Fréttablaðið - 27.02.2013, Side 8

Fréttablaðið - 27.02.2013, Side 8
27. febrúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 HEIMILD: INNANRÍKISRÁÐUNEYTI ÍTALÍU Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Frambjóðendur til formanns og stjórnar VR kynna áherslur sínar á félagsfundi sem verður haldinn á Hilton Nordica Hótel í Reykjavík í kvöld 27. febrúar kl. 19:30. Minnum á félagsfundinn í kvöld. Dagskrá: 1. Frambjóðendur kynna áherslur sínar. 2. Fyrirspurnir til frambjóðenda. Félagsmenn hvattir til að mæta. Save the Children á Íslandi ÍTALÍA Ítalski grínistinn Beppe Grillo og félagar hans í Fimm stjörnu hreyfingunni nota orðið „stjórnmálamaður“ nánast eins og blótsyrði. Eftir þingkosningarnar á sunnudag og mánudag er hreyf- ingin komin með 109 þingmenn í fulltrúadeild ítalska þingsins og 54 þingmenn í öldungadeildinni. Þetta nýja en óútreiknanlega stjórnmálaafl féll í kramið hjá kjós- endum, hlaut fjórðung atkvæða og virðist nú standa í vegi fyrir því að hægt sé að mynda starfhæfa stjórn. Versta martröð gömlu flokkanna hefur því ræst og meðal leiðtoga annarra Evrópusambandsríkja hefur skelfing gripið um sig. Ekki virðist vera hægt að treysta því að ítölsk stjórnvöld geti komið bönd- um á efnahagslífið, eins og stjórn hagfræðingsins Marios Monti hafði reynt að gera. Markaðir brugðust jafnframt ókvæða við og féllu ítölsk verðbréf um nokkrar prósentur. Pier Luigi Bersani, leiðtogi bandalags vinstri- og miðjuflokka, er að vísu með traustan meirihluta í neðri deild þingsins. Bersani hafði heitið því að halda áfram þeirri ströngu aðhaldsstefnu sem Mario Monti fylgdi síðastliðið ár og getur því styrkt stjórn sína enn frekar með því að fá Monti til liðs við sig. Allt önnur staða er hins vegar uppi í öldungadeildinni, þar sem flokkar þeirra Bersanis og Montis ná ekki þingmeirihluta. Til þess að frumvörp verði að lögum þarf sam- þykki beggja þingdeilda, þannig að í reynd yrði stjórn þeirra alger- lega upp á náð og miskunn banda- lags hægriflokkanna komin, sem er undir forystu Silvio Berlusconis. Berlusconi vill vinda ofan af þeim aðhaldsaðgerðum sem Monti hefur staðið fyrir þannig að vart er sjáan- legur neinn alvöru samstarfsflötur. Þótt hreyfing Grillos sé með 54 þingmenn í efri deildinni er vand- séð að hún komi Bersani til hjálpar. Ítalir eru því farnir að sjá fram á nýjar kosningar innan fárra mán- aða. gudsteinn@frettabladid.is Pattstaða á nýja þinginu Pattstaða er komin upp á ítalska þinginu eftir kosn- ingarnar. Fimm stjörnu hreyfing grínistans Beppes Grillo virðist vart líkleg til að koma til bjargar. NÝJA ÞINGIÐ VARLA STARFSHÆFT Kosningakerfið á Ítalíu miðast við að flokkar starfi saman í flokkabandalögum. Það flokkabandalag sem flest atkvæði fær í neðri deild fær viðbótarþingsæti til að tryggja starfhæfan meirihluta, að minnsta kosti 340 þingsæti. Í efri deild er þetta sama kerfi hins vegar notað fyrir hvert hérað, þannig að engin trygging er fyrir því að fylgismesta flokkabandalagið fái starfhæfan meirihluta í deildinni. Beppe Grillo 54 þingsæti Pier Luigi Bersani 113 þingsæti Mario Monti 18 þingsæti Silvio Berlusconi 116 þingsæti Beppe Grillo Fimm stjörnu hreyfingin 109 þingsæti Pier Luigi Bersani (Leiðtogi Lýðræðisflokksins) Bandalag vinstri- og miðjuflokka 344 þingsæti Mario Monti (Leiðtogi Borgaralegs valkosts) Með Monti fyrir Ítalíu 48 þingsæti Silvio Berlusconi (Leiðtogi Frelsisflokksins) Bandalag hægri- og miðjuflokka 126 þingsætiAðrir fl okkar 3 þingsæti ➜ Fulltrúadeild ➜ Öldungadeild 630 sæti 315 sæti Aðrir fl okkar 14 þingsæti

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.