Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Síða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Síða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 29. október 2009 Umhverfis- og skipulagsráð: Athugasemdir við bílastæði á miðsvæði: Fasteignir ekki allar til sóma IBV fjarlægi mannvirki úr Herjólfsdal sem tengjast þjóðhátíð TILLAGAN sýnir hílastæöi sem verða merkt og er ekki áætlað að setja bílastæði fyrir framan Stakkagerðistún. Umhverfis- og skipulagsráð fundaði miðvikudaginn 21. október. Þar var fjallað um breytingartillögu sem send var til kynningar 29. september sl. um bílastæði við Hilmisgötu og umferð við Stakkagerðistún. Eitt bréf barst ráðinu frá íbúum Hilmisgötu 7 dags. 19.10.2009. Við afgreiðslu ráðsins kemur fram að ráðið þakkar góðar ábendingar bréfritara og áréttar að allar fram- kvæmdir verða áfram í fullu sam- ráði við íbúa götunar. Tæknilegar útfærslur s.s. niðurföll, gangstéttir og lýsing verða kynntar íbúum áður en til framkvæmda kemur. Hilmis- gata verður sem áður vistgata og er götuþrengingu ætlað að draga úr umferðarhraða, sem og kantsteinar sem lagðir verða með Stakka- gerðistúni til afmörkunar götu. Tillagan sýnir bílastæði sem verða merkt. Ekki er áætlað að setja bfla- stæði fyrir framan Stakkagerðistún enda er töluverður fjöldi stæða austar við götuna. Ráðið fól skipulags- og bygginga- fulltrúa framgang erindis. Fresta afgreiðslu vegna bílastæða miðsvæðis Ráðið tók líka fyrir breytingatillögu sem send var til kynningar 28. sept- ember sl. um bílastæði og göngu- leiðir á miðsvæði, bak við Hótel Þórshamar og Apótekið. Fjögur bréf bárust ráðinu, þ.e. frá Gísla V. Einarssyni f.h. Hótels Þórs- hamars, Braga I. Ólafssyni og Guð- jóni R. Sigurmundssyni Kirkjuvegi 10 til 12, Gísla Engilbertssyni f.h. eigenda að efri hæð Bárustígs 9 og frá Sigríði H. Gunnarsdóttur Vest- mannabraut 24. Ráðið frestaði afgreiðslu málsins Umsóknir um byggingarleyfi Umhverfis- og skipulagsráð tók á síðasta fundi fyrir umsókn frá Júlíusi G. Ingasyni og Þóru Gísla- dóttir Brimhólabraut 29 um leyfi til að stækka kjallara og gera bílskúr með aðkomu að vestan. Einnig er sótt um leyfi til að klæða húsið að utan með múrklæðningu á kjallara og hæð með Canexel utanhúsklæðn- ingu. Engar athugasemdir bárust úr grenndarkynningu og ráðið sam- þykkir fyrirliggjandi gögn þar sem teikningar eru í samræmi við skipu- lags- og byggingarlög. Þá var tekin fyrir umsókn frá Sigurjóni Pálssyni, f.h. Reglubrautar ehf., um leyfi fyrir glugga á suður- hlið 2. hæðar Vesturvegar 5, sbr. innsend gögn. Var það samþykkt af byggingafulltrúa þann. 8.10.2009. Ekki bæjarfélaginu til sóma Li'ka voru á dagskrá umhverfismál sem tengjast þjóðhátíðarhaldi og miðbæ Vestmannaeyja. Ráðið ítrekar bókun dags. 1. júlí 2009 og óskar eftir að leyfishafi, IBV-íþróttafélag, fjarlægi mannvirki úr Herjólfsdal sem tengjast þjóð- hátíð. Þá vill ráðið benda eigendum fast- eigna á miðbæjarsvæði á, að víða er ástandi ábótavant og ekki bæjar- félaginu til sóma. Er þess vænst að eigendur fasteigna sýni ábyrgð í verki og hugi að sínum eignum. Að öðrum kosti mun verða gripið til viðeigandi aðgerða skv. ákvæðum laga og reglna. Sjómannafélagið Jötunn varð 75 ára 24. október: Engin veisla en gáfu Hraunbúðum gjöf Sjómannafélagið Jötunn er 75 ára en félagið var stofnað 24. október 1934. í stað þess að halda afmælis- veislu albenti félagið Hraunbúðum gjöf sem kemur sér vel fyrir heimil- isfólkið. Sjómenn eru almennt sáttir við sína stöðu og þeir eru samnings- bundnir út næsta ár. Valmundur Vaimundsson, formaður Jötuns, sagði að félagið hafi ákveðið að gefa æfmgahjól til Hraunbúða því þörf haft verið lyrir annað hjól við stofnunina en þar var eitt fyrir. „Við höldum ekki veislu nema á tíu ára fresti þannig að það eru fimm ár í næstu,“ sagði Valmundur og telur sjómenn almennt nokkuð sátta við sína stöðu. „Menn eru þokkalega ánægðir með kaupið. Ef útgerðin gengur vel þá gengur vel hjá sjómönnum. Það er allt í föstum