Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Blaðsíða 19
Fréttir / Fimmtudagur 29. október 2009 19 Körfubolti: Nenad Musikic, nýr þjálfari ÍBV Eigum að draga krakkana frá tölvunum og inn í íþróttasalina METNAÐARFULLUR. Nýi þjálfarinn Nenad Musikic frá Svartfjallalandi er mjög metnaðarfullur og segir sinn stærsta sigur þegar ungir leikmenn spila fyrir meistaraflokk síns félags. Körfuknattleiksfélag ÍBV hefur ráðið til sín 43 ára þjálfara sem kemur til með að sjá um alla flokka félagsins nema þá allra yngstu. Nenad Musikic heitir maðurinn en hann kemur frá Svartfjallalandi. Hann hefur áður þjálfað á Islandi en veturinn 2007-2008 þjálfaði hann yngri flokka hjá Breiðabliki. Mestu reynsluna hefur hann frá sínu heimalandi, fyrst Júgóslavíu sem liðaðist í sundur, svo Serbíu og Svartfjallalandi sem urðu svo að sitt hvoru ríkinu þannig að síðast þjálfaði hann í Svartfjallalandi. Júlíus Ingason settist niður með Nenad og fræddist aðeins um manninn. „Mér líður eins og ég hafi stundað körfubolta frá því að ég fæddist en ég byrjaði á þrettánda ári og spilaði upp í gegnum alla yngri flokkana áður en ég sinnti herskyldu í 15 mánuði. Stuttu eftir að ég sneri aftur fótbrotnaði ég illa sem varð til þess að ég þurfti að leggja skóna á hilluna. Þetta var mjög erfiður tími enda var ég í níu mánuði í gipsi og ég hef aldrei náð mér á strik á ný,“ sagði Nenad um feril sinn inni á vellinum. Meiösli komu honum í þjálfun En þótt hann gæti ekki spilað sjálfur vantaði ekki áhugann og faðir hans, þekkti þjálfara félagsins og hann sagði að það væru tvær leiðir fyrir hann að svala körfuboltaþorstanum. „Önnur leiðin væri að fara á ritaraborðið, verða svo aðstoðar- dómari, aðaldómari, setjast í stjórn og vinna sig þannig upp. Hin leiðin væri að verða þjálfari og um leið og hann sagði Jretta, þá ákvað ég að feta þá leið. Eg byrjaði því ungur að þjálfa og þótt ég sé ekki mjög gamall, þá hef ég meiri reynslu en margir mér eldri menn.“ Nenad byrjaði eins og flestir að þjálfa yngri flokka 1988 og aðeins tvéimur árum síðar var hann orðinn aðstoðarþjálfari í efstu deild í júgóslavnesku deildinni, sem þá var ein af sterkustu deildum í heimi. „Ég var þá yngsti aðstoðarþjálfari í deildinni frá upphafi, aðeins 24 ára gamall og þarna fékk ég mikla reynslu sem ég leitaðist eftir. Ég hafði lært allt sem ég fann í bókum þannig að mig skorti bara reynslu. Ég var aðstoðarþjálfari í tvö tímabil en eftir það flutti ég mig yfir í akademíu hjá félaginu þar sem hugað var að þróun framtíðar körfu- boltamanna. En á þessum tíma voru umrótatímar í Júgóslavíu. félagið varð gjaldþrota og ég missti vinn- una. A sama tíma var þáverandi eiginkona mín ólétt og við misstum íbúðina sem fylgdi starfinu. En aðeins nokkrum dögum síðar fékk ég nokkur tilboð, m.a. frá Red Star í Belgrad, sem var næststærsta félag landsins. Belgrad var hins vegar of langt í burtu og ég ákvað því að taka þátt í uppbyggingu á nýju félagi þar sem allir fengu að koma og æfa, sama hver fjárhagsleg staða foréldra var og hlutimir þróuðust þannig að ég varð forseti félagsins.“ Vil planta fræi og sjá það blómstra Nenad var þannig orðinn allt í öllu í nýju félagi og hlutimir gengu vel. Tveimur árum síðar var litla félagið orðið dótturfélag úrvalsdeildarliðs sem fjármagnaði um leið starfsem- ina. En hlutirnir breyttust enn og aftur, úrvalsdeildarliðið missti sinn stærsta stuðningsaðila og fór á hausinn. Nenad var því aftur kominn á byrjunarreit. „Þetta var árið á árunum 1996 til 2002 en nokkrir af þeim sem ég þjálfaði hafa náð mjög langt. Tveir Íeika í úrvalsdeild og spila með serbneska landsliðinu, einn er í Bandaríkjunum í háskólakörfubolta og einn leikur í efstu deild í Svartfjallalandi. En eftir að félagið fór á hausinn var ég 36 ára og mig langaði að komast að í öðru landi, sérstaklega í Norður-Evrópu. Ég vil komast í þjálfarastöðu hjá félagi sem er að byggja upp. Ef mér byðist að þjálfa Barcelona þá myndi ég segja nei takk. Astæðan er sú að þar hafa margir þjálfarar unnið marga titla. Ég yrði bara eitt nafn á þeim lista og það þætti ekki mikið afrek. Ég vil frekar planta fræi og sjá tréð vaxa í staðinn fyrir að taka við full- vöxnu tréi og tína bara ávextina af því.