Fréttablaðið - 27.02.2013, Síða 20

Fréttablaðið - 27.02.2013, Síða 20
27. FEBRÚAR 2013 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● fermingar Kalkúnabollur með eggaldin ídýfu 500 g alifuglahakk Lúka brauðraspur Lúka hveiti 4 rauðar paprikur, hakkaðar 3 gulrætur, hakkaðar 1 laukur, hakkaður Þumall engifer, raspaður Lúka fersk steinselja, söxuð 2-4 hvítlauksrif, marin 1 msk. paprikukrydd 1 tsk. cayennepipar Salt og pipar eftir smekk Öllu blandað saman og mótað í bollur, sett á ofnplötu og bakað í um 20 mínútur við 180°C. Eggaldin-ídýfa 4 eggaldin Hálf krukka sólþurrkaðir tómatar 1-2 hvítlauksrif, pressuð Safi úr ½-1 sítrónu Smá sjávarsalt og nýmalaður pipar Skerið eggaldinið í tvennt og stingið með gaffli í hýðið á nokkrum stöðum. Setjið það með sárið niður á bökunarplötu í 200°C heitan ofn og bakið í 30-45 mín. allt eftir stærð. Þegar eggaldinið er bakað þá er skafið innan úr því og sett í skál með hvítlauk, sítrónusafa, sólþurrkuðum tómötum, salti og pipar. Polentukaka með parmask- inku, brie og rauðrófuhum- mus 250 g polentumjöl 1 lítri kjúklingasoð 80 g rifinn parmesanostur 80 g rjómaostur Hitið kjúklingasoð að suðu, stráið þá polentumjölinu út í pottinn og pískið stöðugt. Sjóðið í um það bil 10 mín- útur og hrærið í með sleif. Setjið svo po- lentuna í muffins-form ( álform) best er að fylla formið að 1/3 svo kökurnar verði ekki of þykkar og kælið svo. Rauðrófuhummus 250 g rauðrófur 1 hvítlauksgeiri Skvetta sítrónusafi 2 msk. tahini 1 msk. cumin Bakið rauðrófurnar í 200°C heitum ofni í um eina til eina og hálfa klukkustund. Kælið og skrælið þær svo. Rauðrófur og allt annað hráefni sett í mat- vinnsluvél og unnið saman þar til maukið er orðin silkimjúkt. Smakkið til með salti og pipar. Takið svo polentuna úr formunum, setjið hálfa skinkusneið á hverja köku, sneið af brie osti og te- skeið af rauðrófuhummus. Má skreyta líka með ferskum kryddjurtum. Brauðsnittur með saltfisksmús 1 snittubrauð – gerir um það bil 20 snittur Ólífuolía Bakaraofn stilltur á 220°C, undir- og yfirhita. Brauðin eru sneidd í mátulega þykkar sneiðar, dá- lítið á ská þannig að sneiðarnar verði stærri. Sneið- unum er raðað á ofnplötu klædda bökunarpappír og hver og ein sneið pensluð með ólífuolíu. Brauð- in bökuð við 220 gráður í nokkrar mínút- ur þar til þau eru orðin passlega gullin- brún. Þá eru þau tekin út og leyft að kólna. Saltfisksmús 230 g útvatnaður, beinlaus og roðflettur saltfiskur 1 stór bökunarkartafla 700 ml mjólk 1 lítið búnt kóríander 1 hvítlauksgeiri – marinn 200 ml ólífuolía Salt og pipar Sjóðið kartöfluna í vatni. Hitið mjólk að suðu, og sjóðið saltfiskinn í mjólkinni í um 10 mínútur. Takið pottinn af hitanum og látið kólna aðeins í pottin- um. Sigtið soðið frá og setjið fiskinn í matvinnslu- vél, geymið mjólkursoðið. Setjið kóríander og hvít- lauk í matvinnsluvélina og hrærið saman. Setjið ólífuolíuna hægt og rólega út í og setjið svo 1/3 af mjólkinni varlega saman við. Smakkið til með salti og pipar. Setjið fallega með skeið ofan á hverja snittu. Hægt að skreyta með klettasalati og ólífum. Brauðsnittur með tómötum og basil Þessar eru klassík og klikka aldrei 1 snittubrauð – gerir um það bil 20 snittur Ólífuolía Bakaraofn stilltur á 