skorðunt hjá okkur. I Eyjum er gamalgróin útgerð og það hefur ekki verið neilt vesen undan- farin ár,“ sagði Valmundur. Um næstu helgi verður formanna- fundur Sjómannasambands Islands í Vestmannaeyjum en þeir eru haldnir ísfélagið sigraði í Á dögunum fór fram firmakeppni Taflfélags Vestmannaeyja en alls tóku 39 fyrirtæki þátt í keppninni og 11 skákmenn tefldu fyrir þeirra hönd. Fljótlega kom í ljós að Isfélagið, Hjólbarðastofan og Síldarútvegsnefnd myndu berjast um efstu sætin og fór svo að lokum að enginn náði fujjii húsí vinninga. ísfélagið hafði þó nau- man sigur, Hjólbarðastofan varð í öðru sæti og Síldarútvegsnefnd í því þriðja. Fyrir ísfélagið tefldi Sverrir Unnarsson, Kristófer Gautason tefldi fyrir Hjólbarðastofuna og Nökkvi Sverrisson fyrir S íldarútvegsnefnd. GJOFIN afnent: Valmundur, Sigurður Sveinsson, Sigurleif Guðfinnsdottir og Magnus Jonasson, forstöðu- á milli þinga, annað hvert ár. „Trú- lega verða hér um tuttugu og fimm manns frá félögum úti á landi og í heildina um fjörutíu manns í tengslum við fundinn. Það eru tíu ár síðan formannafundur var haldinn í maður Hraunbúða. Eyjum.“ sagði Valmundur, formaður Jötuns að endingu. firmakeppni TV MAGNÚS KRISTINSSON, útgerðarmaður fór í fótspor sinna manna og brá sér á námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna fyrir skömmu. Það stóð í heila viku og voru þeir að frá klukkan átta til fjögur á daginn. „Við æfðum m.a. björgun úr sjó, reykköfun sem reynir mjög á þerk og hæfni manna. En þetta var mjög gaman og margt að segja frá,“ sagði Magnús. Safnahelgi? Upplestur á safni og í Herjólfsbæ Rithöfundar stíga á stokk og lesa upp úr verkum sínum í lengslum við Nótt safnanna/Safnahelgi á Suðurlandi 5 til 8. nóvember. I Safnahúsi kynna rithöfundar bækur sínar á laugardag og á Skjalasafninu verða fundargerð- arbækur og gögn frá Kvenfé- laginu Líkn til sýnis. Viktor Arnar Ingólfsson les upp úr bókinni Sólstjakar og Jón Kalman Stefánsson úr Harmi englanna. Þá les Ottar Norðfjörð upp úr Paradísarborginni þannig að nú ættu áhugamenn um bækur að taka frá tíma því upplesturinn hefst klukkan 14.00. Um kvöldið verður áfram lesið í Herjólfsbæ. Þá kynnir Magnús Eiríksson tónlistarmaður bók sína, Reyndu aftur og Jóna Ingibjörg Jónsdóttir kynnir og ræðir nýja bók sína Kynlíf - heil- brigði, ást og erótík. Rafmagnstruflanir: Flug fugla á raflínur líkleg skýring Undanfamar vikur hefur verið töluvert um truflanir á rafmagni í Eyjum. Ekki er fullskoðað hverjar ástæður þessara truflana em, en einhverjar truflanir má rekja til flugs fugla á Vikurlínu, 33kV dreifilínu sem liggur milli dreifistöðvar í Rimakoti og Víkur í Mýrdal og orsakar það blikk í Eyjum. Af þessu eru töluverð óþægindi, einnig höfum við heyrt að fólk haft orðið fyrir tjóni á rafmagns- tækjum. HS Veitur hafa verið í sambandi við Landsnet vegna þessara truflana og þessa dagana standa yfir gæðamælingar á raf- magninu til Eyja. Niðurstaða úr þeim ætti að liggja fyrir í byrjun nóvember og vonum við að unnt verði að finna varanlega lausn á þessu máli t samvinnu við Lands- net sem allra fyrst. Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480378-0545) - Vestmannaeyjuni. Ttitetjóri: Ómar (íaitlarsson. Blaðamenn: (luðbjötg Sigurgeimlóttir og .lúlíns Ingason. íþróttir: Ellcrt Seheving. Ábyrgdanuenn: Ómar (iarðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyja]irent. Vestmannaeyjum. Aðsetnr ritstjómar: Stranðvegi 47. Símar: 481 1800 & 481 8310. Myndriti: 481-135)3. Netfang/rafpóstur: fivttir@eyjafrettir.is. Veffang: httji/Avww.eyjafrotti r.is FRÉTTER koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt i áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, TMstínmn, Tnppnum, Vöruval, Herjólfi, Plughafnarvei-sluninni, Kninunni, ísjakaiiuni, verslun 11-11 og Skýlinu i Eriðarhöfn.. ERÉTi'lR eru prentaðar i '4000 eintökum. ERÉTi'IR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getíð.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.