Fréttablaðið - 27.02.2013, Síða 38

Fréttablaðið - 27.02.2013, Síða 38
27. FEBRÚAR 2013 MIÐVIKUDAGUR20 ● fréttablaðið ● fermingar Svandís Lóa Ágústsdóttir er fimm barna móðir í Ólafsvík. Hún á fjórar dætur og einn son sem öll hafa fermst í þjóðbúningum. Svandís Lóa og eiginmaður hennar, Þór- arinn Steingrímsson, eru reynslu mikil þegar kemur að fermingum. Þau hafa búið í Ólafsvík frá árinu 2001 en höfðu áður búið í Borgarnesi, Búðardal og í stuttan tíma á höfuðborgar svæðinu. „Okkur líkar mjög vel hér í Ólafsvík og höfum ekki hugsað okkur að flytja framar,“ segir Svandís, sem starfar í saltfiskvinnslu. Þórarinn er hins vegar sjúkraflutningamaður. Svandís er alin upp í Borgarnesi og var aðeins þrítug þegar hún fermdi fyrsta barnið. „Ég hef aldrei verið stressuð fyrir fermingu barnanna. Ég var með heitan mat í öll skiptin og leigði sal svo þetta var ekki mikið mál. Þar fyrir utan ákvað ég, þegar elsta dóttir mín fermdist, að hún myndi klæðast þjóðbúningi og þeim sið hélt ég síðan fyrir öll börnin. Sonurinn er yngstur en hann fermdist um hvítasunnu árið 2011,“ segir Svandís Lóa og hann er eina barnið sem enn er heima. „Elsta dóttirin var fermd í Borgarnesi, tvær dætur í Búðardal og þau yngstu hér í Ólafsvík. Það var ekki mikill munur á því að ferma á þessum stöðum nema sá að fermingarbörnin voru mjög fá í Búðardal en mörg hér. Kirkjan í Ólafsvík er auk þess bæði stærri og betri en í Dölunum. Við héldum veisluna í veiðihúsi í Dölunum sem var skemmtilegt en hérna höfum við haldið veislu í Gufuskálum og í félags- heimilinu Klifi.“ Svandís segir að þar sem margir gestir komi langt að hafi aldrei komið annað til greina en að bjóða upp á heitan og kaldan mat. „Þegar gestirnir aka heim eru þeir saddir,“ segir hún. „Ég hugs- aði þetta út frá sjálfri mér því þegar við förum í veislu í Reykjavík er voða gott að koma beint í mat,“ bætir hún við. „Ég útbjó matinn sjálf í fyrstu ferminguna en síðan hef ég kosið að kaupa hann. Síð- ast vorum við með hlaðborð með köldum réttum en einnig var boðið upp á heitan rétt. Það gátu því allir fengið eitthvað við sitt hæfi.“ Svandís segist bjóða nánustu fjölskyldu og þeim sem hún hefur mest samskipti við. „Það hafa verið um áttatíu manns í fermingarveislum hjá okkur. Mér hefur sýnst að fermingarveislur úti á landi séu svipaðar og í bænum, töluvert í þær lagt. Þegar sonurinn fermdist langaði mig til að við yrðum öll í þjóðbúningum, við leigðum búninga svo það væri fram- kvæmanlegt. Það var ákaflega skemmti- legt og vakti mikla athygli. Yfirleitt er alltaf fermt um hvítasunnuna og þá er oft gott veður.“ Svandís segist vera skipulögð að eðlis- fari og vill gera alla hluti með góðum fyr- irvara. „Ég var alltaf með fermingar tertu og kransaköku og lagði mikla áherslu á að gera veisluborðið fallegt,“ segir hún. „Hins vegar fannst mér aldrei ástæða til að kvíða veislunni, miklu heldur að hafa þetta ánægjulegt.“ - ea Fermdust öll í þjóðbúningum Karen Ýr á fermingardaginn sinn með Snæfellsjökul í baksýn. Ferming yngsta barnsins um hvítasunnu 2011. Öll fjölskyldan í þjóðbúningum, frá vinstri Guðrún Rakel, Telma Björg, Þórarinn, Arnar Ingi, Svandís, Karen Ýr og Ellen Ósk. Boðorðin tíu Kristnir menn hafa boðorðin tíu að leiðarljósi og ekki úr vegi að rifja þau upp í blaði sem þessu. 1. Ég er Drott- inn, Guð þinn, þú skalt ekki aðra Guði hafa. 2. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins, Guðs þíns, við hégóma. 3. Minnstu þess að halda hvíldar- daginn heilagan. 4. Heiðra skaltu föður þinn og móður. 5. Þú skalt ekki mann deyða. 6. Þú skalt ekki drýgja hór. 7. Þú skalt ekki stela. 8. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum. 9. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. 10. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, þjón, þernu né nokkuð það sem náungi þinn á. V O N · H O P E · S P E S Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna selur falleg hálsmen og armbönd í fjáröflunarskyni með áletruninni VON á þremur tungumálum, íslensku, ensku og latínu. Tilvalin fermingargjöf! Hálsmenin og armböndin eru til sölu á heimasíðu Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, www.skb.is og í síma 588 7555. Boðið er upp á heimsendingu. Verð aðeins: Armbönd: 3.000 kr. Stálhálsmen: 3.500 kr. Silfurhálsmen: 4.000 kr. OKKAR VON Hjálpum félagsmönnum að halda í sína von.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.