Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 18
18 Fréttir / Fimmtudagur 18. desember 2008 INGI á skrifstofu sinni -Það er hins vegar erfitt að takast á við þau tilfelli þar sem ævisparnaður fólks hverfur að hluta eða öllu leyti. Við hér í útibúinu tökum slík mál mjög nærri okkur, segir hann. Stöndum saman í að verja og byggja upp öflugt byggðarlag -segir Ingi Sigurðsson, útibússtjóri Nýja Glitnis í Vestmannaeyjum, í viðtali við Omar Garðarsson. Hann segir að reyndar séu erfiðir tímar framundan í þjóðarbúskapnum og uppbygging að nýju á mörgum þáttum samfélagsins En margt hér í Eyjum hafi verið vel gert og Glitnir muni leggja sig fram um að styðja við samfélagið hér í heild sinni eins og hann hefur gert í áratugi Æ& Viðtal : % J Ómar Garðarsson om&r @eyjafrettir.. is Það má segja að Vestmannaeyingar hafi verið minntir á að hér er banki sem einhverjar töggur eru í þegar fréttin kom um fjármögnun Glitnis á nýsmíði Þórunnar Sveinsdóttur VE fyrir Ós ehf. Það var kannski fyrsta jákvæða fréttin fyrir Eyjamenn úr þessari áttinni síðan fall bankanna hófst með því að ríkið yfirtók Glitni. Síðan hafa dunið yfir okkur heldur óskemmtilegar fréttir úr bönkunum og sér ekki fyrir endann á þeim. Utvegsbankinn, síðar Útvegsbanki íslands, Islandsbanki hf. og loks Glitnir hafa í áratugi verið hryggbeinið í öllum atvinnurekstri í Vestmannaeyjm og hafa bæði fyrirtæki, ekki síst í sjávarútvegi og fjöldi einstaklinga átt mikið undir bankanum. Þar sem þeir hafa getað gengið að mjög hæfu starfsfólki sem alltaf er til þjónustu reiðubúið. Það skiptir Eyjamenn miklu máli hvernig Nýja Glitni, sem ríkið reisti upp af rústum þess gamla, reiðir af. Fréttir tóku hús á Inga Sigurðssyni sem heldur um stjórnartaumana í útibúi Glitnis í Eyjunt. Hann viðurkenndi að síðustu vikur og mánuðir hefðu verið bankafólki erfiðir en öll él létti upp um síðir og það muni verða raunin hjá Glitni og hann óttast ekki um stöðu Vestmannaeyja. Þjónustum fyrirtæki í samræmi við óskir Fyrsta spurningin var hvort hann teldi að Nýi Glitnir sé í stakk búinn til að takast á við að veita fyrirtœkjum í Eyjum sömu þjónustu og gamli Glitnir gerði? -Nýi Glitnir og forverar hans hafa um ára- tugaskeið leitast við að veita fyrirtækjum í Vestmannaeyjum þá þjónustu sem þau hafa óskað eftir. Eins og gefur að skilja eru þarfir fyrirtækja mismunandi eftir því í hvaða rekstri þau eru og hefur bankinn þjónustað þau í samræmi við þeirra óskir. I gegnum tíðina hefur bankinn komið að mörgum stórum og mikilvægum verkum hér í bæ. Nýlegt dæmi er fjármögnun á nýrri Þórunni Sveinsdóttur VE sem er sérstaklega mikil- vægt og ánægjulegt í ljósi þeirra umbrota sem eru í íslensku efnahagslífí. Útgerð hefur verið lífæð þessa byggðarlags og bankinn hefur um langt skeið kappkostað að þjónusta útgerð landsins sem best verður á kosið. I því sambandi hefur bankinn komið að margri nýsmíði og kaupum á skipum hér í bæ. Einnig hefur bankinn komið að mörgum „í gegnum tíðina hefur bankinn komið að mörgum stórum og mikilvægum verkum hér í bæ. Nýlegt dæmi er fjármögnun á nýrri Þórunni Sveinsdóttir VE sem er sérstaklega mikilvægt og ánægjulegt í ljósi þeirra umbrota sem eru í íslensku efnahags- lífi. Útgerð hefur verið lífæð þessa byggðarlags og bankinn hefur um langt skeið kappkostað að þjónusta útgerð landsins sem best verður á kosið.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.