Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.02.2013, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 27.02.2013, Qupperneq 24
27. FEBRÚAR 2013 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● Fermingar Tónlistarmaðurinn Egill Ólafs- son fermdist í Háteigskirkju 2. apríl árið 1966 hjá séra Arn- grími Jónssyni. Við báðum Egil að rifja upp fermingardaginn. „Það er næstum hálf öld síðan, en eitthvað situr eftir. Ég man að ég fór með orðin; „Syng- ið Drottni nýjan söng, syng- ið drottni öll lönd,“ rifjar hann upp og segist ekki hafa velt því mikið fyrir sér hvort hann ætti að fermast eða ekki. „Þetta var löngu fyrir þannig vangavelt- ur, held ég. Börn gerðu það sem fyrir þau var lagt. Það kom ekk- ert annað til greina en að láta ferma sig. Ég var næstfremst- ur, næst minnstur og ég velti fyrir mér því sem ég átti að segja við prestinn, það var í hálfum hljóðum. Svo var það trúar játningin, en við vorum alltaf að læra utanbókar í skól- anum, svo þetta var ekki stórmál,“ segir hann. Spurður af hverju hann sé svo brúnaþungur á fermingarmyndinni segist hann hafa verið alvarlega þenkjandi yfirleitt. „Ég var alvar- legur ungur maður, nánast alltaf.“ Egill segir þó hafa verið líf og fjör í veislunni á eftir, sem var fjölmenn. „Dagurinn var blautur, mig minnir að þetta hafi verið annar í páskum, en veislan var fjölmenn og ég og félagi minn Jóhann Kristins son, síðar bassaleikari í Flowers, lékum fyrir dansi og skemmtum. Þá man ég að systir mín, Ragnheiður, söng nokkur Jenka-lög en hún sér- hæfði sig í þeim. Jenkað var þá vinsælt og allir tóku þátt í dansinum. Það voru margir í veislunni, allur frændgarðurinn. Ég fékk svolítinn pening sem ég keypti mér svefnpoka og prímus fyrir, og Omega- úr fékk ég að gjöf, svo fór ég með mömmu til Köben og keypti aðgöngumiða á Marlene Dietrich í Glass- salen í Tívolí. Ekki vissi ég þá að ég ætti eftir að standa á því sviði síðar. Marlene hafði fágaða sviðsframkomu, ég man að hún reykti á sviðinu og söng Raindrops Keep Falling on My Head, með fallegum þýskum hreim. Hún var flott, það sagði mamma.“ Var alvarlegur ungur maður, nánast alltaf Egill Ólafsson rifjar upp fermingardaginn 2. apríl árið 1966. Egill Ólafsson Kirkjur landsins reyna að gera fermingarfræðsluna skemmtilega og aðgengilega fyrir fermingarbörnin. Þótt áherslan sé á kristna trú snýst fræðslan líka um að hjálpa unglingum að vera góðir þjóðfélagsþegnar. Fermingarfræðslan hefur tekið mikl- um breytingum undanfarna áratugi. Áður fyrr var meiri áhersla lögð á utanbókar- lærdóm, en fræðslan í dag tekur meira mið af samveru barnanna og áherslu á að þroska persónulega færni þeirra. Ólafur Jóhann Borgþórsson, prestur í Seljakirkju, segir þó grunninn í fræðslunni vera svip- aðan milli ára en meiri áhersla sé lögð á að gera fræðsluna skemmtilega og aðgengi- lega. „Það hefur til dæmis tíðkast víða að hefja fermingarundirbúninginn áður en skóli hefst á haustin. Þá fara hópar saman í ferð í Vatnaskóg þar sem hluti fræðslunnar fer fram. Þar fá líka krakkarnir og prestur- inn þeirra að kynnast betur í afslöppuðu um- hverfi í upphafi, sem hefur góð áhrif á fram- haldið.“ Ólafur nefnir einnig að þótt fermingar- fræðslan snúist fyrst og fremst um kristna trú sé ekki síður lögð áhersla á ýmsan annan gagnlegan fróðleik fyrir unglingana. „Við í Seljakirkju höfum til dæmis fengið toll- vörð og fíkniefnahund í heimsókn og ræðum skaðsemi fíkniefna. Sums staðar fá krakk- arnir góða gesti til að ræða eitt og annað, til dæmis um sjálfsmynd þeirra og mikilvægi þess að unglingar standi með ákvörðunum sínum. Því þótt áherslan sé á kristna trú þá snýst fermingarfræðslan ekki síst um hvað það þýðir að vera kristinn einstaklingur og bara almennt góður þjóðfélagsþegn.