Fréttablaðið - 27.02.2013, Síða 22

Fréttablaðið - 27.02.2013, Síða 22
27. FEBRÚAR 2013 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● Fermingar ÍSAFOLD 1889 Fermingargjöf Ljómandi falleg og eiguleg er IÐUNN öll frá upphafi, 6 bindi, í skrautbandi á 16-17 kr. Ein- stök bindi 3-4 kr. Fæst í bókaverzlun Ísafoldar- prentsmiðju. ÞJÓÐÓLFUR 1897 Beztu fermingargjafir eru góð vasaúr. Nýjar birgðir af beztu Anker- og Cylinder-úrum, í mjög fallegum gull- og silfurkössum, handa körlum og konum. Lægsta verð mót borgun út í hönd; fleiri ára ábyrgð. Einnig stórt úrval af úrfestum og kapselum af öllum tegundum. Hjá Guðjóni Sigurðssyni. VESTRI 1908 Mikið úrval af ferm- ingargjöfum svo sem úr, úrfestar, brjóstnálar, armbönd, hálsfestar og ótal margt fleira. Tilbúnir KARLMANNA- FATNAÐIR. Guðríður Árnadóttir. REYKJAVÍK 1907 Fermingargjafir. Watermann‘s eða Hayden‘s lindarpennar eru góð fermingargjöf hvort heldur fyrir pilt eða stúlku. »Kátur piltur« eftir Bjørnson (lkr. 25au.) og »Fjórar sögur« eftir sama (65au.) eru líka vel fallnar fermingargjafir (sbr. fermingar- söguna í Kátum pilti). Jón Ólafsson Laufásvegi 5. REYKJAVÍK 1900 Í bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar fæst: Sálmabókin nýja, 5. útgáfa í skrautbandi, gylt í sniðum. Kostar 6 kr. Fæst einnig í ódýrara skrautbandi á 4 og 5 kr. Er einkar hentug í fermingargjafir. VÍSIR 1919 Margar góðar fermingargjafir og þar á meðal sjálfblekingar. Versl. „Goðafoss“ Laugav. 5. Sími 436. NORÐRI 1909 Nýkomið í bókaverzlun Kr. Guðmundssonar: Ág. Bjarnason: Austurlönd. Jón Trausti: Smásögur. Jónas Guðlaugsson: Dagsbrún. Bjarni Jónsson frá Vogi: Blíðvindi. Jón Ólafsson: Stafróf viðskiftafræðinnar. Sögusafn Þjóðviljans 15. og 16. ár. Rímur af Gísla Súrssyni. Rímur af Svoldarbardaga. Rímur af Álaflekk. Ennfremur úrval af útlendum skemmti- og fræðibókum eftir ýmsa fræga höfunda. Sér- staklega skal bent á bækur mjög hentugar til fermingargjafa. VÍSIR 1912 Bestu fermingargjafir eru góð reiðhjól, fást til 1. maí með tækifærisverði hjá Þórði Jóns- syni úrsmið, Aðalstræti 6. HLJÓMLISTIN 1912 Fortepiano frá Hornung & Möller, konungl. hirðsala í Kaupmannahöfn, seljast með ágætustu afborgunarkjörum: Mega borgast með jöfnum afborgunum á 35-37 mánuðum. Betri fermingargjöf handa söngelskum unglingum get ég ekki hugsað mér. Virðingarfyllst Jón Pálsson organisti við Fríkirkjuna í Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ 1915 Smekklegar fermingar- gjafir, vandaðir íslenzkir smíðisgripir úr gulli og silfri. Víravirkisbelti. Jón Sigmundsson gullsmiður. MORGUNBLAÐIÐ 1935 Kommóðurnar skrautmáluðu eru hentugasta fermingargjöfin. Ódýrar en nytsamar. Húsgagnaverslun Kristjáns Siggeirssonar, Laugavegi 13. FÁLKINN 1930 Fermingargjafir. Hálsfestar, margar gerðir og litir. Armbönd. Greiðu- veski. Lítil samkvæmis- veski. Ilmvatn í stórum og litlum glösum. Ilmvatnssprautur o.m.fl. Burstasett í fallegum litum er kærkomnasta fermingargjöfin. Hjúkrunardeildin, Austurstræti 16. — Símar 60 & 1060. DAGBLAÐ 1925 BRAMPTON Fálkahjól, sérstaklega hentug til fermingargjafa. Hefir reynslan sýnt, að þau eru ein af allra beztu tegund- um, sem til landsins hafa fluzt, enda seld með 5 ára ábyrgð frá verksmiðjunni. Hin ágætu „BRENNA- BOR“-reiðhjól, sem við höfum einkaumboð á hér á landi, fáum við með næstu skipum. Reiðhjólaverksm. „Fálkinn“. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 1920 Með síðustu skipum hefi eg fengið mjög mikið af vörum, heppilegum til sumar- og fermingargjafa, t.d.: Prismakíkira afar góða, Gilletterakvélar og blöð í þær, beztu rak- vélar heimsins. Allskonar gull- og silfurskraut, silfur- og plettborðbúnað. Göngustafi með fílabeinshandfangi. Beztu úrtegund sem flyst til landsins, í gull-, silfur- og nikkelkössum. Pallasaumavélarnar ágætu, sem við seldum svo mikið af fyrir stríðið. Sömuleiðis hefi eg fengið vekjaraklukkur, reyklituð gleraugu, og margt fleira. Með mikilli virðingu. Yðar Halldór Sigurðsson. VÍSIR 1929 Stór útsala í Klöpp Grammófónar seljast nú á útsölunni fyrir gjafverð. Munið að grammófónn er kærkomin fermingargjöf. Góðar plötur kosta hjá okkur kr. 2,95. Gefið barninu yðar verulega vandað reiðhjól í fermingargjöf. — Við höfum þessi heims- frægu „WITTER“ reiðhjól. — Góðir greiðsluskil- málar. VÍSIR 1929 Fermingargjafir í fjölbreyttu úrvali, svo sem: Silkislæður Vasaklútakassar Hálsfestar Skrautöskjur Silkinærfatnaður Treflar Manicurekassar Seðlaveski Buddur Hanskar Verslunin Egill Jacobsen. SIGLFIRÐINGUR 1935 Beztu fermingargjafirnar eru myndavélar á kr. 12,00, sem fást aðeins í Lyfjabúðinni. MORGUNBLAÐIÐ 1940 Kærkomnar fermingargjafir: BORÐLAMPAR LESLAMPAR Skermabúðin Laugaveg 15. FÁLKINN 1940 Bezta og kærkomnasta fermingargjöfin er fallegt Drengjatjald með súlum og hælum frá okkur. GEYSIR VEIÐARFÆRAVERSLUN ALÞÝÐUBLAÐIÐ 1945 Enginn er í vandræðum með fermingar- gjöfina, eftir að hafa litið á útskornu askana í Verzlun G. Sigurðssonar & Co. Grettisgötu 54. f e rm inga rg j a f i r na rBeztuGamlar auglýsingar gefa góða og jafnframt skemmtilega sýn á fermingargjafir í gegnum tíðina. Gluggað var í gömul blöð á www.tímarit.is og hér fyrir neðan eru tekin nokkur dæmi af auglýsingum um vinsælar fermingargjafir á fyrri hluta tuttugustu aldar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.