Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 27

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 27
Fréttir / Fimmtudagur 22. febrúar 2007 27 af okkur. Námsmannaskipti, eins og eru milli Norðurlandanna og Fudan háskóla, gera það að verkum að skilningur milli þjóðanna eykst og það byggjast upp sambönd sem geta nýst báðum þjóðum. ZHAN við Guilfoss. Við í Kína getum lært margt af ykkur eins og þið Sannkallað draumaland / -Zhan Guang frá Kína var ánægður með heimsókn til Islands og Eyja ZHAN og Árni í Alþingishúsinu. Ýmislegt kom Zhan á óvart. í fyrsta lagi hvað þinghúsið er lítið, svona eins og forstofan í kínverska þinginu -Kom einnig á óvart hvað þingmaðurinn var hreinskiptinn og alúð- legur og kom fram við fólk á jafnréttisgrundvelli. Þetta er alvöru pólitík, sagði Zhan. Fyrir þremur vikum var hér á ferð- inni Zhan Guang sem er nemandi við Fudan háskóla í Shanghæ í Kína. Við forvitnuðumst um hann og hvað hann væri að gera hér svona langt að heiman og gáfum honum orðið. „Eg ólst upp í litlu þorpi á bökk- um Gula fljótsins í miðju Kína og eru íbúar þar um 100.000 manns. Þar er stundaður landbúnaður en einnig töluverður iðnaður þar sem við njótum j»óðs af samgöngum um fljótið. Eg komst inn í Fudan háskólann sem er í hópi þriggja virtustu háskóla í Kína eftir að hafa þreytt inntökupróf sem um fimm- hundruð þúsund manns tóku þátt í og varð ég nr. 23 í þeim hópi og komst því inn. Eg lauk námi sem skipaverkfræð- ingur en stjórnmálin hafa heillað mig lengi og sneri ég mér því að stjórnmálafræðinni. Eg hef unnið með náminu við Norræna setrið í háskólanum en það er stofnun sem styrkt er af Norðurlöndunum og er hugsuð til að efla samskipti og samvinnu Kína og Norðurlandanna í námi og viðskiptum. I skólanum kynntist ég Helgu Kristínu Kolbeins sem var að læra opinbera stjórnsýslu þar. Er norska ríkisstjórnin bauð mér til náms- dvalar í Noregi þá notaði ég tæki- færið til að koma til Islands og auðvitað til Vestmannaeyja sem hafa heillað mig mikið eftir lestur bóka um Island." Náttúran og mannlífið heillandi „Þegar maður kemur frá þéttbýlinu í Kína þá finnst manni að Island og sérstaklega Vestmannaeyjar sé dularfull ævintýraveröld. Þið horfið út um gluggann og sjáið náttúruna í öllu sínu veldi, heyrið og sjáið hafið berja klettana, getið séð bæði sólina og tunglið um hábjartan dag, það hef ég aldrei séð. Himinninn svo heiður og tær og stjörnubjart að nóttu en ég hef aldrei séð stjörnur í Shanghai og afar sjaldan heiðan himin vegna misturs frá iðjuverum og umferð. Þið lifíð hér í sátt við náttúruna og engu máli virðist skipta hvort náunginn sé alþingis- maður, verkamaður eða embættis- maður, þið komið eins fram hvert við annað. Eg skoðaði Framhalds- skólann með Helgu og var í kennslustund með henni. Þar velja nemendur námsbrautir sínar eftir hugðarefnum og kennarar koma fram við nemendur sína á jafnréttis- grundvelli. Hvort tveggja væri óhugsandi í Kína. I ævagömlu kín- versku handriti er lýst þjóðfélagi sem er eins konar Paradís eða Utópía. Þjóðfélag sem er einangrað frá öðrum og allir lifa saman í sátt og samlyndi við góð lífskjör, þið komist næst því að vera það full- komna samfélag af þeim sem ég hef kynnt mér, sannkallað drauma- land. Þinghúsið Mér var boðið að heimsækja Al- þingi og tók Árni Johnsen, alþing- ismaður ykkar, þar á móti mér, leiddi mig um húsið og ræddi við mig um flokkakerfið á Islandi og stöðuna í efnahagsmálunum. En bankarnir voru að hrynja um þetta leyti. Ég var mjög stressaður og vissi eiginlega ekki við hverju ég mætti búast að koma inn í þing- húsið og hitta alþingismann því að í Kína er afar sjaldgæft að fólk fái tækifæri að koma þar inn og hvað þá hitta þingmenn en margt kom á óvart. í fyrsta lagi hvað þinghúsið er lítið, svona eins og forstofan í kínverska þinginu, en afar fallegt og ekki síður hvað þingmaðurinn var hreinskiptinn og alúðlegur og kom fram við fólk á jafnréttis- grundvelli. Þetta er alvöru pólitík. Einnig fór ég í skoðunarferð hjá Alþýðusambandinu og Starfs- greinasambandinu og hitti fjölda fólks þar. Mér sýnist verkalýðs- hreyfmgin vera öflug á íslandi. Hitti forsetann aftur Ég var á Islandi í heila viku, fór víða og kynntist náttúrunni og menningunni og hitli fjölda fólks. Það er greinilegt að þjóðfélagið stendur föstum fótum og sýnist mér að þið séuð vel í stakk búin að takast á við kreppuna þó bakslag verði í lífskjörum um einhvern tíma. Sem dæmi um hve Island er ótrúlegt þjóðfélag þá var ég að skoða Bessastaði ásamt Arnari og Helgu. Ég var að taka myndir og þá birtist forsetinn skyndilega ásamt eiginkonu sitini. Voru þau að koma úr gönguferð með hundinn sinn og ræddi ég aðeins við þau. Þetta sæi ég ekki gerast í nokkru öðru landi. En áður hafði ég hitt forsetann í Shanghai er hann hélt fyrirlestur í háskólanum, fyrirlestur sem var gerður góður rómur að og kveikti áhuga margra á Islandi. Alvaran framundan Nú sný ég aftur til Noregs og held sfðan aftur til Kína í febrúar. Ég býst við að stunda nám í stjórn- málafræðinni næstu tvö árin og fer svo til Beijing eftir það að vinna í stjórnsýslunni. Við f Kína getum lært margt af ykkur eins og þið af okkur. Námsmannaskipti eins og eru milli Norðurlandanna og Fudan háskóla gera það að verkum að skilningur milli þjóðanna eykst og það byggjast upp sambönd sem geta nýst báðum þjóðum. Þó þið séuð að ganga gegnurn vissa erfiðleika nú þá munið þið komast í gegnum þá. Þið eigið gott jyjóðfélag og á íslandi býr gott fólk. Eg vil þakka fyrir frábærar mót- tökur hjá öllum sem ég hitti. ísland og sérstaklega Vestmannaeyjar munu eiga bústað í hjarta mínu um alla framtíð," sagði Zhan að endingu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.