“ ÞÁTTTAKA Í KIRKJUSTARFINU Sem fyrr segir er orðið algengt að fermingar fræðslan hefjist áður en form- legt skólastarf hefst á haustin. Ólafur segir svo misjafnt eftir kirkjum hvernig því starfi er háttað í upphafi en yfir veturinn hittist börnin yfirleitt einu sinni í viku. „Liður í fræðslunni er að þau fái að kynnast starfi kirkjunnar og er því gert ráð fyrir að þau taki þátt í starfi kirkjunnar og í unglinga- starfinu svo þeir kynnist öllum hliðum kirkjustarfsins. Þetta eru þó engin ósköp. Tíu messur eru lágmark en flestir mæta oftar.“ Skólabekkirnir eru nær alltaf saman í fermingarfræðslu og hefur það lítið breyst milli ára. Ólafur segir það vera hentuga stærð auk þess sem krökkunum líði yfirleitt betur þannig. „Þau þora frekar að vera þau sjálf ef þau eru í kunnuglegu umhverfi með öðrum krökkum sem þau þekkja og standa þannig sterkari að vígi.“ SPYRJA KREFJANDI SPURNINGA Spurður hvort unglingar í dag séu mikið að velta trúnni fyrir sér segir Ólafur þá vera mjög meðvitaða um hvað þau eru að gera. „Maður hefur lengi heyrt þessa mýtu um að krakkar fermist gjafanna vegna en ég mundi aldrei þora að benda á einhvern og segja að hann sé að fermast pakkanna vegna. Í fermingarfræðslunni eru gerðar miklar kröfur um vinnu og verkefnaskil auk þess sem þau taka próf í lokin. Þannig finnst mér þau upp til hópa ákaflega meðvituð um hvað þau eru að ganga í gegnum. Ferming þykir ekki jafn sjálfsagður hlutur eins og áður fyrr og í dag taka þau frekar upplýsta ákvörðun um ferminguna og það sem fylgir í kjölfar hennar. Flestir fara þá leið að ferm- ast og þannig skapast miklar umræður um ferminguna. Krakkar eru líka ófeimnir við að spyrja krefjandi spurninga ef þeir skilja ekki allt. Þau eru líka gagnrýnin sem er alveg frábært. Trúin er einu sinni þannig að ekki er hægt að skýra allt út með rökum og þá vilja þau fá frekari svör.“ Reglulega sprettur fram umræða um hvort hækka ætti fermingaraldurinn. Ólafur er ekki sammála þeim skoðunum og finnst núverandi fyrirkomulag mjög hentugt. „Það sem er svo heppilegt við þennan aldur er að krakkarnir þora að vera þeir sjálfir og segja sína meiningu. Þeir eru ekki enn komnir á hörðustu unglingsárin þegar þeir eru að breytast svo mikið. Auk þess er fræðslan líka gott veganesti inn í unglingsárin. Börn- in eru að velta fyrir sér lífinu og dauðan- um og mörg þeirra hafa upplifað hann. Þess vegna held ég að þetta sé góður aldur. Auð- vitað eru rök með og á móti þessu. Svona hefur þetta að minnsta kosti verið og mér finnst engin ástæða til að breyta þessu.“ Gott veganesti inn í unglingsárin „Krakkarnir þora að vera þeir sjálfir og segja sína meiningu,“ segir Ólafur Jóhann Borgþórsson, prestur í Seljakirkju. MYND/STEFÁN DALSHRAUN 8RB RÚM 220 HAFNARFIRÐI SÍMI 555 0397WWW.RBRUM.IS OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ 8 - 18 OG Á LAUGARDÖGUM FRÁ 10 - 14 FERMINGARGJÖF raraðir hefur Ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllum stærðum og gerðum, allt eftir óskum skiptavina. andi stífleika er hægt að velja allt eftir þyngd þeirra sem á dýnunum hvíla. Þú velur rétta hæð á rúmið þitt og stígur létt framúr. Mikið úrval af öllum tegundum rúma. Hafið samband við sölumenn okkar fyrir frekari upplýsingar. Be tri S to fa n Í á við Mismun 32.000 kr. 49.000 kr. 59.900 kr. Kistill Rúm 90x200 - Verð fráKistill Fylgir hverju rúmi RB rúm hlaut á dögunum alþjóðleg verðlaun á International Quality Crown Awards í London,fyrir vandaða framleiðslu og markaðssetningu. Þetta eru stór verðlaun en það er bara eitt fyrirtæki í hverri grein sem fær þessi verðlaun ár hvert. 7.500 kr. RB RÚM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.