Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.05.2011, Síða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 05.05.2011, Síða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 5. maí 2011 Sjaldgæfur nornakrabbi hefur skelskipti á Fiskasafninu í Sæheimum - Fiskasafni eru núna til sýnis tvö eintök af krabba, sem er afar sjaldgæfur við Islandsstrendur. Um er að ræða nornakrabba (Paromola cuvieri) sem einnig hefur verið kallaður langfótungur. Fyrsti krabbi þessarar tegundar kom á Fiskasafnið árið 1967 og hin síðari ár hafa borist einstaka eintök á safnið. En árið 2010 var komið með fjóra nornakrabba á safnið. Hugsanlega er tegundin að verða algengari í sjónum við ísland vegna hlýnunar sjávar. Nornakrabbar, eins og önnur krabbadýr, stækka með því að hafa skelskipti nokkrum sinnum á æv- inni. Þá losa þeir sig við gömlu skelina og belgja sig út þangað til ný skel tekur að myndast. Meðan á þessu stendur er líkami þeirra mjúkur og dýrin mjög berskjölduð. Margir umhverfisþættir hafa áhrif á það hversu oft krabbadýr hafa skel- skipti og má þar nefna fæðuframboð og hitastig sjávarins. Núna um páskana hafði annar nornakrabbinn á safninu skelskipti og við fyrstu sýn virtist sem krabb- arnir væru orðnir þrír en enginn kannaðist við að hafa tekið við nýjum nornakrabba. Við nánari athugun kom í ljós að einn af hinum meintu kröbbum var tóm skel. Nornakrabbar eru nokkuð sér- kennilegir útlits. Eins og nafnið langfótungur gefur til kynna eru fætur þeirra nokkuð langir og virðast enn lengri vegna þess hve grannir þeir eru. Á skildinum og fótunum eru smáir gaddar og á milli augnanna eru þrír stærri gaddar. Áberandi einkenni langfótungs er að aftasta fótaparið er veigalítið og klærnar á enda þeirra krepptar inn á við. Þetta fótapar situr einnig ofar og nær skildinum en aðrir fætur krabbans. Það var fyrir nokkrum árum sem uppgötvaðist að krabbinn notar þessa fætur til að halda pétursskipum, svömpum eða öðrum flötum hlutum eins og hlífiskildi yfir búknum. Þetta atferli sást fyrst á Fiska- og náttúrugripasafni Vest- mannaeyja og var það Kristján Egilsson, safnvörður, sem tók eftir þessu sérkennilega atferli kabbanna. NORNAKRABBINN er sérkenni- legur í útliti. Leikskólakennarar mótmæla uppsögn - Telja að skammsýni ráði og vilja að bæjaryfirvöld dragi til baka uppsögn á leikskólafulltrúa Leikskólakennarar í Vestmanna- eyjum hafa sent frá sér ályktun þar sem þeir harma þá ákvörðun fræðslu og menningarráðs að fella niður starf leikskólafulltrúa. „Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þarf undirstaðan að vera traust. Starf leikskólafulltrúa hefur verið bakhjarl leikskólastarfsfólks og foreldra leikskólabama. Grein leik- skólafulltrúa í Fréttum (14. apríl 2011) sýnir að samskipti og fræðsla til foreldra er mjög mikilvæg. Áður hefur staða leikskólafulltrúa verið lögð niður og kom þá í ljós að tengilið vantaði milli leikskólanna og bæjaryftrvalda. Við teljum að hér ráði skammsýni og skorum á yfirvöld að draga upp- sögn leikskólafulltrúa til baka. Leikskólafulltrúi hefur unnið gott og faglegt starf sem við metum mik- ils. Fyrir utan daglegt starf hefur hún haldið utan um fjölbreytta þætti sem snúa að leikskólanum, svo sem námskeið, komu sérfræðinga til Eyja, nemendavemdarfundi, sumar- hátíð leikskólanna, leikskólastjóra- fundi, upplýsingar um þróun í leik- skólamálum annars staðar á landinu ásamt mjög mörgu öðru,“ segir í ályktun leikskólakennara. Fræðslu- og menningarráð tók ályktunina fyrir á síðasta fundi sínum. Ráðið þakkar bréfið en bendir bréfritumm á að ákvörðun ráðsins um að fella starf leikskóla- fulltrúa niður er tekin að vel ígrund- uðu máli. Ráðið skilur vel áhyggjur leikskólakennara vegna þessara breytinga en telur að faglegt starf á leikskóla sé áfram tryggt með hæfu Leikskólinn Sóli er annar tveggja leikskóla í Vestmannaeyjaum. og vel menntuðu starfsfólki. Sumarstúlku keppnin 2011 Sumarstúlkukeppnin 2011 