Fréttablaðið - 27.02.2013, Side 26

Fréttablaðið - 27.02.2013, Side 26
27. FEBRÚAR 2013 MIÐVIKUDAGUR8 ● fréttablaðið ● fermingar Yfirlýsingagleði eiginmannsins varð til þess að fjölskylda í Grindavík ákvað fyrir átta árum að stofna reikning og byrja að safna fyrir fermingu elsta sonarins. „Þegar maðurinn minn var rétt innan við þrítugt sat hann á kaffistofunni í vinnunni og heyrði vinnufélaga sína barma sér yfir kostnaði sem fylgir fermingu. Hann skellti því þá fram að fólk hefði nú vitað í fjór- tán ár að líkur væru til að barnið fermdist og hefði því haft nægan tíma til að undirbúa sig. Fátt varð um svör en þegar Róbert kom heim sama dag sagði hann við mig: „Við verðum að stofna reikning“.“ Þannig lýsir Valgerður Freyja Ágústsdóttir upphafinu að því að hún og eiginmaður hennar, Róbert Ragnarsson, stofnuðu sérstakan reikning til að safna fyrir stórum atburðum í lífi sona þeirra Ragnars Ágústs og Fróða, sem á þessum tíma voru fjögurra og sjö ára gamlir. Síðan þá hefur einn bæst í hópinn, hinn fjögurra ára Egill. Ragnar Ágúst verður fermdur í vor og með þessari fyrir- hyggjusemi á fjölskyldan fyrir öllum þáttum fermingarinnar, veislunni , myndatökunni , fötunum og gjöfinni. „Við áætlum að allur kostnaður vegna fermingar miðað við 100 manna veislu, með gjöfinni sé allt að 500 þúsund krónur,“ lýsir Val- gerður. Veislan verður í sal og boðið verður upp á smárétti. „Við verðum ekki með aðkeypta veisluþjónustu heldur ætlum að kaupa suma smáréttina og gera aðra frá grunni.“ En hversu mikið lögðu þau til hliðar í hverjum mánuði öll þessi ár? „Við byrjuðum á fimm þúsund krónum á mán- uði og svo bara eftir því hvað við gátum hverju sinni,“ segir Valgerður en sjóðurinn hefur einnig nýst í ýmis legt annað eins og sumarbúða dval ir drengjanna auk þess sem hann kom sér vel fyrir utanlandsferð fjölskyldunnar síðasta sumar. Valgerður segir afar góða til- finningu fylgja því að eiga fyrir fermingunni. „Maður getur leyft sér að hlakka til og gleðjast og hafa ekki of miklar áhyggjur af kostnaði,“ segir hún og hvetur fólk til að byrja snemma að spara. „Þetta er fyrst og fremst spurning um að stofna sér-reikn- ing, jafnvel stuttu eftir fæðingu barnanna. Upphæðirnar þurfa ekki að vera háar. Flestir geta séð af eitt til tvö þúsund krónum og svo er hægt að auka sparnað- inn þegar tækifæri gefst.“ Þau Valgerður og Róbert eru ekki hætt að spara eftir ferm- inguna í vor enda önnur ferming eftir þrjú ár og svo aftur eftir tíu ár. Þá er þessum sjóði einnig ætlað að mæta kostnaði vegna bílprófa drengjanna sem kosta skildinginn í dag. „Við höldum því bara áfram á sömu braut enda orðin vön þessu,“ segir Valgerður glaðlega. - sg Spöruðu í átta ár fyrir fermingunni Valgerður og Róbert með sonum sínum Ragnari Ágústi, Fróða og Agli. Mörgum reynist erfitt að vera mið- depill athyglinnar á fermingar- daginn. Í kirkjunni njóta ferm- ingarbörnin stuðnings í fjöldan- um en þegar kemur að því að segja nokkur orð í veislunni, hvort sem fermingar barnið ætlar að halda ræðu eða bara bjóða gesti vel- komna, stendur það eitt og athygli allra beinist að því. Hjartað getur farið að hamast, lófarnir svitna og hálsinn verður þurr. Eftirfarandi ráð má nýta sér til að losna við sviðsskrekkinn. 1. Æfðu það sem þú ætlar að segja. Það er alltaf betra að vera vel undir- búin/n hvort sem þú ætlar að syngja eða bara segja nokkur orð. Skrifað niður það sem þú ætlar að segja og æfðu þig í nokkra daga fyrir veisluna þar til þú kannt það upp á tíu. 2. Hreyfðu þig. Hreyfing losar um kvíða og stress og því væri gott að stunda einhverja hreyfingu, sem þú hefur gaman af, þrisvar til fjórum sinnum í viku fyrir stóra daginn. Til dæmis göngutúrar, hlaup eða hjóla- túrar. Það gæti jafnvel verið sniðugt að fara í stuttan göngutúr að morgni fermingardagsins til að róa aðeins taugarnar. 3. Notaðu öndunaræfingar til að ná tökum á stressinu. Andaðu inn um nefið í tvær sekúndur. Andaðu svo frá þér gegnum munninn í fjórar sekúndur. Endurtaktu þetta í nokkrar mínútur þar til þú er orðin pollróleg/ur. Gerðu þessa öndunar- æfingu rétt áður en þú ætlar að koma fram til að róa þig niður og hægja á hjartslættinum. 4. Æfðu þig í að sjá ánægjulega mynd fyrir þér í huganum, sem tengist ræðunni sem þú ætlar að halda. Lokaðu augunum og sjáðu til dæmis fyrir þér gestina brosa til þín og klappa fyrir þér. Burt með sviðsskrekkinn ÍS LE N SK A SI A. IS I C E 6 28 90 0 2/ 13

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.