Fréttablaðið - 27.02.2013, Side 2

Fréttablaðið - 27.02.2013, Side 2
27. febrúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 UTANRÍKISMÁL Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fundaði með Francois Hollande, forseta Frakklands í Elysée-höll í París í gær. Ræddu þeir meðal annars aukna samvinnu þjóða á norðurslóðum, nýt- ingu hreinnar orku, glímuna við fjármálakreppuna í Evrópu og reynslu Íslendinga á undanförnum árum. Að loknum fundi með Hollande heimsótti Ólafur Ragnar báðar deildir franska þingsins. Þá hitti hann Íslandsdeild franskra þingmanna, sem Lionel Tardy veitir forstöðu. - mþl Forseti Íslands í opinberri heimsókn í Frakklandi: Ólafur Ragnar hitti Hollande ELYSÉE-HÖLL Í GÆR Ólafur Ragnar Grímsson fundaði í gær með Francois Hollande, sem var kjörinn forseti Frakklands í maí í fyrra. NÁTTÚRA Hátt í tíu þúsund kindur og lömb drápust í vetrar hörkunum á Norðausturlandi í september í fyrra. Veðurofsinn og slæmar aðstæður gerðu það að verkum að ekki var mögulegt að safna hræjun- um saman og farga þeim, en lang- flestar kindurnar voru langt uppi á fjöllum fjarri manna byggðum. Öll orka bænda og björgunar- sveita fór í að smala saman því fé sem lifði en Sigurður Eyþórs- son, framkvæmdastjóri Lands- sambands sauðfjárbænda, segir að um 100.000 fjár hafi verið sleppt á svæðinu. Það þýðir að um tíu pró- sent skiluðu sér aldrei heim. Þótt ótrúlegt megi virðast eru þó enn að finnast kindur á lífi á stöku stað eftir langan og harðan vetur. Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthvammi í Aðaldal, segir að þótt hlýtt hafi verið undanfarna daga séu stærstu svæðin enn þakin snjó. „Það verður ekkert vitað hvað verður gert við skrokkana fyrr en um verslunarmannahelgi,“ segir hann. „Þegar hlánar á miðju sumri hverfa hræin bara. Þetta er svo stórt svæði að við förum aldrei að safna þessu saman.“ Sæþór missti hundrað kindur og lömb af þeim 900 sem hann átti á fjalli. „Þetta er búinn að vera einstakur hamfaravetur,“ segir hann. „En reynslan sýnir okkur að þær ær sem drepast og koma undan snjónum geta verið horfn- ar eftir hálfan mánuð. Förgun þessara hræja er einfaldlega óframkvæman leg.“ Alfreð Schiöth, framkvæmda- stjóri heilbrigðiseftirlits Norður- lands eystra, segir umhverfis- ráðuneytið hafa samþykkt að veita fjármagn til að aðstoða bændur við að farga hræjunum á viður- kenndum urðunarstöðum. „Bændur þekkja mjög vel að ræflarnir af þessum skepnum geta sést fram eftir öllu sumri,“ segir hann. „Víða eru þarna vinsælar ferðamannaslóðir og það er held- ur óskemmtilegt ef hundruð hræja blasa þar við ferðamönnum. Ég efast um að hrafninn og tófan séu það afkastamikil.“ Þorsteinn Ólafsson, sérgreina- dýralæknir hjá Matvælastofnun, segir ólíklegt að vargurinn breiði út smitsjúkdóma þótt hann éti hræin, sem grotni þó ótrúlega fljótt niður. Áratugir séu síðan búfjár- sjúkdóma hafi síðast orðið vart á svæðinu. „En ég er sammála að það var illmögulegt að fjarlægja hræin og það verður það alltaf. Það verður ekki hjá því komist að svona ger- ist.“ sunna@frettabladid.is Tíu þúsund kindahræ látin rotna á fjöllum Talið er að hátt í tíu þúsund fjár hafi drepist í óveðrinu á Norðausturlandi í septem- ber. Engar áætlanir eru um að farga hræjunum. Bagalegt fyrir ferðaþjónustuna, segir heilbrigðisfulltrúi. Lítil hætta á smitsjúkdómum, segir dýralæknir hjá MAST. ÓFÖGUR SJÓN Þegar kindahræin koma undan snjónum á Norðurlandi í sumar munu fuglar og tófur leggjast á þau og éta þar til bein, haus og gærur eru eftir. MYND/GUÐFINNA HREIÐARSDÓTTIR Þetta er búinn að vera einstakur hamfaravetur. Sæþór Gunnsteinsson bóndi SJÁVARÚTVEGUR „Þetta er bara kapphlaup við tímann núna. Það skiptir bara máli að ná sem mestu,“ segir Jón Axelsson, skipstjóri á loðnuskipinu Álsey VE 2. Álsey var á leið til Þórshafnar