Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 33

Fréttir - Eyjafréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 33
Fréttir / Fimmtudagur 18. desember 2008 33 / Kristín Asmundsdóttir, formaður Ránar, er stolt af sínu fólki á 20 ára afmælinu: Forréttindi að fá að koma að þessu starfi -Þörf barna fyrir hreyfingu er mikil og þá koma fimleikar sterkir inn Viðtal Omar Garðarsson omar @eyjafrettir..is Það er stundum sagt að auðveld- ara sé að komast í ábyrgðar- stöður hjá íþróttahreyfingunni en að losna. Astæðan er mikið álag og tíminn sem fer í þetta og svo er starfið oft ekki metið að verðleikum. Þó allt sé unnið í sjálfboðaliðsvinnu. Kristín Asmundsdóttir, formaður Fim- leikafélagsins Ránar, er dæmi um þetta en henni er sama. Já, hjartanlega sama þvf henni finnst starfið svo skemmtilegt og gef- andi. Og starfsemin er blómleg, iðkendur um 160 og flest árin hafa keppendur frá Rán komið heim með verðlaun af Islands- mótum og Islandsmeistaratitl- arnir eru orðnir þó nokkrir. Margir koma að starfinu Fréttir tóku hús á Kristínu á föstudaginn en þá var mikið framundan, afmælis- og jólasýn- ing á sunnudaginn þar sem búast mátti við allt 700 manns. En Kristín er afslöppuð enda vinna margar hendur létt verk hjá Fim- leikafélaginu Rán sem var stofn- að 29. nóvember 1988. „Það má segja að ég sé for- maður Ránar í þriðja sinn en samtals eru þetta orðin fimm ár hjá mér í formennskunni,“ segir Kristín þegar hún er spurð hvað lengi hún hafi verið formaður. „Fyrst var ég formaður 2001 til 2003, næst 2005 til 2006 en þá tók ég mér nokkurra mánaða hlé, tók við aftur sama ár og er enn formaður. Fyrir mig er þetta engin nauð því mér finnst þetta svo gaman. Mótin og sýning- arnar, frábærir iðkendur og þjálfarar og mikill áhugi gerir starfið bæði létt og skemmtilegt. Þetta byrjaði með því að yngsta dóttirin, Kristín Rannveig Jónsdóttir, fór í fimleika sem hún stundaði í 13 ár. Sem foreldri var ekki endalaust hægt að segja nei þegar maður var beðinn um að gera eitthvað. Nú er hún hætt og farin að þjálfa en ég er hér enn.“ Þegar Kristín er spurð um eigin afrek í íþróttum segist hún aldrei hafa stundað íþróttir sem er þó ekki að öllu leyti rétt. „Ég var aldrei í íþróttum sem krakki en núna stunda ég golf sem er bæði hressandi og skemmtilegt.“ Kaupa öll tæki Kristín átti von á góðri aðsókn á afmælissýninguna eins og varð reyndin. „Ég var búin að panta salinn með löngum fyrirvara til að við gætum verið með sýning- una á afmælisdaginn, 29. nóvem- ber, en við urðum að fresta henni þegar Islandsmótið í almennum fimleikum var sett á sömu helgi. Það kom af sjálfu sér því við áttum að sjálfsögðu krakka á mótinu.“ Fimleikum var sköpuð góð að- staða í nýja íþróttahúsinu en Kristín segir það kosta talsverða vinnu að þurfa að deila salnum með öðrum íþróttagreinum. „Við þurfum að kaupa öll okkar tæki sjálf og nú síðast keyptum við nýja fíberbraut með hlaupa- og lendingardýnum. Við urðum fyrir barðinu á fjármálakrepp- unni því upphaflega átti brautin að kosta 2,9 milljónir en kostaði 3,5 milljónir þegar upp var staðið. Dýnur og annar búnaður sem við notum tekur mikið pláss og nú vantar okkur geymslur. Eins kostar það mikla vinnu að KRISTÍN og Kristján Erlendsson, formaður Fimleikasambandsins, sem mætti á jóia- og afmælissýninguna á sunnudaginn. TILÞRIF Á SÝNINGU Sýningar Ránar hafa alltaf verið vinsælar og hér má sjá eina stúlkuna sýna snilldartilþrif á sýningunni á sunnudaginn. gera klárt og ganga frá eftir æfingar. Það verðum við að gera því fleiri þurfa að nota salinn.“ Starfið er í föstum skorðum, reglulegar æfingar, keppnir og sýningar og breiddin er mikil því börn allt frá tveggja ára aldri stunda æfingar upp í 16 til 17 ára. „Við erum með fimleika- skóla á laugardögum sem er mjög vinsæll. Þar koma krakkar allt frá tveggja ára aldri með foreldrum sínum og er vandséð hvorir skemmta sér betur. Einn afinn tók upp á því að mæta og skemmti hann sér ekki síður en aðrir. Það er alltaf eitthvað um að krakkar hætti hjá okkur en mörg koma inn aftur og í dag eru þetta um 160 krakkar sem stunda reglulega æfingar hjá Rán. Ég segi stundum við fólk upp á landi, að það geri sér ekki grein fyrir því hvað starfið er öflugt hjá okkur. Til að stjórna erum við með níu þjálfara og yfir þeim er Svanfríður Jóhanns- dóttir. Heppin með keppnisfólk Kristín er augsýnilega stolt af sínu fólk þegar minnst er á ár- angur Ránarfélaga í lands- mótum. „Við höfum verið ótrú- lega heppin með keppnisfólk og það hefur náð frábærum árangri. Ég er ekki alveg með á hreinu hvað Islandsmeistaratitlarnir eru margir, en miðað við fjölda eru þeir ótrúlega margir. Við þurfum að koma með dómara á öll mót sem við tökum þátt í og núna eigum við þrjá dómara í áhalda- iimleikum og sex í almennum- og hópfimleikum.“ Kristín segir þetta kostnaðar- samt því senda þarf dómara á námskeið hjá Fimleikasam- bandinu og það sama gildir um þjálfarana. „Þeir þurfa síðan að standast próf og það er bara jákvætt. Þjálfarar og iðkendur verða ánægðari sem skilar sér í betra og markvissara starfi.“ Kristín segir að góðir þjálfarar hafi verið lán félagsins og það sama megi segja um iðkendur og þá sem komið hafa að stjórnun þess. „Við byggjum því á traust- um grunni þegar við lítum til framtíðarinnar. Hún verður flott ef álíka mörg börn stunda áfram fimleika og foreldrar nenna að halda uppi starfinu. Það eru líka forréttindi að fá að koma að þessu starfi því þörf barna fyrir hreyfingu hefur aldrei verið meiri. Iþróttamiðstöðin er í göngufæri hjá flestum ef ekki öllum þannig að foreldrar þurfa ekki að eyða mörgum klukku- tímum á viku í að keyra börnin á æfingar. Það eru líka forréttindi því við höfum svo mikinn tíma sem Reykvíkingar þurfa að eyða á rauðu ljósi,“ sagði Kristín sem að lokum vildi vekja athygli á heimasíðu félagsins 123.is/svanah-joh og þakka öllum sem með einum eða öðrum hætti hafa styrkt starfið. Stjórn félagsins Formaður Kristín Ásmunds- dóttir, varaformaður Anna Hulda Ingadóttir, ritari Helga H. Henrysdóttir, gjaldkeri Una Ingimarsdóttir, innheimta Guðbjörg Guðjóns- dóttir meðstjórnendur Jóhanna Inga Jónsdóttir og Jóna Guðmunds- dóttir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.