Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 08.12.2011, Qupperneq 11

Fréttir - Eyjafréttir - 08.12.2011, Qupperneq 11
Frcttír / Fimmtudagur 8. desember 2011 11 STARFSMENN Tölvunar. Frá vinstri: Bjarni Þór Guðmundsson, Davíð Guðmundsson, Auðbjörg Svava Björgvinsdóttir og Kristín Garðarsdóttir. Á myndina vantar Andra Hugo Runólfsson, verslunarstjóra, sem var að kynna sér Applevörurnar hjá Appleumboðinu í Reykjavík, og Þórleifu Guðmundsdóttur. Markmiðið er heilbrigt fyrirtæki - með ánægða starfsmenn og ánægða viðskiptavini, segja þau Davíð Guðmundsson og Kristín Garðarsdóttir í Tölvun Tölvufyrirtækið Tölvun hefur verið starfrækt síðan árið 1993 en fyrirtækið hefur verið að sækja verulega í sig veðrið að undan- förnu. Tölvun hýsir t.d. gögn fyrir Isfélag og Vinnslustöðina en ljósleiðarasamband gerir það að verkum að hægt er að veita þessa þjónustu á ofurhraða. Sex starfs- menn vinna í fjórum stöðugildum hjá fyrirtækinu en Davíð Guð- mundsson, sem er eigandi fyrir- tækisins og Kristín Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri, svöruðu nokkrum spurningum um fyrir- tækið. Eins og áður sagði var Tölvun stofnuð árið 1993. „Árið 1993, þegar frystihúsin ákváðu að leggja niður Samfrost, hvöttu þau Davíð til að taka yfir rekstur tölvudeildar Samfrosts. Á sama tíma hófum við að selja tölvur og rekstrarvörur þeim tengdum," sagði Kristín. „I upphafi sáum við um að reikna bónusinn fyrir frystihúsin, ásamt því að vera með þessa almennu þjón- ustu og viðgerðir við bæði fyrirtæki og einstaklinga. Svo var það árið 1995 sem við fórum að bjóða upp á intemetþjónustu, hér í Eyjum og um allt Suðurlandið. Um tíma vom yfir 300 kúnnar sem keyptu af okkur intemetsþjónustu, en þeim fækkaði þegar stóm símafyrirtækin fóm að bjóða upp á ADSL tengingar. Eftir mikið ströggl og hátt í þriggja ára ferli fengum við að komast inn í Símstöðina og bjóða okkar kúnnum upp á ADSL. Það var mikil og erfið barátta. Við hófum að leggja ljósleiðarakapla árið 1998 og höfum verið dugleg að leggja ljósleiðara um Eyjuna, en það hefur kostað mikla fjármuni að koma kerfinu upp. Einnig er hýsingarþjónustan okkar alltaf að stækka og í dag keyrum við á mjög öflugum búnaði sem tekið getur við fjölda fyrirtækja í hýsingarþjónustu. Það em góð meðmæli að tvö stærstu fyrirtækin í bænum velji þessa leið fyrir tölvu- Eigum traustan og góðan kúnnahóp Er samkeppnin ekki hörð við risana á internetmarkaðinwn, Vodafone og Símann ? „Jú, það er erfitt að keppa við risana, en sem betur fer þá eigum við traustan og góðan kúnnahóp. Lítil fyrirtæki geta alltaf veitt persónu- legri þjónustu og það meta margir. Samkeppnin er einnig innanbæjar. Ofsafengin viðbrögð við samstarfs- samningi okkar við Apple-umboðið sýna það og sanna. Við eigum í góðum samskiptum við umboðs- aðila Apple, Skakkaturn ehf., og væntum við góðs af því samstarfi, bæði í sölu og þjónustu. Ekki fómm við með það í blöðin eða grenjuðum yfir því eins og óþekkur krakki þegar sami aðili fór að selja Dell tölvur sem við erum búin að selja í tæpan áratug. ÖIl samkeppni er af hinu góða en tímabundin undirboð em til þess eins fallin að eyðileggja samkeppnina," sagði Davíð og bætti því við að verslunarstjóri Tölvunar, Andri Hugo Runólfsson, hefði í vikunni verið í námsferð hjá Apple umboðinu í höfuðborginni að kynna sér verklag við viðgerðir og sölu á Apple búnaði. „Á föstudaginn 9. desember verður Apple-sérfræðingurinn Guð- jón Pétursson hjá okkur í Eyjum. Við munum verða með formlega kynningu á Apple vömm á Kaffi Varmó í hádeginu milli kl. 12 og 13, þar sem iPad spjaldtölvan verður í fyrirrúmi. Guðjón verður svo í verslun okkar frá 13 til 17 til að að- stoða og upplýsa áhugasama viðskiptavini um Ápple-heiminn.