Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 08.12.2011, Qupperneq 10

Fréttir - Eyjafréttir - 08.12.2011, Qupperneq 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 8. desember 2011 Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns: Biblían og Gísli Þorsteinsson í Einarsstofu Ekki er lítið lagt undir í Einars- stofu á aðventunni, að tefla saman hinni helgu bók í ólíkum útgáfum og gömlum samstarfsmanni og vini Einars Sigurðssonar, þess er Einarsstofa er við kennd. Þó er skömm óhófsævin hér sem víðar, því um miðjan mánuðinn mun Steinunn Einarsdóttir ryðja hvorutveggja úr vegi og setja upp sýningu á andlitsmyndum úr Eyjum í bland við annan sam- tíning. Má vera að sum andlitin minni fremur á þrettándann en jólin, enda mun sýningin standa fram yfir jólalok. Myndlistarsýning safnsins að þessu sinni er úr smiðju heima- manns. Gísli Þorsteinsson frá Laufási er einn þeirra er glæðir Listasafn Vestmannaeyja lífi og litum. Róbert Sigurmundsson í Prýði á heiðurinn af því að koma myndum hans í skjól safnsins og er það eitt margra vinarbragða hans við Safnahúsið. Flestir Vestmannaeyinga muna Gísla, en þó er ekki víst að vit- neskjan um málaraástríðu hans hafi verið almannaeign. Sagt er að Gísli hafi lítið vilja gera úr kunn- áttu sinni og gjama sagt að hann málaði eingöngu fyrir sjálfan sig. Enda mun það vera svo að Gísla er lengst minnst hér fyrir þátt hans í atvinnuuppbyggingu Vest- mannaeyja, á frjóum tímum er Eyjamar breyttust úr fábrotinni verstöð í margþættan iðnaðarbæ. Hann var fæddur við upphaf umrótanna, nánar tiltekið 23. júní 1906 í Laufási, sonur hjónanna Þorsteins Jónssonar útvegsbónda þar og Elínborgar Gísladóttur. Ólst hann upp í stómm systkinahópi á heimili mikilla umsvifa. Gísli kvæntist árið 1940 Ráðhildi Áma- dóttur og tóku þau að sér kjörson, Gísla Má, rafmagnsverkfræðing. Þau slitu samvistir. Gísli andaðist 10. júlí 1987 á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja. Gísli var lengi verkstjóri hjá Einari í Hraðfrystistöð Vest- mannaeyja. Seinna stofnaði Gísli Fiskiðjuna, ásamt þeim Ágústi Matthíassyni og Þorsteini Sigurðs- syni. Varð það eitt öflugasta og afkastamesta frystihús landsins á þeim ámm. Gísli var þekktur fyrir að fylgjast vel með öllum nýjung- um og notfæra sér þær hugmyndir sem hann taldi vera hagkvæmar. Þessi em hin ytri kjör mannsins að því er heimildir greina. Glaðvær gæfumaður virðist hann alla tíð hafa verið. En Gísli átti sér aðra veröld, heim myndlistarinnar. Er ekki að efa að stundimar hafa oft og tíðum verið stopular við listsköpun að loknum löngum og annasömum degi. Þó er hvergi að greina eftirsjá í verkum hans. Þvert á móti birtist okkur málarinn með bamshjartað, naívistinn af Guðs náð sem innblásinn af þjóðsögum og glaðsinna fjöri endurspeglar von mannsins eftir hreinleika bemskunnar. Það er gott að njóta Gísla Þorsteinssonar til að minna okkur á inntak jólanna. Elsta Biblíuútgáfan frá árinu 1747 Við höfum jafnframt dregið fram úrval Biblíuútgáfa safnsins sem er með ágætum, enda þótt elstu út- gáfur vanti. Til em þó tvær Guð- brandsbiblíur, en báðar í ljós- prenti. Ljósprentin em þó