í gærkvöld eftir góða veiði undanfarna daga við Vestmannaeyjar. Alls voru ellefu loðnuskip að veiðum á svæðinu í gær- kvöld. „Það hefur gengið mjög vel. Við komum seinni- partinn á mánudag, köstuðum þrisvar og fengum 800 tonn og köstuðum þrisvar í dag [í gær] og feng- um þúsund. Það var fínt á sjó og mikið af loðnu,“ segir Jón. Jón segir ómögulegt að segja til um hvenær náist að veiða upp í kvótaheimildir. Vonandi verði veitt sem lengst, alveg fram að páskum. „Þetta eru svo miklar heimildir núna og þá er auð- vitað gott að fá svona góða veiði,“ segir hann. „Það hefur verið leiðindatíð, þrálátar sunnanáttir og við alltaf uppi í fjöru. En það spáir betra fram undan.“ Áhöfnin á Álsey samanstendur af þrettán mönnum. Búist er við að skipið komi í kvöld til Þórshafnar, þar sem farminum verður landað. Svo verður haldið aftur til veiða á fimmtudagsmorgunn. - sv Að minnsta kosti ellefu loðnuskip kepptust við að veiða við Eyjar í gær: Mokveiði við Vestmannaeyjar Á MIÐUNUM Í GÆR Skipstjórinn á Álsey taldi alls ellefu loðnuskip á veiðum í grennd við Vestmannaeyjar í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON SKÁK Kínverska skákundrið Wei Yi tryggði sér þriðja og síðasta áfanga að stórmeistara- titli eftir áttundu umferð N1 Reykjavíkur- skákmótsins í Hörpu á mánudagskvöld. Wei Yi, sem er aðeins 13 ára gamall, er því yngsti stórmeistari heims í dag. Wei Yi varð jafn- framt fjórði yngsti stórmeistari allra tíma, þegar næststigahæsti keppandi mótsins, stórmeistarinn Maxime Vachier-Lagrave frá Frakklandi, gaf skák sína eftir mikla baráttu við undrabarnið. Skákmeistarinn ungi var í hópi efstu manna á mótinu eftir áttundu umferð en sigur möguleikar hans eru vart raunhæfir eftir jafntefli gegn pólska stórmeistaranum Grzegorz Gajewski í gærkvöldi. Árangur hans er engu að síður glæsilegur; hann hefur unnið sex skákir til þessa, gert tvö jafntefli og aðeins tapað einni og hefur hann því sjö vinn- inga ásamt hópi skákmeistara. Efstir á mótinu fyrir lokaumferðina í dag eru þeir Wesley So og Pavel Eljanov. Skák þeirra ræður því úrslitum um hver sigrar á mótinu en sest verður að tafli klukkan 16.30 í Hörpu. - shá Hinn 13 ára Wei Yi náði þriðja og síðasta áfanga að stórmeistaratitli á Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu: Undrabarn varð yngsti stórmeistari heims AÐ TAFLI Wei Yi er fjórði yngsti stórmeistari sögunnar, aðeins 13 ára gamall. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPURNING DAGSINS Alexía, eruð þið drengir góðir? „Já, við erum karlmennskan upp- máluð.“ Alexía Björg Jóhannsdóttir er ein þriggja leik- kvenna í leikhópnum Pörupiltum sem flytja uppistandið Homo Erectus í Þjóðleikhús- kjallaranum í gervi pilta. BANDARÍKIN, AP Bandaríkjaher hefur leiðrétt tölur um fjölda árása talibana á fjölþjóðaherliðið í Afganistan. Á síðasta ári voru árásirnar jafnmargar og árið 2011 en fyrir stuttu fullyrti fjölþjóðaherinn að árásunum hefði fækkað um sjö prósent milli þessara tveggja ára. Jamie Graybeal, fulltrúi fjölþjóðaliðsins, segir að skrán- ingarvillu sé um að kenna en tekur fram að þessi villa hafi engin áhrif á mat yfirstjórnar hersins á ástandinu. - gb Bandaríkjaher leiðréttir: Árásir talibana engu færri nú ALMENNINGSÍÞRÓTTIR Hlýindi og vatnsveður undanfarna daga hafa ekki farið vel með skíðafæri í nágrenni höfuðborgarinnar. Lokað hefur verið í brekkunum í Bláfjöllum og Skálafelli. Gríðar- legt magn af snjó er sagt horfið úr brekkunum og margar lyftur dottnar út. „Við skulum bara vona að þessu fari að slota hvað úr hverju en þetta lítur alla vega ekki vel út,“ sagði rödd í símsvara Bláfjalla í gær. Ekki er útlit fyrir að það kólni að ráði fyrr en eftir helgi. - gar Hlákan plagar skíðafólkið: Slæmar horfur í skíðabrekkum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.