Fréttablaðið - 27.02.2013, Side 28

Fréttablaðið - 27.02.2013, Side 28
27. FEBRÚAR 2013 MIÐVIKUDAGUR10 ● fréttablaðið ● fermingar Hárgreiðslan er eitt af því sem þarf að vera í lagi á fermingardaginn. Við fengum Bryndísi Rán Magnúsdóttur, hársnyrti á Hár Expo, til að sýna okkur það vinsælasta í fermingargreiðslum. „Tískan í fermingar greiðslunum fer vítt og breitt í ár,“ segir Bryndís Rán Magnúsdóttir, hár- snyrtir á Hár Expo á Laugavegi, en við fengum hana til að segja okkur frá því vinsælasta í hár- tískunni fyrir ferminguna. „Fyrir stelpurnar sem vilja hafa hárið slegið eru það krullur og mjúkir liðir. Núna er líka mikið um fléttur og mikið um fléttu-uppgreiðslur fyrir fermingarnar, til dæmis fastar fléttur upp úr hnakkarótinni. Það er aðeins verið að setja blóm í hárið og svo er fallegt að setja litla steina í flétturnar en það er ekki eins mikið um skraut í hárið og hefur verið,“ segir Bryndís og rifjar upp þegar hún sjálf fermdist. „Ég fermdist árið 1999 og var eins og blómabeð,“ segir hún hlæjandi. „Þá voru líka miklu meiri greiðslur en í dag, nú er þetta allt miklu léttara og náttúrulegra. Hjá strákunum er núna mikið um rokkabillý-greiðslur fyrir ferminguna. Það var meira um lubba árin áður en nú eru margir strákar með stutt í hliðunum og meira hár ofan á kollinum, það sama á við um fermingar- strákana. Til að ná rokkabillý- greiðslunni er notað gel í hárið og það er ekkert að því að strákarnir blási hárið svolítið upp. Ég segi oft við strákana sem ég er að klippa að þeir megi alveg nota hárlakkið hjá mömmu sinni og hárblásarann og mér finnst strákarnir vera farnir að hafa meira fyrir hárinu á sér. En þeir vilja kannski ekki viður- kenna það.“ Bryndís segir krakkana ekki endilega lita á sér hárið fyrir ferminguna en oft geri þau hressilega breytingu eftir ferminguna, til dæmis með nýrri klippingu og ýktum lita- breytingum. - rat Rokkabillý, liðir og fléttur Frjálslegar fléttur og uppsett hár með fastri fléttu í hnakk- anum verða vinsælar fermingargreiðslur í ár. Fyrir þær sem vilja hafa hárið slegið eru það krullur og mjúkir liðir sem ráða. Módel: Thelma Karen Jónsdóttir. MYND/STEFÁN Rokkabillýhár verður vinsælt hjá strákunum fyrir ferminguna. Bryndís segir strákana mega vera ófeimna við að nota gel og hárlakk og blása svo hárið á sér upp. Módel: Haraldur Steinar Skúlason. Sigríður Kristjana Þorkelsdóttir, sem ávallt er kölluð Sísí, fermist 23. mars og segist spennt fyrir því að ganga að altarinu, hitta alla ættingja sína í veislunni og opna pakkana. Mikið hefur verið að gera hjá Sísí í vetur. Hún æfir fótbolta og spilar á píanó en hefur þess í milli gengið til prests eins og önnur fermingarbörn. „Séra Örn Bárður Jónsson og séra Sigurður Árni Þórðarson úr Neskirkju hafa verið með okkur. Við horfðum á mynd um Jesú, lærðum um skírnina, kærleikann og fleira tengt trúnni. Mér finnst ég hafa lært meira um Guð og Jesú,“ segir Sísí um fermingarfræðsluna. Aðspurð hvernig hún hafi ástundað trúna segir hún trúaruppeldið hafa verið mjög hefðbundið. Hún hafi farið í kirkjur á hátíðisdögum og eftir tilfellum. „Ég fer með bænir á hverju kvöldi og hef gert lengi, þar á meðal er faðirvorið.“ Fermingin verður í Neskirkju klukkan 13.30 en veisla á Hallveigarstöðum í sal Kvenréttindafélag Ís- lands seinna um daginn. „Mamma og pabbi voru með mér í að undirbúa veisluna. Þau komu með hugmyndir og ég sagði þeim hvað ég vildi. Skreytingarnar verða lime-grænar og á boðstólum verður bayonne-skinka, kökur og villisveppasúpa,“ sem er í uppáhaldi hjá Sísí. „Svo fengum við kerti og gestabók með skrautskrift hjá nunnunum í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði.“ Sísí er búin að velja sér fermingarföt og fer í mynda- töku á Ljósmyndastofu Erlings nokkru fyrir fermingu. „Ég valdi mér fallega dökkbláan kjól úr Dúkku húsinu og skó úr Kaupfélaginu. Ég veit samt ekki hvernig myndatakan verður, er ekkert búin að ákveða.“ Tilhlökkunin vex eftir því sem nær dregur ferm- ingunni enda ekki á hverjum degi sem maður ferm- ist. „Ég er spennt fyrir því að hitta fjölskyldu mína og vini, en mörg búa úti á landi svo ég hitti þau ekki svo oft. Einnig verður skrítið að ganga inn í kirkju fulla af fólki sem er að horfa. Svo hlakka ég líka til þess að opna gjafirnar.“ Margir vinir Sísíar fermast sama dag sem setur smá skugga á daginn. „Það er svolítið leiðin- legt að komast ekki í veislurnar hvert hjá öðru.“ - vg Vaxandi tilhlökkun „Ég er spennt fyrir því að hitta fjölskyldu mína og vini, en margir þeirra búa úti á landi. Einnig verður skrítið að ganga inn í kirkju fulla af fólki sem er að horfa,“segir Sísí um ferminguna. MYND/ANTON Skartgripir • skartgripatré • veggmyndir rúmföt og fleira. Góð verð. Firði Hafnarfirði Sími 555 6655 - 662 5552 • kokulist@kokulist.is Hannaðu fermingarkortið á oddi.is Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is NÝR END URB ÆTT UR VEF UR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.