fágætari en margur gæti haldið - aðeins 500 ljósprent vom gefin út af þeirri einstöku bók. Elsta útgáfa Biblíunnar í safninu er frá 1747, svonefnd Waysenhússbiblía sem kennd er við prentstað sinn, munaðarleysingjaheimilið Waysenhús í Kaupmannahöfn. Mun sú útgáfa vera hin fjórða útgáfa Biblíunnar. Þá taka við fjöl- margar útgáfur sem einnig em kenndar við prentstaðinn: Viðeyjarútgáfan frá 1841, m.a. fágætt eintak frá Ingólfi á Odds- stöðum, Reykjavíkurútgáfan frá 1859 og Lundúnaútgáfan frá 1866 úr fómm sjálfs Jóns í Gvendarhúsi svo helstar séu raktar. Þá er að finna á sýningunni elsta texta um jól á íslensku, úr Hómilíubókinni frá því um 1200. Liggur ljós- prentuð síða opin þar sem fyrst er fjallað um jólin og uppskrift á textanum lögð hið næsta. Jólakort úr safni Nýju Þá sýnum við fjölda jólakorta úr hinu rómaða jólakortasafni Kristnýjar Ólafsdóttur, er jafnan var kölluð Nýja; og er vistað á Skjalasafninu. Úr Byggðasafninu koma munir úr fómm hannyrða- kvennanna Guðbjargar Sigurþórs- dóttur, fyrmrn samstarfsmanns, og Ingibjargar Haraldsdóttur. Það er því margt að sjá og lesendur Frétta era hvattir til að líta við í Einarsstofu, en sýningin stendur fram undir miðjan mánuð. Að lokum má geta þess að ritað er upp jólaguðspjallið úr ólíkum Biblíuútgáfum til að sýna hvemig sá mikli boðskapur hefur verið orðaður á ólíkum tímum og í ólíkri menningu. Fyrsta útgáfa jólaguð- spjallsins á íslensku Fylgir hér að lokum jólaguð- spjallið eins og það er prentað hið fyrsta sinn á íslensku, úr Guð- brandsbiblíu frá árinu 1584. Enn það bar til á þeim dögum að það boð gekk út frá keisaranum Augusto það heimurinn allur skyldi skattskrifast. Og þessi skattskrift hófst fyrst upp hjá Kyrino sem þá var landsstjómari í Sýría. Og allir fóm að tjá sig hvör til sinnar borgar. Þá fór og Jóseph af Galilea úr borginni Nadsareht upp í Judeam til Davíðsborgar sú eð kallaðist Betlehem af því að hann var af húsi og kyni Davíðs að hann tjáði sig þar meður Maríu sinni festar konu óléttri. Enn það gjörðist þá þau vom þar að þeir dagar fullnuðust eð hún skyldi fæða. Og hún fæddi sinn fmmgetinn son og vafði hann í reifum og lagði hann niður í jöt- una þvíað hún fékk ekkert annað rúm í gesta herberginu. Og fjárhirðar vom þar í sama byggðarlagi um grandana [grend- ina] við fjárhúsin sem varðveislu og vöktu yfir hjörð sinni. Og sjá: Að engill Drottins stóð hjá þeim og Guðs birti ljómaði í kringum þá. Og þeir urðu af miklum ótta hræddir. Og engillinn sagði til þeirra: Eigi skulu þér hræðast. Sjáið: Eg boða yður mikinn fögnuð þann er sker öllum lýð því í dag er yður lausnarinn fæddur sá að er Kristur Drottins í borg Davíðs. Og hafíð það til merkis, þér munut finna bamit í reifum vafið og lagt vera í jötuna. Og jafnskjótt þá var þar hjá englinum mikill fjöldi himneskra hirðsveita sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og mönnum góður vilji. Kári Bjamason. LÁTA EKKI DEIGAN SÍGA Kristján og Garðar eru þarna að hreyfa þörfu mál, því það er þörf fyrir íbúðir fyrir aldraða í Eyjum. Kanna áhuga á íbúðar- blokk fyrir 60 ára og eldri við Sólhlíð „Við ætlum að halda kynningarfund í