Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2008, Side 39

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2008, Side 39
Fréttir / Fimmtudagur 18. desember 2008 39 Körfubolti 2.\Jéild kar(a: ÍBV 80 - Álftanes 55 - ÍBV 84 - Álftanes 76 ■ ■ Oruggt á öllum sviðum Á laugardaginn tók ÍBV á móti Álftanesi í 2. deild karla í körfu- bolta. Liðin höfðu einu sinni áður mæst í vetur, þá í bikarkeppninni í Vestmannaeyjum þar sem Eyjamenn höfðu betur 80:55. Svo virðist sem leikmenn IBV hafi tak á Álftnes- ingum því lokatölur urðu 82:71. Leikurinn var reyndar í járnum lengst af en í fjórða leikhluta fengu varamenn IBV tækifærið, nýttu það til hins ítrasta og kláruðu leikinn af öryggi. Eins og áður sagði var leikurinn í jámum. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 16:14 og 37:38 í hálfleik. Bjöm Einarsson, þjálfari liðsins, fór hins vegar illa að ráði sínu undir lok fyrir hálfleiks, fékk tvær ódýrar villur og þar með sína fimmtu villu. Það virtist hins vegar ekki koma að sök, aðrir tóku við kyndlinum en Baldvin Johnsen átti prýðisgóðan leik þrátt fyrir að skotnýtingin hafi oft verið betri og Þorsteinn Þor- steinsson var líka sterkur. Þá átti Alexander Jarl Þorsteinsson mjög góða innkomu, bæði í öðrum leikhluta og í þeim fjórða. Stig ÍBV: Baldvin Johnsen 20, Þorsteinn Þorsteinsson 17, Alex- ander Jarl Þorsteinsson 15, Jónatan Guðbrandsson 9, Sigurjón Lámsson 9, Kristján Tómasson 5, Björn Arnsteinn með spjaldið sem hann braut. Einarsson 5, Arnsteinn Ingi Jó- hannesson 2. Körfuknattleikslið ÍBV hafði á ný betur gegn Álftanesi í seinni leik liðanna á sunnudaginn en lokatölur urðu 84:76. Þótt leikurinn hafi farið fram í Eyjum, fór hann ekki fram á hinum hefðbundna heimavelli Eyjamanna því í upphitun gerðist það að einn leikmanna ÍBV tróð með slíkum tilþrifum að körfu- boltaspjaldið brotnaði. Svo skemmtilega vildi til að sá hinn sami er forstöðumaður Iþróttamiðstöðv- arinnar og spurning hvort hann verði settur í straff vegna skemmdaverka. Ekki er hins vegar ólíklegt að troðsla forstöðumannsins hafi verið dropinn sem fyllti mælinn, spjaldið hefur verið orðið lélegt enda aðrir og þyngri leikmenn sem troða hjá ÍBV. Leikurinn sjálfur var því færður í nýja íþróttasal hússins en þar er dúkur sem þykir ekki spennandi kostur fyrir körfuboltamenn í dag. Enda kom á daginn að gestirnir virt- ust ftnna sig mun betur lengst af í leiknum og skotnýting heimamanna var skelfileg. Eyjamenn náðu þó að hanga í gestunum í fyrri hálfleik og í lok þriðja leikhluta var jafnt 54:54. Eins og í fyrri leiknum var það einn af ungu leikmönnum ÍBV sem fór fyrir sínu liði í síðasta leikhlutanum en Kristján Tómasson fór hreinlega á kostum í seinni hálfleik. Eyja- menn náðu ágætu forskoti undir forystu Kristjáns og tryggðu sér átta stiga sigur, 84:76. Stig IBV: Sigurjón Örn Lárusson 24, Kristján Tómasson 23, Baldvin Johnsen 13, Bjöm Einarsson 13, Þorsteinn Þorsteinsson 5, Alexander Jarl Þorsteinsson 4, Jónatan Guð- brandsson 2. Handbolti 1. d. - ÍBV 35 - Fjölnir 21 Grétar skoraði 14 ÍBV mætti Fjölni á laugardaginn, leiknum var seinkað um tæpa þrjá klukkutíma vegna þess að Fjölnis- menn komu til Eyja með biluðum Herjólfi. Eyjamenn náðu strax yfirhöndinni í leiknum og náðu afgerandi forystu í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 15-9. í seinni hálfleik gaf Svavar Vignisson þjálfari Eyjamannna mörgum ungum og efnilegum leik- mönnum tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Ungu strákamir ollu engu vonbrigðum og héldu áfram að bæta í við forystu Eyjamanna. Leikurinn endaði að lokum með 14 marka sigri Eyjamanna 35-21 Mörk IBV: Grétar Eyþórs 14, Davíð Óskarsson 5, Brynjar Karl Óskarsson 4, Leifur Jóhannesson 4, Sindri Haraldsson 2, Bragi_ Magn- ússon 2, Birkir 2, Kristinn Ámason 2, Haraldur Pálsson 1. GRÉTAR stórskytta. SVANA ásamt verðlaunahöfum með verðlaun sem veitt voru á af- mælishátíð Ránar á sunnudaginn. Gígja Sunneva Bjarnadóttir þótti efnilegust og María Rós Sigurbjörnsdóttir náði bestum árangri á Tækni- æfingar í jóiafríi Líkt og undanfarin ár munu leik- menn og þjálfarar meistaraflokka ÍBV karla og kvenna sjá um tækniæfinganámskeið í knatt- spyrnu íjólafríinu 10 ára og yngri æfa 11:00 - 12:00 11 ára og eldri æfa 12:00 - 13:00 Ekki sitja í leti um jólin. Nýttu tímann og bættu knattspyrnu- tæknina þína. Æhngatimar: Allir tímarmr em i stóra sal íþróttahússins Laugardagur 20. Sunnudagur 21. Mánudagur 22. Laugardagur 27. Sunnudagur 28. Mánudagur 29. Þriðjudagur 30. Föstud. 2. jan. Laugard. 4. jan. 11:00- 13:00 11:00-13:00 11:00- 13:00 11:00-13:00 11:00- 13:00 11:00-13:00 11:00-13:00 11:00- 13:00 11:00- 13:00 Kostnaður fyrir hvern þáttakanda er 4.000 krónur. Kennarar eru: Leikmenn og þjálf- arar meistaraflokka ÍBV í karla og kvennaflokki. Gestakennarar: Margrét Lára Viðarsdóttir, Gunnar Heiðar Þor- valdsson auk annara. Eyjapeyjar á landsliðs- æfingum Þrír Eyjapeyjar, þeir Alexander Jarl Þorsteinsson, Jóhann Rafn Rafnsson og Pálmi Geir Jónsson hafa verið valdir í 28 manna æf- ingahóp U16 ára landsliðs íslands í körfuknattleik. Landsliðið mun taka þátt í Norðurlandamótinu í Svíþjóð á næsta ári en mun æfa milli jóla og nýárs. Aðeins þrjú félög eru með fleiri leikmenn en IBV á æfingunum, Breiðablik er með sex leikmenn og Suður- nesjaliðin Keflavík og Njarðvík með fjóra hvort. Grétar og Kristný eiga Jólahúsið í ár Lions og Hitaveita Suðurnesja veittu hjónunum Kristnýju Tryggvadóttur og Grétari Sæ- valdssyni viðurkenningu fyrir fallegustu jólaskreytinguna árið 2008. Hús þeirra stendur við Heiðartún 1 og er afar smekklega skreytt. „Skreytingarnar við húsið hafa verið með svipuðu sniði í mörg ár þannig að þetta kom skemmtilega á óvart. Það eru svo mörg hús í bænum með fallegum skreyting- um. Húsið okkur stendur lfka á þannig stað að það sést víða og það hefur kannski haft áhrif,“ sagði Kristný þegar hún var spurð út í viðurkenninguna. „Við erum mjög samstíga í þessu, Grétar á allan heiðurinn af því hvað þakkassinn er faiiega skreyttur því hann gerir útslagið og er mjög flottur hjá honum. Hann fær peyja til að hjálpa sér við að koma þessu upp því það er mikil vinna. Ég sé um hitt en við skreytum húsið fyrst og fremst fyrir okkur og auðvitað skemmti- legt að öðrum linnist þetta fal- legt.“ Kristný sagði að vissulega geti viðurkenning sem þessi verið hvatning en sýni fyrst og fremst að borin sé virðing fyrir því sem fólk er að gera. „Mér finnst mik- ilvægt að fólk skreyti, svo fram- arlega sem það hefur tök á því. Mér finnst mikilvægast að hafa skeytingarnar stflhreinar. Við þökkum fyrir þessa viður- kenningu og óskum öllum bæjar- búum gleðilegra jóla,“ sagði Kristný. AFHENDING Sigurjón Ingólfsson hjá Hitaveitu Suðurnesja, Kristný, Grétar og Friðrik Harðarson, for- maður Lionsklúbbsins.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.