Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.02.2013, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 27.02.2013, Qupperneq 4
27. febrúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Flokkur 6. feb. 2013 21. feb. 2013 Sjálfstæðisflokkur 33,0% 28,5% Framsóknarflokkur 19,5% 23,8% Björt framtíð 17,8% 15,3% Samfylkingin 16,2% 12,8% Vinstri græn 8,6% 9,5% Hægri grænir 1,8% 2,5% Píratar 0,7% 2,4% Dögun 0,9% 2,2% Aðrir - 3,0% Heimild: MMR Fylgi flokka BJÖRGUN „Ég var bara að snúa við og þá brotnar snjórinn undan bílnum,“ segir Ragnar Páll Jóns- son, leiðsögumaður hjá ferða- skrifstofunni Extreme Iceland, sem lenti í lífsháska með tvennum breskum hjónum í Landmanna- laugum á mánudag. Jeppinn sem hann ók lenti í straumþungri á og sökk. Ragn- ari tókst með naumindum að ná ferðamönn- unum upp á þak jeppans þar sem þau biðu í tvær klukku- stundir þar til þyrla Landhelgisgæslunnar hífði þau upp. Hann segist hafa verið búinn að ákveða að fara ekki yfir ána, enda miklir vatnavextir og straumur. Þegar hann reyndi að snúa við gaf bakkinn sig með þess- um afleiðingum. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi í einhverju svona og ég er búinn að vera leiðsögumaður í mörg ár,“ segir Ragnar, sem er alvanur jeppamaður. Hann segir að bíllinn hafi fyllst af vatni á nokkrum sekúndum. Fólkið komst sem fyrr segir allt upp á þak jepp- ans og sat þar og beið á meðan jeppinn sökk dýpra. Ragnar segir að ekki hafi verið langt í að bíllinn færi alveg á kaf þegar þyrla Land- helgisgæslunnar kom þeim til bjargar. Hann segir ferðamennina hafa haldið ró sinni allan tímann, hann hafi sungið fyrir þau og þau sungið saman. Hann hafi fyrst og fremst hugsað um að halda sjálf- um sér og fólkinu rólegu og einnig hugsað til fjölskyldu sinnar. Þyrlan flaug með fimmmenn- ingana á Landspítalann í Fossvogi á mánudagskvöldið en þau fengu öll að fara heim nokkrum tímum síðar. Bresku hjónin héldu heim til sín í gær en Ragnar segir ferðaskrif- stofuna vera í sambandi við þau. Þá hefur hann einnig rætt við lög- regluna á Hvolsvelli, sem rann- sakar tildrög slyssins. Bíllinn er enn á bólakafi í ánni en Ragnar segir stefnuna setta á að sækja hann þangað í dag. thorunn@frettabladid.is 226,4019 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,67 127,27 192,41 193,35 165,79 166,71 22,222 22,352 22,194 22,324 19,598 19,712 1,3762 1,3842 191,66 192,80 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 26.02.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunk@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Föstudagur 8-13 m/s. SKÚRIR EÐA ÉL Það kólnar smám saman er líður á daginn. Á morgun má búast við vægu frosti norðaustantil en annars verður hitinn víða á bilinu 0-5°C. Þykknar upp vestan til annað kvöld og hlýnar á ný en um helgina lítur út fyrir alvöru kulda. 4° 13 m/s 5° 15 m/s 5° 13 m/s 7° 12 m/s Á morgun Fremur hæg suðlæg átt. Gildistími korta er um hádegi 8° 7° 7° 6° 6° Alicante Basel Berlín 13° 3° 3° Billund Frankfurt Friedrichshafen 4° 6° 5° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 2° 2° 20° London Mallorca New York 5° 14° 10° Orlando Ósló París 24° 2° 6° San Francisco Stokkhólmur 16° 3° 5° 8 m/s 7° 15 m/s 6° 6 m/s 5° 8 m/s 4° 10 m/s 4° 12 m/s 0° 13 m/s 5° 1° 3° -2° -1° STJÓRNMÁL Nærri lætur að fjórðungur aðspurðra styðji Framsóknarflokkinn, eða 23,8 prósent, í könnun MMR á fylgi flokka sem gerð frá þriðjudegi til fimmtudags í síðustu viku. Flokkurinn bætir við sig 4,3 prósentustigum milli kannana. Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar úr þriðj- ungi í að vera 28,5 prósent. „Þetta er minnsta fylgi Sjálfstæðisflokksins sem mælst hefur frá því fyrir síðustu Alþingiskosningar,“ segir í til- kynningu MMR, en könnunin var gerð áður en Sjálfstæðisflokkur og VG héldu landsfundi sína. Fylgi Samfylkingar dregst saman um 2,5 prósentustig og mælist 12,8 prósent. Þá hefur aðeins dregið úr stuðningi við Bjarta framtíð, sem mælist með 15,3 prósenta fylgi. Önnur framboð ýmist standa í stað eða bæta heldur við sig. Þá mælist stuðningur við ríkisstjórnina nú 26,7 prósent, sem er heldur minna en í könnun MMR í byrjun mánaðarins. Þá studdi 30,1 pró- sent ríkisstjórnina. Spurðir voru 814 einstaklingar á aldrinum 18 til 67 ára. 78,5 prósent gáfu upp afstöðu til flokka. 7,8 prósent sögðust óákveðin en 6,1 pró- sent ætlaði að skila auðu, 2,4 prósent ætluðu ekki að mæta á kjörstað og 5,1 prósent gaf ekki upp afstöðu sína. - óká Slakasta mæling Sjálfstæðisflokks frá því fyrir síðustu Alþingiskosningar: Fjórðungur styður Framsóknarflokkinn SAMGÖNGUR Reykjavíkurborg hefur sett upp sérstök umferðar- ljós fyrir hjólafólk á sex stöðum á nýrri hjólaleið frá Hlemmi að Elliðaám. Fyrstu ljósin verða gangsett í dag en þau eru yfir Sæbrautina við Súðavog og eru umferðarstýrð. Hin umferðarljósin eru tíma- stillt en þau eru við Engjaveg, Katrínartún, Nóatún, Kringlu- mýrarbraut og Reykjaveg. Að öðru leyti virka umferðar- ljósin eins og önnur slík en skera sig úr í útliti að því leyti að efst á þeim trónir hvítt reiðhjólamerki í bláu gleri sem logar stöðugt í þeim tilgangi að vekja athygli hjólreiðafólks. - mþl Aukin þjónusta við hjólafólk: Sér umferðar- ljós fyrir hjól NÝJU LJÓSIN Umferðarljósin skera sig úr í útliti að því leyti að á þeim er að finna hvítt hjólreiðamerki á bláu gleri. Snjórinn brotnaði undan jeppanum Leiðsögumaður sem lenti í lífsháska með breskum ferðamönnum í Landmanna- laugum ætlaði að snúa jeppa sínum við þegar árbakki gaf sig og jeppinn lenti í ánni. Litlu munaði að jeppinn væri alveg sokkinn þegar þyrla bjargaði fólkinu. RAGNAR PÁLL JÓNSSON DÓMSTÓLAR Hrafnhildur Guð- finna Thoroddsen hefur stefnt Tryggingastofnun vegna van- goldinna örorkubóta. Hún nýtur stuðnings Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) í málarekstrinum. Hrafnhildur vill fá viðurkennt að Tryggingastofnun sé óheimilt að skerða bætur hennar vegna fjármagnstekna af skaðabótum sem henni voru greiddar í kjöl- far slyss sem hún varð fyrir árið 1989. Hún krefst 2,5 milljóna króna vegna þeirra skerðingar sem hún hefur orðið fyrir. - óká Stefnir Tryggingastofnun: Telur sig eiga inni bætur MENNING Embætti skipulagsfull- trúa segir ekkert mæla gegn því að Reykjavíkurborg þiggi að gjöf sextán höggmyndir Hallsteins Sigurðssonar í Grafarvogi. Höggmyndirnar eru úr áli og á 23 þúsund fermetra svæði sem Hallsteinn hefur haft á leigu frá árinu 1998. Listsafn Reykjavíkur hefur sagt verkin njóta sín þar sem þau eru og mælir með því að borgin þiggi gjöfina. Borgin mun tileinka svæðið nafni Hallsteins og merkja verkin en jafnframt áskilja sér rétt til að flytja þau annað ef þörf krefur. - gar Verkin njóta sín í Grafarvogi: Gefur borginni sextán styttur HALLSTEINSGARÐUR Grafarvogsbúar munu áfram njóta höggmynda Hall- steins Sigurðssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VIÐSKIPTI Arion banki selur svínabú Rekstrarfélagið Braut ehf., dótturfélag Arion banka, hefur selt svínabúið að Hýrumel í Borgarfirði. Kaupandi er Höndlun ehf. sem er félag í eigu Björg- vins Jóns Bjarnasonar sem leigir þegar rekstur svínabús í Brautarholti. BJARGAÐ Hér sést þegar þyrla landhelgisgæslunnar bjargaði fólkinu af þaki jepp- ans. MYND/LHG Þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi í einhverju svona og ég er búinn að vera leiðsögumaður í mörg ár. Ragnar Páll Jónsson Leiðsögumaður hjá Extreme Iceland
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.