220°C, undir- og yfirhita. Brauðin eru sneidd í mátulega þykkar sneiðar, dá- lítið á ská þannig að sneiðarnar verði stærri. Sneið- unum er raðað á ofnplötu klædda bökunarpappír og hver og ein sneið pensluð með ólífuolíu. Brauð- in bökuð við 220°C í nokkrar mínútur þar til þau eru orðin passlega gullinbrún. Þá eru þau tekin út og leyft að kólna. Tómatsalat 2 tómatar Búnt af fersku basil 2 hvítlauksgeirar, kramdir Ólífuolía 50 g rifinn parmesanostur Salt og pipar Skerið kross í tómatana og dýfið þeim út í sjóðandi vatn í um það bil 15 sekúndur. Setjið þá svo strax í ískalt vatn. Afhýð- ið svo tómatana og kjarn hreinsið. Sker- ið svo í litla bita og kryddið með salti, pipar, basil og ólífuolíu og par- mesanosti. Setjið fallega á brauðsnitt- urnar. Heiðdís Hauksdóttir matreiðslumaður starfar á leikskólanum Aðalþingi þar sem enginn sykur er notaður í matargerðina. Allur matur er unninn frá grunni eftir því sem hægt er. „Ef ég væri að ferma myndi ég velja smáréttahlaðborð. Það er hægt að raða saman ýmsum smá- réttum á smekklegan hátt. Ég hef séð um fermingarveislu um miðjan dag þar sem boðið var upp á ýmsa smárétti. Það er sitt lítið af hverju og við allra hæfi,“ segir Heiðdís, sem starfaði lengi á veit- ingastaðnum La Primavera. Hún matreiðir núna á leik skólanum Aðal þingi í Kópavogi þar sem ein- ungis er boðið upp á holla rétti fyrir börnin með áherslu á græn- meti og ávexti. „Börnin fá nýbakað brauð á hverjum degi. Tvær elstu deildirnar hafa hlaðborð að velja úr. Þau velja matinn sjálf og eru hvött til að smakka allt,“ segir Heiðdís. „Með góðu skipulagi er hægt að útbúa mat í fermingarveislu á auðveldan hátt enda þurfa upp- skriftir ekki að vera flóknar til að vera góðar. Margt er hægt að gera nokkrum dögum áður. Síðan er klassískt að hafa kransakökur og fermingartertu með kaffinu. Það eru ótal hugmyndir að smáréttum, eins og til dæmis alls kyns kjöt- bollur, brauðsnittur, kjöt, fiskur eða grænmeti á spjóti, fyllt egg, salöt, brauð og pestó, fylltar pönnukökur, carpaccio, fyllt grænmeti, pylsur, pastasalöt, eggjakökur, mini pitsur og svo mætti lengi telja,“ segir Heiðdís sem býður hér uppskriftir að nokkrum girnilegum smáréttum fyrir fermingarveisluna. - ea Glæsilegt smáréttahlaðborð Heiðdís Hauksdóttir matreiðslumaður eldar hollan mat ofan í leikskólabörn á daginn. Hér gefur hún frábærar uppskriftir að smáréttum á fermingar- borðið. MYNDIR/DANÍEL Kalkúnabollur sem hitta alltaf í mark. Sjónmælingar (tímapantanir): Optical Studio Smáralind, s. 528 8500 og Optical Studio Keflavík, s. 4213811 Umgjörð: Lindberg Spirit Umgjörð: Chrome Hearts Með öllum margskiptum glerjum fylgir annað par frítt í þínum styrkleika. Láttu þetta ekki framhjá þér fara. Ritstjórn: Vera Einarsdóttir | Höfundar efnis: Elín Albertsdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir, Starri Freyr Jónsson, Sólveig Gísladóttir, Víðir Guðmundsson og Þórdís Lilja Gunnarsdóttir | Forsíðumynd: Stefán Karlsson | Fyrirsætur: Thelma Karen Jónsdóttir og Haraldur Steinar Skúlason. | Auglýsingar: Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 og Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512-5462 | Útgefandi: 365 miðlar, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.