Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.02.2013, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 27.02.2013, Qupperneq 40
27. FEBRÚAR 2013 MIÐVIKUDAGUR22 ● fréttablaðið ● fermingar Undirbúningur fyrir fermingu tvíburanna Helga Tómasar og Arnars Steins hefur gengið vel. Fermingarhópurinn fór saman í Vatnaskóg og átti góða stund saman. Nú styttist í stóra daginn og drengirnir eru orðnir spenntir. Tvíburarnir Helgi Tómas og Arnar Steinn Helga synir munu ferm ast saman í Lindakirkju í mars og halda sameiginlega veislu með ættingjum og vinum. Fermingar- undirbúningurinn hjá bræðrunum hófst síðasta haust, áður en skóla- starfið byrjaði, og hefur hann að sögn þeirra verið bæði skemmti- legur og fróðlegur. Helgi Tómas segir hann hafa gengið vel hjá þeim bræðrum og áhugavert hafi verið að kynnast kristinni trú betur. „Það hefur komið mér á óvart hvað við þurfum að læra mikið. Mér fannst skemmtilegast þegar fermingarfræðslan byrjaði í haust með fjórum skiptum daglega áður en skólinn byrjaði og svo var auðvitað mjög gaman þegar allur hópurinn fór saman í Vatnaskóg.“ Arnar Steinn tekur undir orð bróður síns og segir undirbún- inginn hafa gengið vel. „Ég bjóst við að þetta yrði frekar auðvelt og það reyndist vera rétt. Undir- búningurinn hefur gengið mjög vel. Mér fannst líka skemmti legast þegar við hittumst í haust áður en skólinn byrjaði. Þá vorum við að hitta alla krakkana eftir sumarið og leikir í dagskránni voru skemmtilegir. Svo var líka mjög gaman að fara með krökkunum í Vatnaskóg. Þar voru skemmtilegir stjórnendur og svo kom séra Guð- mundur Karl úr Lindakirkju og heimsótti okkur.“ ÁHUGINN MISMIKILL Að sögn þeirra bræðra er misjafnt hversu mikið jafnaldrar þeirra velta trúnni fyrir sér. Helgi Tómas segist halda að fáir þeirra hugsi mikið um trúna þótt eflaust geri það einhverjir. „Sjálfur hugsa ég stundum um Guð og það er bara ágætt.“ Arnar Steinn segir það vera mjög misjafnt hvað krakkar velti mikið fyrir sér trú málum. „Við erum samt öll að stefna saman að því markmiði trúarinnar að ferm- ast og það á eftir að lifa í minn- ingu okkar þegar við verðum orðin fullorðin.“ Samhliða fermingar- fræðslunni hafa bræðurnir sótt átta messur í vetur með hópnum sínum auk þess sem þeir hafa sótt eina tónleika í Lindakirkju. FORELDRAR SKIPULEGGJA VEISLUNA Stóri dagurinn er laugardaginn 16. mars þegar drengirnir fermast í Lindakirkju hjá Guðmundi Karli Brynjarssyni sóknarpresti. Báðir hafa þeir spáð mikið í veisluna og gjafirnar eins og flestir aðrir fermingarkrakkar. „Ég held að ég muni fá sjónvarp frá ömmu og afa því þau hafa gefið öllum barna- börnunum sínum sjónvarp í ferm- ingargjöf,“ segir Helgi Tómas. „Ég kom með mínar eigin óskir um hvað ég vildi hafa í veislunni því auðvitað er þetta mín veisla en mamma og pabbi sjá að sjálfsögðu um aðalskipulagninguna.“ Arnar Steinn hefur líka hugsað mikið um hvað hann fær í fermingargjöf. Hann hefur komið með nokkrar óskir varðandi veisluna en segist meðvitaður um að það séu aðallega mamma og pabbi sem skipuleggja hana. Bræðurnir eru sammála því að jafnaldrar þeirra velti mikið fyrir sér fermingargreiðslunni og fermingarfötunum. „Já, auðvitað gerum við það, maður verður nú að líta vel út!