“ Nenad gekk ekki vel að koma sér á framfæri þar sem umboðsmenn sáu ekki gróðavon í þjálfara sem vildi bara þjálfa hjá litlum félögum. Hann sótti mót og reyndi að koma sér að og að lokum hitti hann á íslending. „Ég fór á mót í Eistlandi og þótt ísland hafi ekki verið að spila þar þá var fulltrúi FIBA frá Islandi, Pétur Rafn Sigurðsson. Hann var hjá Breiðabliki sem var að leita sér að þjálfara. Samningavið- ræður tóku skamman tíma og stuttu síðar var ég kominn til Islands." Stærsti sigurinn er að búa til leikmenn Honum gekk vel í Breiðabliki, félaginu gekk betur en oft áður og tveir fiokkar spiluðu til úrslita í bikarkeppninni. Hans stærsti sigur, að hans mati, var samt að skila einum leikmanni upp í meistara- flokk. „Það er mitt markmið, að búa til góða körfuboltamenn. Hjalti Már Ólafsson spilar nú með meistara- flokki og stendur sig vel en hann var í 10. flokki þegar ég var hjá þeim. Hugmyndin var að ég yrði áfram en þá tók við óvissa hjá félaginu með fjármögnun þannig að þeir sáu ekki fram á að geta haldið mér. Þá fór ég aftur til Svartfjallalands, hélt úti ein- staklingsæfingum fyrir unga körfu- boltamenn en leitaðist eftir því að komast aftur að einhvers staðar á Norðurlöndunum. f sumar fékk ég nokkur tilboð en mér leist best á IBV sem hentaði mínum metnaði. Hér er ungt félag með unga og metnaðarfulla stjórn, menn sem þekkja körfubolta og vilja byggja félagið rétt upp. Okkar markmið er að færa IBV upp um eitt stig, samningaviðræður við félagið gengu mjög vel og hingað er ég kominn.“ Hefði uiljað koma fyrr til ÍBV Nú er tímabilið farið afstað, er ekki vont að koma svona seint til leiks? „Mér finnst það og ég hefði gjarnan vilja koma fyrr. En vandamál eru ekki til, heldur eru þetta bara verkefni eða ásk’orun sem ég vil sigrast á. Og ég tel að hér séu möguleikar til að ná langt. Ef Njarðvík, sem er bær með 3300 íbúa, getur haldið úti úrvalsdeildar- liði í öll þessi ár, af hverju ekki Vestmannaeyjar? Ég veit að fótbolti er íþrótt númer eitt og handbolti er mjög vinsæl íþrótt líka. En íþróttir eiga að styðja hver við aðra í gegnum yngri flokkana, þótt ég vilji auðvitað gera körfuboltann að íþrótt númer eitt,“ sagði Nenad hlæjandi. Hann bætir því við að í sínu heimalandi byrji krakkar ekki að æfa keppnisíþróttir fyrr en þau eru orðin tíu ára eða eldri. „Við reynum að fá krakka til að stunda frjálsar íþróttir, fimleika og sund. í frjálsum læra þau að hlaupa þannig að þegar þau koma í körfubolta eða aðrar keppnisíþróttir, þá þarf ekki að byrja á því að kenna þeim að hlaupa. I fimleikum læra þau liðleika og öðlast stökkkraft og í sundi æfa þau alla vöðva í lílcamanum. A þessum árum eiga krakkar að njóta þess að leika sér í íþróttum en upp frá tíu eða ellefu ára aldri má fara leggja meiri áherslu á keppnisíþróttirnar. Markmið okkar sem höldum úti æfingum er sameiginlegt og það er að draga krakkana út. frá tölvunum og í hreyfingu.“ Nenad segist hafa vitað talsvert um landið og körfubolta hér, áður en hann kom fyrst haustið 2007. „Fjórir fyrrum lærisveinar mínir voru að spila hér og ég fékk upplýsingar hjá þeim. Þannig að það var í raun og veru ekkert sem kom mér á óvart, ekki einu sinni veðrið,“ svarar Nenad hlæjandi. „Ef það var eitthvað sem ég átti erfitt með að venjast þá eru það björtu sumarnæturnar. Én það var lfka það eina.