Fréttablaðið - 27.02.2013, Page 44
27. FEBRÚAR 2013 MIÐVIKUDAGUR26 ● fréttablaðið ● fermingar
„Það þarf ekki alltaf að hlaupa út í
búð til að skreyta fermingar borðið
því allir geta út búið fallegar
borðskreytingar úr litlu og með
því að nota hugmyndaflugið,“
segir Bryndís Eir Þorsteins dóttir,
blómaskreytir og útstillinga-
hönnuður, sem hefur veg og vanda
af skreytingunum hér á síðunni.
„Í nærumhverfi okkar, garðin-
um og heima finnst margt fallegt
sem nota má í skreytingar. Þá er
líka hægt að kaupa ódýrt búnt af
blómum og nýta þau stök í marga
litla vasa til að lífga upp á heimil-
ið eða salinn. Þá verður mikið úr
litlu,“ segir Bryndís sem starfar
við blómaframleiðslu og kennslu í
Hveragerði.
„Gott er að velja sér þema og
tvo til þrjá liti og vinna með þá
í gegnum servíettur, blóm og
löbera. Nú er hæstmóðins að vera
með þrjá til fjóra liti og mikið um
munstur. Góðu fréttirnar eru þó
að allt er í tísku og ekkert eitt er
öðru fremur í borðskreytingatísk-
unni.“
Allir geta
gert fallegar
skreytingar
Gerberur eru glæsileg blóm og fallegt
að stinga stilk ofan í mold í litlum potti.
Flöskur af þessu tagi eru til á mörgum
heimilum. Einföld skreyting sem allir
geta leikið eftir.
Hér setti Bryndís kerti, blóm og vasa á
bakka. Í vasana klippti hún greinar úr
garðinum, sem margar eru farnar að
bruma vegna hlýinda og setja fallegan
svip á borðið.
Falleg og einföld skreyting þar sem
kertið er með persónulegum blæ. Utan
á kertinu er filma sem brennur ekki
með kertinu og hægt að láta prenta
mynd af fermingarbarninu og texta að
vild. Þessa nýjung má panta í Árbæjar-
blómum.
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, blómaskreytir og útstillingahönnuður, með borðskreytingar sem auðvelt er að gera heima.
MYNDIR/GVA
Opna – Velja – Njóta
EINSTÖK GJÖF
FYRIR ALLA
sími 577 5600 info@oskaskrin.is www.oskaskrin.is
Óskaskrín henta fullkomlega í harða pakka fyrir þá sem
vilja upplifa og njóta, þá sem velja sjálfir, þá sem eiga allt.
Það er einfalt að velja rétta gjöf – gefðu upplifun í öskju,
gefðu Óskaskrín.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA