Fréttablaðið - 27.02.2013, Qupperneq 54
27. FEBRÚAR 2013 MIÐVIKUDAGUR36 ● fréttablaðið ● fermingar
● BLÓM Í KRUKKUM OG FLÖSKUM Krukkur sem áður
geymdu sultur, síld og pestó eiga það til að safnast upp í hillum
fólks enda ekki allir sem tíma því að henda svo heillegum ílátum
í ruslið. Oft og tíðum gera þær lítið gagn og safna aðeins ryki og
taka pláss. Þær eru þó til ýmissa hluta nytsamlegar og geta til að
mynda nýst ágætlega í fermingarveislum.
Borðskreytingar þurfa þannig ekki að vera dýrar með hjálp
endurnýttra krukkna og flaskna. Með því að kaupa nokkur blóm í
blómabúð eða jafnvel tína páskaliljur í garðinum er hægt að búa til
ódýrar en afar fallegar og náttúrulegar skreytingar. Einu eða fleiri
blómum er stungið í hverja krukku eða flösku og dreift á borðin.
Stærstu krukkuna mætti síðan nota undir páskaliljubúnt og nota
sem borðskreytingu á gjafa- eða matarborðið.
● ÓMISSANDI Á BORÐIÐ
Kransakaka þykir nánast ómiss-
andi á fermingarborð enda afar
góð með kaffinu auk þess sem
hún er oftast falleg á að líta.
Margir kaupa hana í bakaríi en
sumir myndast þó við að gera
hana sjálfir og má benda á Leið-
beiningastöð heimilanna í því
sambandi en þar er að finna
góða uppskrift og afar greinar-
góða aðferðarlýsingu. Börnin
eru þó oft hrifnari af Rice
Crispies- útgáfunni sem er tals-
vert einfaldara að gera upp á
eigin spýtur. Hér er skotheld
uppskrift:
500 g suðusúkkulaði
1 lítil dós síróp (454 g)
150 g smjör
280 g Rice Krispies
Setjið súkkulaði og smjör í
pott og hitið. Hrærið stöðugt
þar til bráðnað. Bætið sírópinu
við. Hellið Rice Krispies út í og
hrærið með sleif. Takið fram
18 kransakökuform og fóðrið
með plastfilmu (þau fást til
dæmis í Húsasmiðjunni og
BYKO). Fyllið hvert form með
Rice Krispies-blöndunni. Fyllið
stærsta formið síðast og sleppið
því ef uppskriftin dugar ekki til.
Kælið og losið svo hringina úr
forminu þegar þeir eru orðnir
harðir. Raðið kökunni
saman. Festið með
bræddu súkkulaði
ef þarf. Skreytið
með hlaupi og
sælgæti að
eigin vali. Eins
er hægt að fylla
kökuna að
innan áður en
síðustu hring-
irnir eru settir
á. Festið
sælgætið
á með
bræddu
súkkul-
aði.
● RITNINGARVERS Í ferm-
ingarathöfninni fara fermingar-
börn með ritningarvers úr Biblí-
unni sem þau velja sér. Hér fara
nokkur sem gjarnan eru valin.
Úr Gamla testamentinu:
- Drottinn er minn hirðir, mig
mun ekkert bresta. (Sálm.
23.1)
- Hjálp mín
kemur frá
Drottni, skapara
himins og jarðar.
(Sálm. 121.2)
Úr Nýja testamentinu:
- Sælir eru miskunnsamir, því
að þeim mun miskunnað verða.
(Matt. 5.7)
- Því svo elskaði Guð heiminn
að hann gaf son sinn eingetinn,
til þess að hver sem á hann trúir
glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
(Jóh. 3.16)
- Jesús mælti: „Ég er upprisan og
lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa,
þótt hann deyi.“ (Jóh. 11.25) Gefðu sparnað
í fermingargjöf
Fermingarkortið er inneignarkort sem hentar þeim vel sem vilja
gefa sparnað í fermingargjöf. Landsbankinn greiðir 5.000 króna
mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira
inn á Framtíðargrunn.
Fermingarkortið er gjöf sem leggur grunn að árhag framtíðarinnar.
Kortið kemur í fallegum gjafaumbúðum og fæst án endurgjalds í útibúum Landsbankans.
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn