Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.05.2011, Page 1

Fréttir - Eyjafréttir - 05.05.2011, Page 1
Viðgerðir og smurstöð -Sími 481 3235 Réttingar og sprautun Bílaverkstæði - Flötum 20 - Sími 481 1535 38. árg. I 18. tbl. I Vestmannaeyjum 5. maí 2011 I Verð kr. 300 I Sími 481-1300 I www.eyjafrettir.is GLEÐI í FYRSTA LEIK. Þeir fögnuðu innilega á Hólnum þeir Jósúa Steinar Óskarsson og Stefán Jónsson eftir að Tryggvi Guðmundsson hafði tryggt ÍBV sigur á Fram í fyrsta leik fslandsmótsins. Næsti leikur ÍBV er á laugardaginn þegar strákarnir taka á móti Fylki. Landeyjahöfn aftur opin - Verið lokuð í 16 vikur - Siglt eftir sjávarföllum í dag - Perlan nýttist illa í hafnarmynninu Landeyjahöfn var opnuð aftur í gær, miðvikudag, í fyrsta sinn í sléttar 16 vikur. Síðast sigldi Herjólfur í Landeyjahöfn miðvikudaginn 12. janúar. Þótt ekki sé búið að ná fullri dýpt í og við höfnina er þungu fargi létt af Eyjamönnum enda hafa samgöngur eftir áramót færst ára- tugi aftur í tímann með tilheyrandi afleiðingum. Samkvæmt upplýs- ingum sem fengust hjá Siglinga- stofnun verður dýpkunarfram- kvæmdum haldið áfram þangað til fullri dýpt verður náð. Fyrsta ferðin í Landeyjahöfn var farin klukkan 16:00 í gær en skip- stjóri í ferðinni var Ivar Gunnlaugs- son. Hann sagði í samtali við Fréttir að siglingin hefði gengið vel. „Þetta gekk allt saman alveg ljómandi vel og farþegar streyma nú frá borði. Það er ekki að sjá annað en að höfnin sé opin við þessar aðstæður. Hins vegar hangir það auðvitað saman við ölduhæð, vindstyrk og strauma hér við höfnina. Ef bætir mikið í vind þá er erfitt að sigla hér inn,“ sagði Ivar en í dag, fimmtudag er spáð svipuðu veðri og í gær en heldur á að bæta í á morgun, föstu- dag. Mikið var í húfi að opna höfnina í gær því von var á eitt þúsund kepp- endum og fylgdarliði á blakmót öldunga, sem haldið er í Eyjum þessa dagana. Herjólfur má flytja 400 farþega og hefði því aðeins getað flutt 800 til Eyja á miðvikudag, í stað 1200 þar sem Landeyjahöfn var opnuð. Fullt var báðar ferðimar til Eyja frá Land- eyjahöfn og svo gott sem fullt í morgunferðinni frá Þorlákshöfn. Sæta þarf lagi vegna sjávarfalla en ákveðið var að sigla eina morgun- ferð í dag, fimmtudag og tvær ferðir síðdegis. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust hjá Siglingastofnun hefur dýpkun ekki gengið eins vel og vonir stóðu til. Aðfaranótt mið- vikudags þurfti Skandia frá að hverfa í fjórar klukkustundir en tæki um borð biluðu vegna álags við dýpkun. Aðstæður hafa verið erfiðar síðustu sólarhringa^ vindur og talsverður straumur. Ákveðið hefur að senda Periuna frá Land- eyjahöfn þar sem skipið gat ekki athafnað sig í hafnarmynninu. Ekki er gert ráð fyrir því að Perlan hefji aftur dýpkun í Landeyjahöfn á næst- unni. Vandamálið er sterkur vindur og straumur sem gerir Skandia erfitt fyrir en ölduhæð hefur verið í lagi síðustu daga. Þó bendir allt til þess að Skandia þurfi frá að hverfa í dag, fimmtudag ef veðurspáin gengur eftir. Gert ráð fyrir Landeyjahöfn ÍBV og blakdeild Þróttar í Reykja- vík hafa umsjón með blakmótinu sem haldið er um helgina. Tryggvi Már Sæmundsson, framkvæmda- stjóri ÍBV, sagði að í öllu skipulagi hefði verið gert ráð fyrir að Land- eyjahöfn yrði komin í gagnið þegar mótið var ákveðið og enginn reikn- að með að hún yrði lokuð ári seinna. Skipuleggjendur komu hingað á þriðjudag og við eigum von á 1000 manns og meirihlutinn ætlaði að koma með Herjólfi úr Landeyja- höfn. Einhverjir eiga bókað með flugi í dag [miðvikudagj en meiri- hlutinn ætlaði að koma með Herjólfi um Landeyjahöfn," sagði Tryggvi. Ummælin á borgara- fundinum: Tilbúinn að vinna með Stíga- mótum - með því að styrkja for- varnir og vöktun á hátíðarsvæðum almennt, segir Páll Scheving Ummæli Páls Scheving, formanns þjóðhátíðarnefndar, á opnum borgarafundi í Höllinni í síðustu viku hafa vakið landsathygli. Harðar umræður hafa farið fram á spjallsíðum, facebook og í fjölmiðlum og virðist að mestu vera á einn veg. ítrustu kröfur eru að Páll segi af sér og jafnvel að þjóðhátíðin verði lögð niður. Páll svaraði með yfirlýsingu fyrir helgi en þar segir hann að Stígamót vinni bæði þarft og gott starf. Hann segir jafnframt að ummæli hans á borgarafundinum eigi rætur í aðkomu samtakanna að þjóðhátíð fyrir nokkru síðan. Þar vísar Páll til þess þegar Stígamót voru með fullyrðingar um fjölda afbrota sem ekki stóðust og sögðu fyrir hátíðina að hópur nauðgara væri á leið á hátíðina. Eftir það var samstarf- inu slitið en upprifjun á málinu er á blaðsíðu sex í Fréttum í dag. í yfirlýsingunni kemur Páll einnig inn á að á þjóðhátíð sé öflug viðbragðsáætlun við kyn- ferðisbrotum þar sem fagfólk fylgir fómarlömbum frá Herjólfs- dal og jafnvel inn á Landspítala ef því er að skipta. Auk þess sé miklum fjármunum varið í öryggisþætti hátíðarinnar til að koma í veg fyrir brot sem þessi. „Ég væri reiðubúinn að vinna með Stígamótum að því að styrkja forvarnir og vöktun á hátíðarsvæðum almennt. Kyn- ferðisbrot er óhugnaður, fólsku- leg árás sem skilur eftir djúpt sár. Þolendur eiga alla mína samúð. Hafi ummæli mín á fundinum meitt eða sært, biðst ég afsökunar. Það var ekki tilgangurinn," segir Páll. Nánar á blaðsíðu 6. VIÐ ERUM ÞJÓNUSTUAÐILI TOYOTA í EYJUM

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.