Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.02.2013, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 27.02.2013, Qupperneq 39
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2013 21fermingar ● fréttablaðið ● Með fermingu eru skuldbind- ingar foreldra og guðforeldra í skírn staðfestar. Fermingar- barnið játar kristna trú með því að fara með trúarjátninguna. Um trúarjátninguna má finna eftirfarandi upplýsingar á vef þjóðkirkjunnar. Postullega trúarjátningin er að stofni til skírnarjátning kirkjunnar í Róm sem rekja má í heimildum til annarrar aldar. Heitið „postullega trúar- játningin“ byggist á helgisögu um að postularnir tólf hafi hinn fyrsta hvítasunnudag sagt fram kristna trú undir leiðsögn heilags anda og hver lagt sitt af mörkum. Átti Pétur að hafa byrjað og hinir postularnir haldið áfram hver með sína setningu, uns postullega trúar- játningin lá öll fyrir. Heimild: www.kirkjan.is Trúarjátningin Það kostar að ferma og halda veislu. Með lagni má þó halda kostnaðinum innan viðráðanlegra marka. Helstu kostnaðarliðir eru fermingarföt, hár- greiðsla eða klipping, fermingar- myndataka og fermingargjöf. Hægt er að reyna að gera góð fatakaup á út- sölum eftir jól. Fermingarmynda- taka kostar oft í kringum þrjátíu þús- und og þá eru nokkrar myndir inni- faldar. Þó er víða hægt að fá bara eina fermingar mynd fyrir lítið og sé fær ljósmyndari í fjölskyldunni má jafnvel blikka hann. Strákaklipping kostar innan við fimm þúsund en stelpu- klipping og greiðsla ásamt prufu- greiðslu getur kostað á bilinu tíu til tuttugu þúsund. Kostnaður við gjöfina er svo afar breytilegur. Restin veltur á umfangi veislunnar. Sé leigður salur getur það verið ansi stór biti en víða má þó finna ódýr húsakynni. Hafi fólk aðgang að sal félagasamtaka eða á vinnustað getur það komið sér vel sem og að leigja safnaðarheimili. Hagstæðast er þó að halda veisluna heima. Þá eru það veitingarnar. Sé allt að- keypt kostar það sitt en síðustu ár hefur heimabaksturinn sótt í sig veðrið og með hjálp ættingja og vina er fljótlegt að fylla veisluborð. Saman- lagt hleypur kostnaður við fermingu þó óhjákvæmilega á tugum þúsunda. Best er því að sýna fyrirhyggju og stofna sérstakan fermingarreikning. Gott að sýna fyrirhyggju Veganesti út lífið Fermingardagurinn er dýrmæt samverustund. Þann fagra dag er fermingarbarnið umvafið ást og nærveru stórfjölskyldu sinnar og vina sem samfagna fermingunni í sannri gleði. Efst í hjörtum allra gesta eru óskir um bjarta framtíð og farsæla ævi fermingarbarnsins. Sá góði hugur er fjársjóður sem fanga ætti í veganesti um ókomna tíð. Handhægt er að setja fram fallega bók með óskrifuðum blöðum undir heillaóskir frá ferm- ingardeginum, þar sem ömmur og afar, mamma og pabbi, frændur og frænkur, systkini og vinir geta ritað sín bestu heilræði frá eigin hjarta. Í veganesti á lífsins braut getur fermingarbarnið sótt aftur og aftur í þær gersemar sér til ánægju, hvatningar eða hug- hreystingar. AKUREYRI S:4627800. SMÁRALIND S:5659730. KRINGLUNNI S:5680800. 21980,- JAKKAFÖT VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI VERÐ FRÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.