sambandi við byggingu á íbúðar- blokk fyrir 60 + við Sólhlíð 4, þar sem Þórunn Halldórsdóttir og Isidoro Ruiz búa.Við höfum rætt við þau og þau era þessu samþykk,“ sagði Kristján Óskarsson, fyrrver- andi útgerðarmaður en hann og Garðar Björgvinsson, húsasmíða- meistari standa fyrir fundinum. „Við höfum hug á að byggja sex hæða blokk með 24 íbúðum á lóð- inni og viljum athuga hvort Vest- mannaeyingar hafa áhuga á að fjár- festa í þessu. Nú á tímum getur verið gott að festa peninga í íbúðar- húsnæði þannig að þetta getur verið góður kostur. Þessi fundur er aðal- lega hugsaður til að kanna þörfma fyrir svona íbúðir en fundurinn verður haldinn í sal Eyjabústaða, föstudaginn 9. desember, klukkan 17.00. Kaffi á könnunni," sagði Kristján og tekur vel á móti öllum sem mæta á fundinn. Umhverfis- og skipulagsráð: Deiliskipulag við Hraunveg Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fundaði á miðvikudag og fjallaði m.a. um deiliskipulag við Hraunveg. Skipulagstillagan var auglýst frá 5. október til 16. nóvember 2011 en eitt bréf, dagsett 16.11.2011, barst við auglýstri tillögu. Ráðið þakkaði bréfritara góðar ábendingar en taldi innihald bréfsins ekki varða skilmála tillögunar og vísaði bréfinu til fjölskyldu- og tómstundaráðs. Ráðið samþykkti deiliskipulagið og fól skipulags- og bygg- ingafulltrúa framgang málsins. Áhorfendastúka við Hásteinsvöll Tryggvi Már Sæmundsson, f.h. ÍBV-Íþróttafélags, sótti um byggingarleyfi fyrir áhorfendastúku sunnan við Há- steinsvöll. Ráðið samþykkti erindið þar sem uppdrættir em í samræmi við deiliskipulag svæðis. Allar fram- kvæmdir við áhorfendastúku skulu vera í samræmi við ákvæði byggingar- reglugerðar og reglugerðar KSÍ um knattspymuleikvanga. Aðkoma að Skansvegi 5 Valur Andersen sótti um leyfi fyrir vömhurð á austurhlið geymsluhúsnæðis við Skansveg 5. Einnig var sótt um leyfi til að breyta aðkomu að húsnæði. Ráðið hafnaði umsókninni þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir em ekki í samræmi við deiliskipulag svæðis frá 1999. Auglýsingaskilti á Kiwanishúsi Magnús Benónýsson, f.h. húseigenda að Standvegi 54, sótti um leyfi til að nýta vesturgafl Kiwanishússins undir auglýsingar, sbr. innsend gögn. f fundargerð kemur fram að ráðið er hlynnt erindinu, en óskar eftir frekari upplýsingum um form og fyrirkomulag auglýsinga. Breytingar á atvinnuhúsnæði Sigurður Ragnarsson, f.h. Péturseyjar ehf., sótti um leyfi fyrir breytingum á atvinnuhúsnæði, Flötum 31. í fundargerð kemur fram að það var samþykkt af byggingafulltrúa þann 16.11.2011. Dæluskúr fyrir olíu og lýsi Sigurjón Pálsson, f.h. VSV hfi, sækir um leyfi til að byggja dæluskúr fyrir olíu og lýsi. Ráðið samþykkti erindið þar sem uppdrættir em í samræmi við mannvirkjalög Álagning útsvars fyrir árið 2012 Bæjarstjóm Vestmannaeyja samþykkti tillögu um að álagning útsvars fyrir árið 2012 yrði óbreytt frá fyrra ári eða 14,48%. Sveitarstjóm er skylt skv. 24. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga að ákveða fyrir 1. desember hvert álagningarhlutfall útsvars skal vera á tekjur manna á næsta ári.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.