“ MARGT HEFUR BREYST Þetta verður fyrsta ferming for- eldra drengjanna, þeirra Elínborg- ar Guðnadóttur og Helga Braga- sonar. Þau hafa eðlilega fylgst vel með undirbúningnum í vetur og eru ánægð með hann. „Það hefur ýmislegt breyst frá því við vorum ung. Nú er nálgunin mikið meira stíluð inn á samveru barnanna og færni þeirra í að virða hvert annað. Einnig er lögð áhersla á að börnin skilji og skynji mannlegt eðli og umhverfið, sem er bara mjög gott mál. Talsvert mikið hefur breyst frá því þegar við fermdumst þegar mest var lagt upp úr utanbókarlærdómi, svo sem á boðorðunum og trúarjátning- unni, ásamt lestri á trúar textum og sálmum.“ - sfj Skemmtilegur undirbúningur Tvíburarnir Helgi Tómas og Arnar Steinn Helgasynir fermast í Lindakirkju í mars. MYND/GVA Ýmis raftæki og tölvur hafa verið vin- sælar fermingargjafir undanfarin ár og skal engan undra. Úrvalið hefur aldrei verið meira af spjaldtölvum og snjallsímum auk þess sem fartölvur eru enn vinsælar. Símar og tölvur eru alltaf eftirsóttar gjafir og til í ýmsum verðflokkum. Útilegubúnaður getur verið hentug gjöf sem notuð er í fjölda ára. Hægt er að gefa vandað tjald, hlýjan svefn- poka, gönguskó, bakpoka og ýmsan fatnað. Annar úti- vistar- og íþróttabúnaður á líka vel við í kringum fermingar og eru skíði eða snjóbretti til valdar gjafir. Góð götu- og fjallahjól eru líka skemmtilegar gjafir og línu- skautar eru holl og skemmtileg íþrótt fyrir sumarið. Veiðistöng og nauðsynlegustu veiðigræjur gætu líka vakið lukku. Fermingin er tilvalin til að skipta um húsgögn í herbergi ferm- ingarbarnsins. Unglingsárin eru fram undan auk þess sem smekkur barnsins breytist á þessum tíma. Ofarlega á lista margra fermingarbarna er því nýtt rúm og skrifborð. Þótt bækur séu ekki endilega efstar á óskalista margra fermingarbarna eru þær bæði góðar og gagnlegar gjafir. Orðabækur nýtast í mörg ár, jafnvel áratugi, og nú fást þær margar í netáskrift. Fermingar börnin munu læra að meta klassísk íslensk skáld- verk seinna meir. Undanfarin ár hafa bókaforlög gefið út nokkur skáld- verk sama rithöfundar í einni bók sem hentar sérstaklega vel til gjafa. Utanlandsferðir eru sjálfsagt ofar- lega á óskalista margra fermingar- barna, hvort sem það ferðast eitt eða í fylgd foreldra. Sum fermingarbörn fá ferð á fótboltaleik með uppáhalds liðinu sínu en tónleikar með uppáhaldshljóm- sveitinni gætu frekar hentað öðrum. Tungumálanámskeið erlendis gætu líka ratað í fermingarpakkann. Vinsælar fermingargjafir 20% afsláttur af mjúkum ferðatöskum í millistærð FERMINGAR- TILBOÐ Verð áður 13.100 kr. Verð nú 10.480 kr. Dreifingaraðili: YD Design Heildverslun • Fossháls 5-9 • 110 Reykjavík • Sími: 587 9393 • Yd.is Söluaðilar: Reykjvík: Hárgreiðslustofan Touch Hárgreiðslustofan Zoo.is Blómahönnun OXXO butik Femin Urðarapótek Landsbyggðin: Verslunin Bjarg Akranesi Póley Vestmannaeyjum Blómsturvellir Hellissandi GS Akureyri Hárgreiðslustofan Mensí Selfossi Sveitabúðin Sóley Hárgreiðslustofan Flikk Höfn í Hornafirði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.