ef ég er farinn að llauta laglínuna með sjálfum mér og fæ hana á heilann þá get ég treyst því að annað fólk fái hana á heilann, þá vinn ég eitt- hvað út úr því. Ég get aldrei byrjað að semja texta fyrr en laglínan er komin, fyrst verður laglínan að koma og svo má textinn koma. Ég spyr laglínuna einhvern veginn unt hvað hún sé, hvað er þetta lag að segja mér, er þetta kannski brandari eða ástarsorg, er þetta eitt- hvað pólítískt eða einhvers konar yfirlýsing eða brjálæðislega mikill kærleikur. Laglínan segir mér ein- hvemveginn sjálf frá því um hvað hún er og út frá því koma einhver orð. Stundum kemur heill texti út frá einni setningu sem mér dettur í hug og ég hleð utan á hana eins og ég sé að skreyta jólatré. Spennandi að fara í stúdíó og klára lögin Hvernig tilfinning fylgir því að semja lög? -Ég reyni að treysta því að tilfinn- ingin haldist allan tímann, allt frá því að fyrsti tónninn kemur eða fyrsta orðið kemur í textann. Svo er brjálæðislega spennandi að fara í stúdíó og klára lögin, vinna við að prógrammera þau, útsetja þau, syngja þau inn og blanda þau. Mér finnst lögin í rauninni fæðast svolítið mikið í stúdíóinu og þau vakna til lífsins þegar maður er að hljóðblanda þau að lokum, þá gerast einhverjir töfrar og maður heyrir hvort það verður eitthvað úr þeim eða ekki. Attu eitthvert uppáhaldslag sem þú hefur samið sjálfur? -Já þau eru nokkur, fyrir mitt leyti

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.