Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.05.2011, Page 17

Fréttir - Eyjafréttir - 05.05.2011, Page 17
Fréttir / Fimmtudagur 5. maí 2011 17 Sýning Hrafnhildar Ingu Sigurðardóttur í Einarsstofu í Safnahúsinu: Sýningin ákall um að Ægir konungur fari að slíðra sverðin Það er vel þess virði að kíkja við á Einarsstofu í anddyri Safna- hússins þar sem Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir er með máiverka- sýninguna Agjöf. A sýningunni eru olíumálverk, einkum sjávar- myndir af brimi, úfnum sjó og öldugangi. Sýningin stendur til 8. maí og er opin á sama tíma og Bókasafnið en auk þess á laugar- dögum frá kl. 11.00 til 16.00 og sunnudögum frá kl. 12.00 til 16.00. Hrafnhildur Inga, sem er fædd að Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð og ólst þar upp, hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í sam- sýningum hér og í útlöndum. Hún stundaði myndlistamám við Myndlistaskóla Reykjavíkur 1978 pg 1979, Myndlista og handíðaskóla íslands, nú Listaháskóla íslands, 1980-1984 og lauk þaðan prófi í grafískri hönnun. Arin 1999 og 2000 bætti hún við sig námi í olíumálun í Myndlistarskóla Kópa- vogs. Hrafnhildur Inga er meðlimur í SÍM, Sambandi íslenskra myndlist- armanna, Grósku, Félagi myndlist- armanna í Garðabæ og Álftanesi og hún sat í stjóm FIT, Félags íslenskra teiknara. Hún dvaldi í listamannafbúð Skandinaviska Foreningen f Róm 2004 og hefur dvalið í lista og fræði- Hrafnhildur Inga. mannsfbúðinni á Skriðuklaustri nokkrum sinnum. Á heimasíðu segir að Hrafnhildur Inga máli myndir sem lýsa skýjafari, veðurfari og sjólagi. Hún sé mikið náttúmbam og sæki myndefnið oft á sínar heimaslóðir í Fljótshlíðinni þar sem hún horfir eftir endilangri suðurströndinni þar sem skýin Fjölmargir gestir voru við opnun sýningarinnar í Einarsstofu sem er í anddyri Safnahússins. hrannast upp og velta sér eftir sjón- deildarhringnum og eru aldrei andartak eins. Oft er sem himinn og jörð renni saman og lokist yfir höfði manns. Þá birtist sólin augnablik, andartaks ljósbrot. Það er meðal annars það sem hún fangar í mynd- um sínum. Allt þetta þekkja Eyjamenn og vita að oft er ekki ljóst hvar hafið endar og himinninn tekur við. Þetta kemur mjög sterkt fram í myndum Hrafn- hildar sem em í senn fallegar og heillandi því henni tekst að fanga það þegar hafið tekst á við ljósið. Það er heldur ekki langt úr Fljóts- hlíðinni til Eyja en það getur líka verið svo óskaplega langt eins og Eyjamenn hafa mátt upplifa í vetur. Hafið er brúin á milli og má líta á sýninguna sem ákall um að nú fari Ægir konungur að slíðra sverðin og eðlilegar samgöngur verði milli Vestmannaeyja og okkar ágætu nágranna í Fljótshlíðinni og annars staðar á Suðurlandi. ÓG. Fríða Rögnvaldsdóttir, myndlistarkona úr Reykjanesbæ, opnar sýningu í Akóges Notar múrblöndu á striga í þrívíðar myndir Fríða Rögnvaldsdóttir, myndlist- arkona frá Reykjanesbæ, verður með sýningu í Akóges um helgina. Fríða hefur tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima og einnig haldið fjölmargar einkasýningar. Fríða fékk inngöngu í Academie of Fine Kunst í Tongeren í Belgíu árið 1999 og var þar í málun- ardeild til haustsins 2001. Auk þess hefur hún sótt námskeið í Myndlistarskóla Kópavogs í vatnslitamálun og hjá Myndlista- og handíðaskóla Islands í módel- og fjarvíddarteikningu. Mig er búið að dreyma um að koma til Eyja í mörg ár. Ég hef bara komið þangað einu sinni, fyrir fjörutíu árum,“ sagði Fríða þegar hún var spurð út í sýninguna og útskýrir nánar. „Maðurinn minn, sem ég missti fyrir tveimur árum, var minn gagnrýnandi og vildi að ég færi með myndimar mínar og sýndi í Eyjum og nú er ég að láta verða af því. Ég ætla að sýna í Akóges um helgina og verð með litlar og meðal- stórar myndir. Ég nota múrblöndu á striga og þetta eru allt þrívíðar lágmyndir," segir Fríða sem hefur FRÍÐA Rögnvaldsdóttir við vinnuaðstöðu sína en hún sýnir verk sín í Akóges um helgina. skapað sinn eigin stíl í myndlist og þróað áfram. „Sfðustu fimm ár hef ég sótt efnivið í gamla tímann sem kom til af því að ég var með sýningu í listasal Saltfiskssetursins í Grindavík. Ég fékk þá hugmynd að tengja mína sýningu við sýningu setursins á neðri hæð og gera fólk frá gamla tímanum að vinna í salt- fiski. Ég nota laxa- og hlýraroð í þær myndir. Fólkið mitt er andlits- laust, ég vil hafa þetta opið þannig að fólkið sem sér myndimar geti sjálft lifað sig inn í þær og skapað sínar eigin persónur,“ sagði Fríða en hún hefur m.a. sýnt í Lúxemborg, Belgíu, New York og myndir hennar kynntar á sýningu í Kanada. „Við Steinunn Einarsdóttir, mynd- listarkona í Eyjum, fórum ásamt fleiri íslendingum á NY Art Expo í New York 2007 og þar seldust myndir eftir mig. Síðan var mér boðið að vera hluti af Art 67 sem er gallerí á Laugaveginum og það gengur mjög vel,“ sagði Fríða og vonast eftir að sjá sem flesta á sýningunni í Akóges um helgina. Lögregla: Útivistartímar breytast með hækkandi sól Þann 1. maí sl. breyttist útivistartími bama og unglinga. Frá þeim tíma mega 12 ára böm og yngri vera úti til klukkan 22.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 24.00. Böm mega ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar em á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðs- samkomu. Aldur miðast við fæðingarár. Sigurdís opnar vinnustofci: Eyjamenn velkomnir við opnunina Föstudaginn 6. maí næstkomandi mun Sigurdís Harpa Amarsdóttir opna vinnu- stofu að Skipholti 9 í Reykjavík. Sigurdís býður Eyjamenn velkomna til að fagna því með sér frá klukkan 16-18. Meðal annars munu þeir félagar í GRM (Gylfi, Rúnar og Megas) stíga á stokk. Meðfylgjandi er mynd í vinnslu sem verður til sýnis við opnunina.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.