Fréttablaðið - 23.02.2013, Page 92

Fréttablaðið - 23.02.2013, Page 92
23. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 56 Hanne-Vibeke Holst kom til landsins í vikunni og kynnti bók sína á höfundakvöldi í Norræna húsinu þar sem þýðandinn, Halldóra Jónsdóttir, ræddi við hana um Iðrun og aðrar bækur hennar. Af fjölmenninu mátti sjá að aðdáendur Holst eru hér margir þótt ekki hafi verið þýddar fleiri bækur eftir hana. Hanne-Vibeke Holst hóf rithöf- undarferil sinn um tvítugt. For- eldrar hennar voru báðir báðir rithöfundar. „Ég var mjög heilluð af þessari tilveru foreldra minna og ég man ekki annað en að mig hafi langað að skrifa eins og þau.“ Á æskuheimili Hanne-Vibeke voru tvær ritvélar. Önnur vélin var í vinnuherbergi föðurins en mamma hennar vann við borð- stofuborðið þannig að hún varð að færa vélina þegar fjölskyldan mataðist. Þriðja ritvélin bættist við þegar pabbi Hanne-Vibeke gaf henni Olivetti-vél þegar hún var tíu ára. „Þá fannst mér ég hafa verið slegin til riddara,“ segir Hanne-Vibeke. Lygin ferðast milli kynslóða Iðrun er ættarsaga fjögurra kyn- slóða sem hefst við upphaf síðari heimstyrjaldar og stendur fram til ársins 2011. Hún fjallar um lygina og eyðingarafl hennar, hvernig blekkingarleikur heið- virðs fjölskylduföður á stríðsár- unum fylgir niðjum hans kyn- slóð fram af kynslóð. „Lygin er eins og kjarnorkuúrgangur,“ segir Hanne Vibeke. Þótt hægt sé að grafa hana í þögn og jafnvel gleymsku þá hitti hún mann allt- af aftur fyrir síðar, jafnvel þegar minnst varir. „Í Iðrun er ég upp- tekin af þessu. Það hefur verið logið um eitthvað fjórum kyn- slóðum fyrr og sú lygi er enn að trufla líf barnabarnabarnsins.“ Holst segist stundum vera spurð að því hvort alltaf eigi að segja sannleikann, hvort hann megi ekki stundum liggja kyrr. „Auðvitað getur maður aldrei alhæft en ég held því samt fram að maður eigi alltaf að segja sannleikann. Lygin hefur hrein- lega svo miklar afleiðingar og svo mikið eyðingarafl.“ Hanne-Vibeke talar af reynslu því hún og systur hennar urðu fyrir því að uppgötva leyndar- mál móður sinnar eftir lát henn- ar fyrir fimm árum. Leyndar- málið sem legið hafði grafið var að yngsta systirin er ekki dóttir föður þeirra heldur ann- ars manns. Hanne-Vibeke segir reyndar að systir hennar og þær allar hafi unnið vel úr þessu, systirinn hafi meira að segja tekið svo djúpt í árinni að segja að þetta hafi bara verið púsl bitinn sem vantaði því hún er á allan hátt svo ólík systrum sínum. Sækir efni í líf foreldra sinna „Þegar ég var að skrifa bókina talaði ég við marga um þetta fyr- irbrigði að vera með „lík í lest- inni“ eins og Danir segja og ég komst að því að langflestum fjöl- skyldum fylgja slík leyndarmál. Persónurnar í Iðrun eiga það sameiginlegt að út á við eru þau afar virtir og ábyrgir borgar- ar, fólk sem leggur áþreifanlega hluti fram til samfélagsins. Ætt- faðirinn er virkur í andspyrnu- hreyfingunni í stríðinu, sonur hans nýtur velgengni í utanríkis- þjónustunni, meðal annars sem samningamaður í afvopnunar- viðræðum og sonardóttirin er virtur óperustjóri og talsmaður fyrir tjáningarfrelsinu. „And- stæðurnar milli þess sem maður sýnir og þess sem maður leynir eru svo áhugaverðar og spennan þar á milli.“ Hanne-Vibeke dregur ekki dul á það að margt í skáldsögunni Iðrun er sótt í líf móður hennar og móðurfjölskyldu. Iðrun er þó hreinn skáldskapur. Faðir hennar er næst á dagskrá og bókin sem Hanne-Vibeke vinnur nú að er ævisöguleg skáldsaga sem þar sem Knud Holst er aðal persóna. „Hann var rithöfundur, hann vann prinsessuna og hálft konungsrík- ið, móður mína, naut mikillar vel- gengni sem rithöfundur á sjöunda áratugnum en missti svo allt. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því hvað það var sem fór úrskeiðis. Af hverju hlaut hann svona dapurleg örlög?“ steinunn@frettabladid.is Lygin er eins og kjarnorkuúrgangur Skáldsaga danska rithöfundarins Hanne-Vibeke Holst, Iðrun, kom út hjá Forlaginu á dögunum. Áður hefur komið út í íslenskri þýðingu sagan Krón- prinsessan eft ir Holst og margir Íslendingar þekkja auk þess höfundinn í gegnum bókina Til sommer sem kynslóðir framhaldsskólanema hafa lesið í dönsku. HANNE-VIBEKE HOLST Fyrsta bók hennar kom út 1980 þegar hún var rúmlega tvítug. Í upphafi ferilsins skrifaði hún unglinga- bækur. Þá tók við tímabil þar sem ungar konur og viðfangsefni þeirra voru í brennidepli. Á síðasta áratug skrifaði hún þríleik um átök á stjórnmálasviðinu sem vinsælar sænskar sjónvarpsþáttaráðir voru byggðar á. Nýjasta bók hennar, Iðrun, er ættarsaga fjögurra kynslóða. Femínisti með áhuga á karlmennsku Þótt aðalpersónur í bókum Hanne-Vibeke hafi yfirleitt verið konur þá gegna karlar líka veigamiklu hlutverki í sögum hennar, til dæmis í Iðrun. „Þó að ég hafi verið talin mjög femíniskur höfundur þá hef ég alltaf haft mikinn áhuga á karlmennskunni, til dæmis því sem fylgir karlmannshlut- verkinu í feðraveldinu. Það fylgir mikið álag þessu hlutverki og mér fannst ég skynja mikinn einmanaleika bæði hjá pabba mínum og afa vegna þessa hlutverks, þessa stolts. Þess vegna finnst mér gott að sjá að karlmenn í dag eru miklu nánari börnum sínum en þeir voru áður, þeir burðast ekki með þetta mikla stolt, þeir mega tala um veikleika sína og jafnvel gráta. Staða kvenna hefur breyst til batnaðar en staða karlmanna hefur ekki síður batnað, til dæmis í tengslum við föðurhlutverkið.“ SMÁRALINDwww.hollandandbarrett.is Gildir til og með 10. mars VIÐ VILJUM VITA MÖGULEG INNGANGA ÍSLANDS Í EVRÓPUSAMBANDIÐ SNÝST UM HAGSMUNI ALMENNINGS – UM LÍFSKJÖR – UM FRAMTÍÐ. KLÁRUM VIÐRÆÐURNAR OG SJÁUM SAMNINGINN. JAISLAND.IS HÁDEGISTÓNLEIKAR Í NORÐURLJÓSUM, HÖRPU ÞRIÐJUDAGINN 26. FEBRÚAR KL. 12.15 GRÉTA HERGILS SÓPRAN ÁGÚST ÓLAFSSON BARITÓN ARÍUR OG DÚETTAR ÚR LUCIU DI LAMMERMOOR EFTIR DONIZETTI ANTONÍA HEVESI LEIKUR Á PÍANÓ AÐGANGUR ÓKEYPIS MENNING
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.