Fréttablaðið - 27.02.2013, Page 46

Fréttablaðið - 27.02.2013, Page 46
27. FEBRÚAR 2013 MIÐVIKUDAGUR28 ● fréttablaðið ● fermingar Óðinn Eldon Ragnarsson tók þá ákvörðun síðastliðið haust að fermast ekki. Hann ætlar í staðinn að læra að kafa ásamt móður sinni Móeiði Helgadóttur. Hina nýfundnu kunnáttu ætla þau að nýta á sólarströnd í sumar. „Ég er viss um að guð sé ekki til í raunveruleikanum,“ segir Óðinn um ástæðu þess að hann ætli ekki að fermast nú í vor. Hann viður- kennir að krökkunum í bekknum þyki ákvörðunin skrítin. „Já, þau eru alltaf að spyrja af hverju?“ Óðinn telur að allir í sínum ár- gangi ætli að fermast nema hann. Tveir ætli að fermast borgaralega. En hann hefur ekki langað til að fermast borgaralega eins og þau? „Nei, ég hafði ekki mikinn áhuga á því,“ svarar Óðinn og bætir við að vissulega hafi gjafirnar heillað. „En ekki nógu mikið.“ Í stað fermingar og ferming- arveislu ætlar Óðinn í ferðalag með móður sinni, Móeiði Helga- dóttur, í sumar. Hvað finnst henni um að sonurinn ætli ekki að ferm- ast? „Mér finnst mjög gott að hann taki þessa ákvörðun sjálfur því það er mun auðveldara að taka hana ekki,“ segir Móeiður. Hún bætir við að ákvörðunin um ferða- lagið hafi eiginlega byggst á mis- skilningi. „Ég var búin að benda honum á að það væri ekki skylda að fermast og að hann gæti tekið ákvörðun um það. Sagði honum líka að ef hann myndi fermast gæti einn möguleikinn verið að fara í ferðalag í stað þess að halda veislu. Hann krafði mig síðan um það hvort við myndum ekki fara í ferðalag burtséð frá því hvort hann fermdist eða ekki. Og mér fannst það bara ágætis hugmynd,“ segir Móeiður og hlær. Þau mæðginin hafa ekki ákveð- ið hvert skuli halda í sumar en stefnan er sett á sólarströnd þar sem auðvelt er að kafa. „Mig hefur alltaf langað til að læra að kafa,“ segir Óðinn en hann og Móeiður hafa þegar keypt bækur um köfun og borgað köfunarnám- skeið sem þau ætla að nýta sér í vor. „Eftir það fáum við einhvers konar skírteini og þá getum við leigt okkur búnað og kafað sjálf upp að einhverju dýpi,“ útskýrir Móeiður. Óðinn segist hlakka mikið til. En finnst honum ekkert asna- legt að vera einn á ferðalagi með mömmu? „Nei, það er bara gaman,“ svarar hann keikur. - sg Ætlar ekki að fermast Óðinn Eldon Ragnarsson og mamma hans Móeiður Helgadóttir ætla að læra að kafa og fara í ferðalag í sumar. MYND/ANTON Þórður Hallgrímsson æfir frjálsar íþróttir með Ármanni og spilar á trompet í Skólahljómsveit Austurbæjar. Þann 14. apríl næstkomandi mun hann stíga á svið í Háskólabíó og fermast borgaralegri fermingu hjá Siðmennt. Þórður byrjaði að æfa frjálsar íþróttir með Ármanni fyrir einu ári og hefur verið í trompetnámi síð- ustu fimm ár hjá Guðmundi Haf- steinssyni í Tónskóla Sigursveins. „Frjálsu íþróttirnar eru hlaup, stökk og trompetinu fylgja alls kyns tímar, eins og tónfræði og svo er ég líka í Skólahljómsveit Austurbæjar,“ segir Þórður sem fermist borgara- legri fermingu í apríl næstkomandi. „Það kom reyndar aldrei neitt annað til greina hjá mér en að ferm- ast borgaralegri fermingu,“ segir Þórður og bætir svo við. „Í fyrsta lagi er ég trúleysingi og svo fannst mér það sem Siðmennt er að gera spennandi og mig langaði að prófa. Ég sé ekki eftir því. Ég held líka að það sé mikilvægt að krakkar hafi val.“ Hjá Siðmennt hefur Þórður mætt einu sinni í viku frá áramót- um þar sem kennslustjóri Siðmennt- ar, Jóhann Björnsson, hefur frætt hann ásamt fermingar systkinum. „Fræðslan er mjög fjölbreytt. Við höfum verið að læra um gagn- rýna hugsun og svoleiðis. Svo kom til okkar maður frá Tollgæslunni í Reykjavík um daginn og sagði okkur frá þeirra störfum og fræddi okkur um skaðsemi fíkniefna. Á næstunni munu svo fleiri koma í heimsókn.” Fermingarathöfn Siðmenntar verður haldin í Háskólabíói þar sem fjöldi unglinga mun taka við viður- kenningarskjölum auk þess sem haldnar verða ræður. „Þetta verð- ur með afar hátíðlegu sniði og við tökum á móti viðurkenningarskjali. Með því erum við ekki að skrá okkur í nein samtök eða söfnuð heldur er þetta bara þessi kynning og fræðsla sem við fáum.“ Nokkrir munu koma fram með atriði og er Þórður farinn að huga að því. „Já, það getur verið að ég spili á trompet inn í athöfninni og fæ ég sennilega einhvern undir- leik með.“ Veislan verðu svo í tónlistar- skólanum Tóney í Síðumúla. „Afi minn á tónlistarskólann þar sem veislan verður og ég held að það verði svona um 80 manns í henni.“ Þórður kemur að skipulagningu veislunnar og segir ekkert sleppa inn í veisluna öðruvísi en að hann ákveði. „Þetta verður hefðbundið; kökur og kaffi. Svo getur verið að ég spili á úkúleleið mitt fyrir gestina.“ Fermingarfötin eru klár en Þórð- ur nældi sér í þau í janúar. „Þetta eru frekar flott jakkaföt úr Herra- fataverslun Kormáks og Skjaldar.“ Það er því ekki við öðru að búast en að hann verði flottur á fermingar- daginn. Gjafir eru oft mikið í umræðunni þegar kemur að fermingum og oft ein stór gjöf sem foreldrar gefa. „Ég veit ekkert hvað ég fæ og vil helst ekkert vita það. Það er miklu skemmtilegra að það komi á óvart.“ - vg Fermist hjá Siðmennt Nokkrir munu koma fram með atriði á fermingarathöfninni og er Þórður farinn að huga að því. „Já, það getur verið að ég spili á trompetinn og fæ sennilega einhvern undirleik með,“ segir Þórður ánægður. MYND/GVA Það er skemmtilegt að eiga minningar um fermingardaginn á einum stað. Hægt er að fá skrautskrifaðar möppur hjá nunnunum í Karmelklaustrinu í Hafnar- firði. Í möppuna skrifa gestir nafnið sitt en auk þess er hægt að geyma myndir, kort og skeyti. Nunnurnar skrautskrifa eftir óskum viðskiptavina. Einnig er hægt að fá þær til að skrautskrifa á kort, í sálmabækur eða á fermingar- kerti. Hægt er að skoða hvað er í boði á heimasíðu klaustursins karmel.is Verslunin færir nunnunum tekjur en þannig reyna þær að sjá fyrir sér. Falleg minning Útvarpsþátturinn Snorri með Orra frá hádegi alla virka daga

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.