“ Hvernig sjáið þið fyrir ykkur Tölvun þróast nœstu árin? „Markmiðið er að reka heilbrigt fyrirtæki með ánægða starfsmenn og ánægða viðskiptavini,“ sagði Kristín að lokum og Davíð tók undir það. kerfin sín,“ útskýrði Kristín og á þar við Isfélag og Vinnslustöð. Snögg að bregðast við Vœntanlega skiptast á skin og skúrir í svona rekstri en það virðist ganga vel núna, er það ekki? „Jú, jú, það skiptast á skin og skúrir hjá okkur eins og öllurn," sagði Davíð. „En við reynum alltaf að sjá ljósið og talandi um það þá var ljósleiðarinn okkar tekinn í sundur af verktakanum við Isfélagsleiðsl- umar, síðasta föstudagsmorgun og við það varð Vinnslustöðin sam- bandslaus ásamt frystihúsi Isfélags- ins, hafnarvigtinni og ljósleiðara- kerfinu á Eiðinu. Þannig að það fór allt á fullt í að laga það og koma Vinnslustöðinni í samband við umheiminn. Það tókst fljótt að koma þeim í samband en það tók hálfan daginn að splæsa saman ljósleiðarann. Það varð að koma maður úr Reykjavík og við vomm svo heppin að það var seinkun á fluginu og maðurinn gat hent frá sér verkefnum í Reykjavík, svo hann dreif sig með græjurnar úl á flugvöll þar sem flugvélin beið eftir honum,“ sagði Davíð og bætti við að þjón- ustan væri alltaf flott hjá Flug- félaginu Emi. Betur í stakk búin Jóhann Pétur Sturluson er rekstrar- ráðgjafi fyrirtækisins, sem heitir í dag Upprisa Tölvunar. „Jóhann Pétur kom fyrst í ráðgjöf fyrir Tölvun árið 2005. Hann kom aftur að rekstrarráðgjöf með okkur síð- sumars árið 2010 og tók þátt í samn- ingaviðræðum okkar við bankana við Ieiðréttingu og endurskipu- lagningu lána okkar. Við höfum fengið ómetanlega aðstoð frá Jóhanni Pétri og fyrirtæki hans, Stjórnun og emm nú betur í stakk búin en áður til að takast á við framtíðina og þá möguleika sem hún býður upp á.“ Hvaða þjónustu býður Tölvun upp á í dag? „Við bjóðum upp á alla þessa helstu tölvuþjónustu, viðgerðir og viðhald tölvukerfa fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga. Við minntumst áðan á Internetsþjónustuna sem er í fullum gangi og svo má nefna afritunar- og hýsingarþjónustu, sem er meira og meira að ryðja sér til rúms. Það eru allt of margir búnir að týna öllum sínum myndum og mikilvægum gögnum og það er góð og hagkvæm leið að láta taka afrit hvort heldur sem er á hverjum degi eða vikulega eins og myndi kannski duga flestum einstaklingum,“ sagði Kristín og bætir við að stærstu verkefnin í dag séu Isfélag og Vinnslustöð ásamt internetþjónustu fyrir Vestmanna- eyjabæ, fyrirtæki og einstaklinga. í SAMSTARFIVIÐ ÍSFÉLAGIÐ. Tölvun hýsir öll gögn ísfélagsins en á myndinni handsala þeir samstarfs- samninginn, þeir Örvar Guðni Arnarson, fjármálastjóri Isfélagsins, og Davíð Guðmundsson hjá Tölvun.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.