Fréttablaðið - 27.02.2013, Page 10

Fréttablaðið - 27.02.2013, Page 10
27. febrúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | postdreifing.is Við sjáum um örugga dreifingu á fjölpósti Við náum til fjöldans B ra n de n bu rg Póstdreifing dreifir fjölpósti sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Mælingar sýna að 60% landsmanna skoða fjölpóst og er hann því áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Örugglega til þín. Nánari upplýsingar veitir söludeild í síma 585 8300. Aðalfundur ADHD samtakanna verður haldinn kl. 20 mánudaginn 11. mars 2013 á 4. hæð Háaleitisbrautar 13, 108 Reykjavík. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. www.adhd.is NEYTENDAMÁL Gjöld og skattar á innfluttar vörur koma verst niður á hinum tekjulágu, sem ekki hafa tækifæri til þess að versla í útlönd- um og er í því tilliti hægt að tala um fátækraskatt. Þetta segir Guð- laugur Þór Þórðarson, alþingis- maður Sjálfstæðisflokksins, og bætir því við að stjórnvöld þurfi ekki að vera rög við að fella niður tolla og álögur einhliða til að efla verslun innanlands. Fréttablað- ið hefur fjallað mikið um mál tengd tollum og öðrum innflutn- ingsgjöldum síð- ustu mánuði en Guðlaugur segir núverandi kerfi skaðlegt. „ Þ a ð s e m skiptir máli er að skilgreina markmiðin. Í mínum huga er markmiðið að flytja versl- un til landsins og fjölga atvinnu- tækifærum hér. Með því munum við í fyrsta lagi bæta lífskjör almennings og auka atvinnutæki- færi þeirra sem starfa í verslun og einnig auka tækifæri í ferða- mennsku.“ Það megi tryggja með því að lækka eða afnema innflutn- ingsgjöld, sem hvetji Íslendinga til að versla frekar heima. Guðlaugur segir að undir núver- andi kerfi sé fólki mismunað eftir efnahag og vísar í kannanir því til stuðnings. Könnun sem Capacent Gallup gerði undir lok árs 2011 sýnir til dæmis að rúmur þriðjungur svar- enda hafði síðast keypt hversdags- föt í utanlandsferðum og 42 prósent sögðu að síðast þegar þau keyptu barnaföt hefði það verið í útlönd- um. Þegar litið er til tekna kemur í ljós mikill munur á verslunar- venjum. Til dæmis keyptu 75 pró- sent þeirra sem höfðu fjölskyldu- tekjur undir 250.000 krónum á mánuði síðast barnaföt á Íslandi, en rúmur helmingur, 55 prósent, þeirra tekjuhæstu, sem voru með eina milljón eða meira í mánaðar- laun, keypti síðast barnaföt erlend- is. „Þróunin er öll á þann veg að við erum í raun að hækka fátæktar- skatta,“ segir Guðlaugur. „Það er láglaunafólkið sem á enga aðra valkosti og er að versla hér heima. Þeir sem eru með hærri laun eru að versla í útlöndum. Það er stað- reyndin.“ Spurður hvaða vöruflokk ætti fyrst að taka fyrir segir Guð laugur að barnafötin „öskri á okkur“. Þegar allt komi til alls snú- ist málið um að bæta stöðuna hér á landi með afnámi eða lækkun gjalda. „Af hverju erum við að skaffa vinnu fyrir fólkið í Boston frekar en á Laugaveginum?“ segir Guð- laugur. thorgils@frettabladid.is Kemur verst niður á þeim efnaminnstu Þingmaður segir gjöld og skatta á innfluttar vörur koma verst niður á þeim efna- minnstu, sem ekki hafi efni á að ferðast til útlanda og njóta þess tollfrelsis sem það felur í sér. Lægri gjöld og skattar muni efla verslun og atvinnulíf hér á landi. UMHVERFISMÁL Fulltrúar 140 ríkja skrifuðu í janúar síðastliðnum undir alþjóðlegan samning um að draga úr notkun kvikasilfurs, og þá jafnframt losun þess út í umhverfið. Samningurinn heitir eftir japönsku borginni Minamata, þar sem þúsundir manna urðu fyrir alvarlegri eitrun vegna los- unar kvikasilfurs með frárennsli frá efnaverksmiðju. Minamata-samningurinn er ekki síst hugsaður til að sporna gegn kvikasilfursmengun í þróunar- löndum þar sem notkun þess er enn vandamál. Iðnríkjunum hefur hins vegar tekist að skipta því út fyrir hættuminni, en oft á tíðum dýrari, efni. Kvikasilfur er til dæmis notað við að vinna gull á frumstæðan hátt í gullnámum. Það er sú notkun sem í dag er talin valda mestri kvikasilfursmengun af mannavöldum. Með samningnum er tryggð fjár- mögnun til handa fátækari ríkjum svo að stöðva megi óþarfa notkun kvikasilfurs. Með samningnum er tryggt að engar nýjar námur verði teknar í notkun, kvikasilfur verði geymt með öruggum hætti og að förgun þess hafi ekki í för með sér umhverfisspjöll. Mikil kvikasilfursmengun verð- ur til við bruna jarðefna eldsneytis. Það á sérstaklega við um kola- orkuver en jafnframt iðnað eins og málmbræðslur, sements- verksmiðjur og sorpbrennslu- stöðvar. - shá Alþjóðlegur samningur um notkun kvikasilfurs og losun undirritaður í Japan: Kvikasilfri sagt stríð á hendur SORPBRENNSLA Kvikasilfursmengun er einn fylgifiska sorpbrennslu. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR KÚBA, AP Um helgina var Migu- el Diaz-Canel kosinn varaforseti Kúbu, en Raul Castro verður áfram forseti. Valið er í þessi embætti á þjóðþingi landsins, sem kemur saman tvisvar á ári og samþykkir lög oftast umræðulítið. Diaz-Canel er rúmlega fimm- tugur, lítt þekktur en hefur und- anfarin þrjátíu ár fetað sig hægt og þétt upp metorðastigann í Kommúnista flokknum á Kúbu. Allt bendir til þess að Castro og aðrir ráðamenn flokksins vonist til að Diaz-Canel taki við af Castro þegar þar að kemur. Á þinginu um helgina tilkynnti Castro að hann ætli sér að hætta árið 2018, þegar þessu nýhafna kjörtímabili lýkur. Castro er nú 81 árs og verður því orðinn 86 ára þegar hann áformar að láta af völdum. Castro tók við af eldri bróður sínum Fidel árið 2008, þegar Fidel veiktist eftir að hafa stjórnað Kúbu í nærri hálfa öld. Árið 2018 verða liðin 59 ár frá því Castro gerði bylt- ingu á Kúbu og tók sér völd. - gb Raúl Castro ætlar að stjórna Kúbu í fimm ár til viðbótar: Arftakinn virðist vera fundinn MIGUEL DIAZ-CANEL Dyggur flokks- maður sem hefur fetað sig hægt og þétt upp metorðastigann. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Mikill verðmunur er á sumum vörutegundum sem standa millilandafarþegum til boða við brottför eða komu til landsins og almennu verði í verslunum. Þannig kostar til dæmis eins lítra flaska af Absolut vodka 2.799 krónur í Frí- höfninni, en sama flaska er nálægt því 160 prósentum dýrari í verslun Vínbúðarinnar þar sem hún kostar 7.199 krónur. Dýr dropinn Í FRÍHÖFNINNI Yfir tveir fimmtu keyptu barnaföt í síðustu utanlandsferð sinni, að því er fram kom í könnun árið 2011. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.