“ Hvað sérðu fyrir þér að vera lengi hjá ÍBV? „Það er í raun og veru ekki undir mér komið. Ef menn kunna að meta það sem ég hef fram að færa og mér líkar við það sem hér er í boði, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að verá hér í lengri tíma. Það eina sem ég vil er að skapa bömunum mínum tveimur tækifæri til að mennta sig. Háskólagráða frá Svartfjallalandi hefur lítið vægi í Evrópu en háskólagráða frá Norðurlöndunum er eftirsótt. Ef ég get unnið einhvers staðar á Norðurlöndunum og gefið börnunum mínum tækifæri til að koma til mín og mennta sig, þá er mínum markmiðum náð í lífinu. Helst vil ég festa mig í sessi í stað þess að vera að búa í ferðatösku. Minn draumur er að ÍBV spili eftir nokkur ár gegn KR í efstu deild karla og yngsti leikmaður liðsins er núna leikmaður í 10. flokki hjá félaginu. Ég vil komast með meist- araflokk í úrslit og helst að komast með liðið upp í 1. deild. Varðandi yngri flokkana þá græt ég það ekki ef við vinnum titla en meginmark- miðið er að búa til góða leikmenn," sagði Nenad og skoraði að lokum á krakka í Eyjum að prófa körfubolta. íþróttir Skyldusigur Karlalið IBV í handbolta vann annan leik sinn í röð um síðustu helgi þegar liðið lagði Fjölni að velli á sannfærandi máta, 26:40 en staðan í hálfleik var 11:23. Flestir eru á því að Fjölnir tefli fram slak- asta liðinu í deildinni og því í raun um skylduverkefni að ræða hjá IBV. En Eyjamenn hafa nú unnið tvo af þremur fyrstu leikjum sínum og virðast koma sterkir til leiks. Sigurður Bragason var markahæstur í leiknum gegn Fjölni með níu mörk en þeir Grétar Þór Eyþórsson, Ingólfur Jóhannesson og Amar Pétursson skoruðu allir fimm mörk. Nú tekur hins vegar við tveggja vikna hlé hjá ÍBV í deildinni en næsti leikur ÍBV er laugardaginn 7. nóvember þegar ÍBV sækir Víkinga heim. Töpuðu fyrir Laugdælum Körfuknattleikslið ÍBV tapaði í fyrsta leik sínum gegn Laug- dælum í Eyjum síðasta laugardag. Eyjamenn voru að leika sinn fyrsta leik í vetur og augljóst á upphafsmínútunum að leikæfing- in var í algjöru lágmarki. Enda var staðan eftir fyrsta leikhluta 12:28 og 28:43 í hálfleik. Eyjamenn neituðu þó að gefast upp og Albert Sævarsson, knatt- spyrnumarkvörður sem leikur með ÍBV í vetur í körfunni, jafn- aði metin 74:74 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. En gestirnir tóku þá góðan sprett og unnu 79:86. Næsti leikur liðsins er á laugardaginn þegar IBV tekur á móti B-liði Grindavíkur í bikarkeppninni en þáð verður jafnframt fyrsti leikurinn sem Nenad Musikic, nýr þjálfari liðsins, stýrir. Andri áfram og Tryggvi og Asgeir koma Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, ákvað að halda tryggð við liðið og skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við ÍBV. Andri var einn lykilmanna í sumar og var með tilboð frá Grindavík í vasanum en ákvað að vera áfram hjá ÍBV. Þá ákvað Tryggvi Guðmundsson, týndi sonurinn í knattspyrnunni, að snúa aftur heim og leika með ÍBV næsta sumar. Tryggvi, sem er 35 ára, gerði þriggja ára samning við IBV og er mikill happafengur fyrir hið unga lið. Asgeir Aron Asgeirsson, er sonur Asgeirs Sigurvinssonar, besta leikmanns ÍBV og íslands frá upphafi. Ásgeir á því ættir að rekja til Eyja og er góð viðbót við leik- mannahópinn. Auk þess hafa Eyjamenn leitað til Gunnars Heiðars Þorvaldssonar að snúa aftur til ÍBV. Þá er Atli Jóhanns- son laus frá KR og orðrómur uppi að nafni hans Heimisson vilji koma aftur til ÍBV. Kristín áfram Kristín Ema Sigurlásdóttir hefur samþykkt að spila áfram með ÍBV en þá má segja að lið ÍBV verði nánast óbreytt frá því í sumar. Kristín Erna var ein af lykilmönn- um liðsins og var valin besti leik- maður liðsins á lokahófi ÍBV. Hún skoraði 17 mörk í 16 leikjum Islandsmótsins í sumar en vitað var af áhuga úrvalsdeildarliða að fá hana í sínar raðir. Gáfu körfubolta í GRV Síðustu daga hafa foiTáðamenn Körfuknattleiksfélags ÍBV farið á milli bekkja í Grunnskóla Vestmannaeyja og gefið öllum bekkjunum körfubolta. Um leið hafa þeir látið krakkana fá æf- ingatöflur fyrir veturinn en uppátækið varð til þess að yngstu iðkendum körfuboltans hefur fjölgað talsvert. Ljósmyndari Frétta rakst á þá Baldvin Johnsen og Sigurjón Lárusson úr stjórn ÍBV þar sem þeir afhentu 1. MK boltann sinn og eins og sjá má voru krakkarnir mjög ánægð með heimsóknina.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.