Fréttablaðið - 27.02.2013, Side 11

Fréttablaðið - 27.02.2013, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 27. febrúar 2013 | FRÉTTIR | 11 ... HVAÐ ER FRAMUNDAN? Allt að 16,6% ávöxtun umfram verðbólgu á árinu 2012, hæsta raunávöxtun sjóðsins frá upphafi GOTT ÁR AÐ BAKI... Almenni lífeyrissjóðurinn býður sjóðfélögum á upplýsingafund fimmtudagskvöldið 28. febrúar kl. 20:00 á Hilton Reykjavík Nordica. Ríkissafn stutt -0.4% 4.2% 1.8% 6.4% 9.8% 14.8% 1.9% 6.5% 5.8% 10.6% 11.7% 16.6% 21.8% 0.0% 5.0% 10.0% 15.0% 20.0% 25.0% Ríkissafn langt Samtrygg- ingarsjóður Innlánasafn Ævisafn III Ævisafn II Ævisafn I raunávöxtun Ávöxtun Alm enna lífeyriss jóðsins 2012 nafnávöxtun 16.7% Gott ár að baki, hvað er framundan? Sjóðstjórar veita upplýsingar um ávöxtunarleiðir sjóðsins og ræða um horfur á árinu 2013. Hvert stefnir Icelandair Group? Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, ræðir um íslenska hlutabréfamarkaðinn, stöðu Icelandair og framtíðarsýn. Þinn tími mun koma, vertu undirbúinn Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, ræðir um lífeyrissparnað og mikilvægi hans fyrir einstaklinga. Fundarstjóri: Sigurbjörn Sveinsson, læknir, formaður stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins. Efni fundarins: Sjóðfélagar geta skráð þátttöku á vefsíðu sjóðsins, www.almenni.is VIÐSKIPTI Landsvirkjun hagnað- ist um 54,2 milljónir Bandaríkja- dala, jafngildi tæpra sjö milljarða króna, á árinu 2012. Til saman- burðar var hagnaður félagsins 26,5 milljónir Bandaríkjadala árið 2011. Þetta kemur fram í ársreikningi Lands virkjunar fyrir árið 2012 sem var gefinn út nýverið. „Afkoma ársins er viðunandi í ljósi efnahagsástands í heim- inum. Tekjur dragast saman um 6,5% sem að hluta má rekja til lækkandi álverðs og áhrifa þess á samningsbundið raforkuverð. Við þessar aðstæður njótum við góðs af því að endursamið var við einn af stærstu viðskiptavinum okkar um hærra raforkuverð sem ekki var tengt álverði,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri fyrirtækisins. Rekstrartekjur félagsins voru 407,8 milljónir dala og lækk- uðu um 28,4 milljónir milli ára. Rekstrarkostnaður nam 88,2 milljónum dala og dróst saman um 2,8 milljónir milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir fjár- magnsliði, afskriftir og skatta nam því 319,6 milljónum Banda- ríkjadala. Þá var hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði 102 milljónir dala og lækkaði um 4,1 milljón frá 2011. Loks var eigið fé Landsvirkjun- ar í lok síðasta árs 1.697 milljón- ir Bandaríkjadala, sem jafngildir 37,6% eiginfjárhlutfalli. Hækkaði hlutfallið um 1,8 prósentustig á árinu. Þá var handbært fé félags- ins 188 milljónir dala. - mþl Hagnaður Landsvirkjunar fyrir óinnleysta fjármagnsliði jafngildi tæplega 13 milljörðum króna 2012: Landsvirkjun hagnaðist um sjö milljarða HÖRÐUR ARNARSON Rekstur Lands- virkjunar var svipaður 2012 og árið áður. ATVINNULÍF Skipafélagið Eimskip hefur selt flutningaskipið Írafoss til Albaníu. Írafoss var byggður árið 1991, er 1.890 tonn að stærð, og var minnsta skipið sem félagið hafði í rekstri. Skipið hefur verið í verkefnum í Noregi frá árinu 2010. Í frétt frá fyrirtækinu segir að salan á Írafossi sé hluti af eðlilegri endurnýjun á skipaflota félagsins. Salan á Írafossi hefur óveruleg áhrif á rekstur félags- ins, segir í frétt fyrirtækisins. - shá Seldu skip til Albaníu: Eimskip selur Írafoss úr landi BRETLAND, AP Tónlistarsala jókst um 0,3 prósent á síðasta ári. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1999 sem salan eykst og þótt aukning in sé lítil vonast full trúar iðnaðar ins til þess að þetta sé upphafið að viðsnúningi. Frances Moore, framkvæmda- stjóri alþjóðasamtaka hljómplötu- útgefenda, segir þetta sýna að iðnaðurinn hafi nú lagað sig að netheimum. Síðan 1999 hefur niðurhal tón- listar af netinu átt stóran þátt í því að sala tónlistar hefur dregist saman um 40 prósent. - gb Tónlistarsala eykst á ný: Hefur aðlagast netheimum VIÐSKIPTI Íslandspóstur hagnað- ist um tæpar 53 milljónir króna á síðasta ári. Til samanburðar tapaði félagið 144 milljónum árið 2011 en hagnaðist um 93 milljón- ir árið 2010. Rekstrartekjur voru í fyrra 6.754 milljónir og jukust um 225 milljónir milli ára. Rekstrargjöld lækkuðu hins vegar lítillega og voru 6.289 milljónir. Rekstrar- hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta var því um 485 milljónir. Þá nam eigið fé félagsins 2,5 milljörðum í lok síð- asta árs. - mþl Viðsnúningur milli ára: Hagnaður hjá Íslandspósti SAMFÉLAGSMÁL Boðið verður upp á hársnyrtingu í húsnæði Fjöl- skylduhjálpar Íslands í Eskihlíð í dag. Þrír hárgreiðslumeistarar munu standa vaktina í Fjöl- skylduhjálpinni frá klukkan ell- efu til klukkan fjögur í dag og bjóða skjólstæðingum ókeypis klippingu. Matarúthlutun hefst svo klukkan tvö og stendur til 16.30. Þá verður matarúthlutun í Reykjanesbæ á morgun milli fjögur og sex í húsnæði Fjöl- skylduhjálpar Íslands í Grófinni. - þeb Úthlutun í Eskihlíð í dag: Fjölskylduhjálp með klippingu FJÖLSKYLDUHJÁLPIN Auk matar- úthlutunar í Eskihlíðinni í dag verður boðið upp á hársnyrtingu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON RAFORKUKERFIÐ Álagsbreyting truflaði Rafmagnsleysi á Norðausturlandi laugardaginn 23. febrúar orsakaðist af mikilli álagslækkun á Suðvesturlandi þegar bilun varð í álverinu í Straumsvík. Landsnets segir að þá hafi orðið „yfir- lestun á byggðalínunni“.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.