verður haldin 28. maí næstkomandi í Höllinni. Alls taka fjórtán Eyja- stúlkur þátt í keppninni í ár, allar fæddar 1993 en Hjördís Elsa Guðlaugsdóttir er sem fyrr fram- kvæmdastjóri keppninnar sem nú er haldin í 24. sinn. Stúlkumar fjórtán má sjá á myndinni hér til hliðar. Þær eru, í aftari röð frá vinstri: Bylgja Dís Birkisdóttir, Sandra Dís Pálsdóttir, Arnþrúður Dís Guð- mundsdóttir, Elsa Lind Austfjörð Sara Rós Einarsdóttir, Rakel Hlynsdóttir, Dóra Kristín Guðjóns- dóttir, Arna Hlín Ástþórsdóttir og Sóley Guðmundsdóttir. I fremri röð frá vinstri: Halla Björk Jónsdóttir, Kristín Sólveig Kormáksdóttir, Rósa Sólveig Sigurðardóttir, Guðný Ósk Guðmundsdóttir og María Rós Sigurbjömsdóttir. -<ért i L Umhverfis og framkvæmdaráð: Eftirlit og endurnýjun björgunar- tækja Ólafur Þór Snorrason, fram- kvæmdastjóri umhverfis og fram- kvæmdasviðs, gerði grein fyrir viðræðum sínum við Björgunar- félag Vestmannaeyja vegna eftir- lits og endurnýjunar björgunar- tækja á Heimaey. Fyrir lá kostn- aðaráætlun frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja vegna endurnýj- unar og eftirlits björgunartækja við Kaplagjótu, Klauf, Brimurð, Stafsnes, Skans og Skansfjöru. Ráðið áréttar mikilvægi þess að björgunarbúnaður sé í góðu lagi, hvar sem hann er staðsettur á Heimaey og fól framkvæmda- stjóra að gera samning við Björgunarfélag Vestmannaeyja um kaup og uppsetningu á búnaði. Áætlaður heildarkostnaður er u.þ.b. 300 til 350 þúsund krónur. Bæjarstjórn um Landeyjahöfn: Vilja að lokið verði við fram- kvæmdina Bæjarstjóm Vestmannaeyja fjall- aði um framtíðarsamgöngur Vest- mannaeyja á fundi sl. fimmtudag. Þar lýsti stjómin yfir þungum áhyggjum af stöðu mála í Land- eyjahöfn og því fjárhagslega tjóni sem lokun hafnarinnar í vetur hefur valdið samfélaginu í Vest- mannaeyjum. í bókun bæjar- stjórnar segir að öllum megi vera ljóst að jafnvel þótt höfnin verði opnuð á næstu dögum muni hún lokast á ný næsta haust verði ekki gripið til ráðstafana. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa, allt frá því að byrjað var að ræða hafnarframkvæmd við Bakkafjöru, ítrekað bent á að stuðningur við framkvæmdina væri háður því að frátafir á ársvísu séu ekki umfram það sem verið hefur í siglingum til Þorláks- hafnar. Ábendingum þar að lút- andi hefur ætíð verið svarað af hálfu samgönguyfirvalda með því að Herjólfur geti siglt um höfnina í 3,7 metra ölduhæð og frátafir verði því ekki meiri en 5 til 10%,“ segir í ályktun bæjarstjórnar sem vísar ábyrgð á núverandi ástandi alfarið til samgönguyfirvalda og krefst þess að tafarlaust verði allra leiða leitað til að tryggja að Landeyjahöfn veiti þá þjónustu sem henni er ætlað. Þá minnir bæjarstjómin á að enn eru til 800 milljónir þar til kostn- aðaráætlun við framkvæmdina er náð og krefst svara frá samgöngu- yfirvöldum um til hvaða úrræða verði gripið til að ljúka fram- kvæmdum við Landeyjahöfn þan- nig að frátafir á ársvísu verði ekki meiri en 5 til 10%. Bæjarstjóm lítur svo á að fyrr sé Landeyjahöfn ekki fullbyggð. ÍJtgefandi: Eyjasýn ehf. 480378-0549 - Vostninnnaeyjuni. EitBtjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Guðbjörg Signrgeirsdóttir og Július Ingason. Ábyrgðarmenn: ÓmarGarðars- son & Gísli Valtjsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritBtjómar: Strandvegi 47. Síinar: 481 lijtili & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur. frettir@eyjttfrettir.is. Veffang: http//www.eyjafrettir. is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig i lausasölu á Kletti, TYistinum, Toppnum, Vöruvnl, Ilerjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni, Isjakannm, verslun 11-ll og Skýlinu i Friðarhöfn.. FRÉTTER eru prentadar i 2000 eintökum. FRÉTTTReru aðilarað Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprenhm, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óhoimilt nema heimilda sé getið. í +

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.