Fréttablaðið - 27.02.2013, Page 16

Fréttablaðið - 27.02.2013, Page 16
FÓLK|LYFTUR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir  AQUADOM Á Radisson Blu hótelinu í Berlín í Þýskalandi er hið sérstæða Aqua- Dom. Þar fer gegnsæ lyfta í gegnum 25 metra hátt fiskabúr. Í búrinu eru 984 þúsund lítrar af sjó og í kring- um 1.500 fiskar af 50 tegundum. Þrír til fjórir kafarar vinna við að gefa fiskunum á degi hverjum. UPP OG NIÐUR, NIÐUR OG UPP FURÐUR HEIMSINS Á vefsíðunni www.popularmechanics.com er að finna lista yfir flottustu, skrítnustu, hraðskreiðustu og stærstu lyftur heims.  BURJ KHALIFA Byggingin Burj Khalifa í Dubai er hæsta bygging heims. Í byggingunni eru 57 lyftur og meðal þeirra er að finna hraðskreiðustu lyftu heims. Hún hífir gesti á 65 km hraða á klukkustund upp 620 metra en það tekur að- eins 35 sekúndur ef farið er í einum rykk. Lyfturnar í Burj Khalifa eru á tveimur hæðum og útbúnar fínum og flottum afþreyingargræjum.  ANDERTON-BÁTALYFTAN Eina elstu bátalyftu heims er að finna í Cheshire á Englandi. Lyftan hífir skip úr einni vatnshæð í aðra. Anderton-bátalyftan var byggð árið 1875. Henni var lokað árið 1983 en hún var endurgerð árið 2002.  HALLANDI LYFTA Luxor-hótelið í Las Vegas er merkilegt enda í laginu eins og píramídi. Þessi lögun varð til þess að hanna þurfti lyftu sem gæti flutt fólk á milli hæða í 39 gráðu halla.   Helgi hefur starfað við lyftur frá árinu 1994 þegar hann hóf störf hjá Bræðrunum Ormsson. Árið 2000 stofnaði hann svo Íslandslyftur sem síðar keyptu lyftuhlutann af Bræðr- unum Ormsson. „Hér starfa 10 manns með mikla og fjölbreytta reynslu við að setja upp nýjar lyftur ásamt almennri lyftuþjónustu,“ segir Helgi. ALLAR STÆRÐIR OG GERÐIR Íslandslyftur er með fjölbreytt úrval lyfta fyrir bæði einstaklinga, fyrirtæki og húsfélög, allt frá sætislyftum fyrir stiga til hefðbundinna og stórra vöru- lyfta. „það hefur töluvert aukist að fólk sé að taka sætislyftur í stiga í stað þess að flytja þegar það er orðið fótalúið. Í flestum tilfellum er það hagkvæmari kostur en að selja íbúðina og kaupa aðra á jarðhæð.“ Pallalyftur frá sænska fyrirtækinu Aritco eru góð lausn þar sem aðstæður eru óhefðbundnar og rými lítið fyrir hefðbundna fólkslyftu. „Við höfum sett slíkar lyftur upp víða, bæði fyrir sveitar- félög og einstaklinga. Þær eru með sjálf- berandi lyftustokk og taka ekki nema um 2-3 daga í uppsetningu.“ ÖFLUG ÞJÓNUSTA Íslandslyftur sinna allri almennri lyftu- þjónustu, s.s. sölu á öllum útfærslum nýrra lyfta, endurnýjun á eldri lyftum auk eftirlits, viðhalds- og viðgerðar- þjónustu. „Inni í þessu er þjónusta á um 400 lyftum víðs vegar um land.“ Nýlega hreppti fyrirtækið stórt verk- efni í nýjan hluta Leifsstöðvar sem á að endurnýja. „Þar sjáum við um allar lyftur og stiga, svo það er mikið að gera og bjart fram undan hjá okkur.“ Um þessar mundir er Helgi að stand- setja nýtt skrifstofurými í húsnæði fyrir- tækisins að Vesturhrauni 3, Garðabæ. „Ætli það verði ekki klárt einhvern tímann í næsta mánuði og þá vil ég hvetja ein- staklinga sem eru að íhuga lyftu eða stiga- kaup að líta við hjá okkur. Við tökum vel á móti öllum.“ Á heimasíðu fyrirtækisins, www.islands- lyftur.is, má einnig skoða vöruúrvalið. LYFTU ÞÉR UPP MEÐ ÍSLANDSLYFTUM ÍSLANDSLYFTUR KYNNA Hjá Íslandslyftum ehf. fást fólkslyftur og rúllustigar af öllum stærðum og gerðum. Helgi Skúli Helgason eigandi segir mikinn uppgang hjá fyrirtækinu en nýlega var tilboð þess í stóra framkvæmd í Leifsstöð valið. MIKIL REYNSLA Helgi hefur starfað við í lyftugeiranum síðan 1994 og hefur því tölu- verða reynslu af lyftum. Auk þess starfar hjá Ís- landslyftum fjölbreyttur hópur fagmanna. MYND/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.