Fréttablaðið - 27.02.2013, Side 50

Fréttablaðið - 27.02.2013, Side 50
27. FEBRÚAR 2013 MIÐVIKUDAGUR32 ● fréttablaðið ● fermingar Á veisluborðið er gott að setja eitthvað matarkyns sem börnum þykir gott að maula. Það er góður siður að fá sér fyrst eitthvert brauðmeti af veisluborðinu áður en ráðist er í sætindin. Oft brennur þó við að krakkar fúlsa við þeim réttum sem eru á boðstólum á borð við brauð- tertur með majonesi og rækjum og heita rétti með sveppum og aspas. Þá getur verið gott að hafa eina eða tvær tegundir af „krakkamat“. Uppskrift að nokkrum slíkum má finna hér. Krakkamat á veisluborðið Ekki er úr vegi að bjóða upp á ávexti á veislu- borðinu enda fúlsa fæstir krakkar við fallegum vínberjum og öðru fersku góðgæti. Pylsur í felum 2½ dl hveiti 2 dl heilhveiti 2½ tsk. þurrger 1 tsk. sykur 1 dl mjólk ½ dl heitt vatn 6-8 pylsur eða pakki af kokteil- pylsum Hitið ofninn í 200°C. Blandið þurrefn- um í skál. Blandið mjólk og soðnu/ heitu vatni saman við. Hnoðið deig- ið. Skerið hverja pylsu í fjóra hluta (ef ekki eru notaðar kokteilpylsur). Vefjið deiginu utan um hvern pylsubita. Setj- ið bökunarpappír á ofnplötu og raðið pylsu bitunum á plötuna. Bakið í 10-15 mínútur. Smápitsur Botn 7 dl hveiti 3 dl volgt vatn 1 pk. þurrger 1 msk. olía Öllu blandað saman og hnoðað. Láið hefast í um 15-20 mínútur. Mótið litla pitsubotna og setjið álegg- ið á. Látið ímyndunaraflið ráða í áleggsvali enda úr nægu að velja: sósa, skinka, pepperóní, hakk, laukur, papr- ika svo mætti lengi telja. Bakist við 180°C hita þangað til að osturinn er orð- inn gullinbrúnn. Skinkuhorn 100 g smjör 900 g hveiti 60 g sykur ½ tsk. salt ½ l mjólk 1 pk. þurrger 1 egg til að pensla hornin með (líka hægt að nota mjólk) Fylling: 2 pakkar skinkumyrja (einnig má setja ost og skinku og jafnvel einhvern annan smurost) Smjörlíkið brætt og mjólkin sett saman við. Blandið geri og sykri saman við, pískið létt. Látið standa í 10 mín. Þá er hveiti bætt við og allt hnoðað saman. Deigið látið lyfta sér undir rökum klút. Því er síðan skipt í nokkra minni búta. Hver bútur er flattur út í hring og skorinn í geira. Fylling sett í hvern geira og síðan rúllað frá breiðari endanum. Hornin eru pensluð með eggi og látin lyftast í korter. Þau eru síðan bökuð við 225°C í 8-10 mínútur eða þar til þau eru orðin gullinbrún. - sg 30 fallegar fermingargjafir á tilboði fyrir hann & hana Sendum frítt úr vefverslun

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.