Fréttablaðið - 27.02.2013, Side 55
| FÓLK | 5FERÐIR
Á FERÐALAGI
Í ÁRATUG
Zapp-fjölskyldan frá Argentínu
er æði sérstök. Hún saman-
stendur af pabbanum Herman,
mömmunni Candelariu og börn-
unum fjórum: Pampa átta ára,
Tehue fimm ára, Palomu þriggja
ára og Wallaby eins árs.
Í yfir áratug hefur fjölskyldan
ferðast um heiminn í Graham
Paige-fornbílnum sínum af
árgerð 1928. Þau hafa komið
til 44 landa og öll börnin fjögur
hafa fæðst í ferðinni, á mismun-
andi stöðum í heiminum. Það
fyrsta í Bandaríkjunum, næsta
í Argentínu, þriðja í Kanada og
það fjórða í Ástralíu. Foreldr-
arnir sjá um að kenna börnum
sínum á ferðalaginu.
Á ferðalaginu hefur fjöl-
skyldan kynnst 2.500 öðrum
fjölskyldum sem allar hafa tekið
þeim opnum örmum og leyft
þeim að gista.
Herman og Candelaria
kynntust ung að aldri og hafa
verið kærustupar frá fjórtán
ára aldri. Þau ákváðu að láta
drauma sína um ferðalög rætast
áður en þau myndu eignast
börn. Þegar börnin fóru að
fæðast breyttist draumurinn og
börnin urðu hluti af honum.
Um þessar mundir er Zapp-
fjölskyldan stödd í Suður-
Afríku.
ZAPP-FJÖLSKYLDAN Öll börnin
hafa fæðst á ferðalagi.
Ástarlásar eða „Lovelocks“ kallast
siður þar sem kærustupör festa
hengilás á girðingu, hlið, brú eða
annað til að innsigla ást sína. Þessi
siður hefur rutt sér til rúms víða í
heiminum.
Ástarlásar fóru að sjást í Evrópu
upp úr árinu 2000. Ekki er ljóst hvað
veldur þessum vinsældum. Þó er
vitað að í Róm hefur sú venja að festa
ástarlása á brúna Ponte Milvio orðið
til vegna bókarinnar I Want You eftir
ítalska höfundinn Federico Moccia,
en síðar var búin til mynd upp úr
bókinni sem kallast Ho voglia di te.
Ekki eru allir jafn hrifnir af ástar-
lásunum. Yfirvöld í París höfðu
þannig áhyggjur af áhrifum þeirra
á brýrnar Pont des Arts, Passerelle
Léopold-Sédar-Senghor og Pont de
l‘Archevêché. Raunar hurfu ástar-
lásarnir af Pont des Arts yfir nótt í
maí 2010. Þar voru þó ekki á ferðinni
óánægðir borgarfulltrúar heldur
listnemi sem nýtti lásana í skúlp-
túragarð.
LÁSAR ÁSTARINNAR
ÁST Í PARÍS Par á
brúnni Pont de l‘Arche-
veché sem er alsett
ástarlásum.
■ FLOTT Ferðanet miðillinn
Fodor‘s hefur valið bestu
borgina til að heimsækja vilji
maður fara á fræga matar-
markaði, kaupa hátískuvarning
eða antíkvörur. Fodor‘s bendir
ekki lengur á París eða Róm
heldur Mílanó á Ítalíu. Fleiri
staðir á Ítalíu eru tilgreindir
og má þar nefna hina fallegu
Amalfiströnd.
Mílanó er þekkt viðskipta-
og tískuborg. Hún er umkringd
fallegu landslagi og auðvelt
að komast þaðan til hinna
ýmsu staða á Ítalíu. Í Mílanó
er stór alþjóðlegur flugvöllur
og frábær lestarstöð. Hægt
er að skoða gamla listmuni á
söfnum í Mílanó og þar er hægt
að snæða frábæran mat á fjöl-
mörgum veitingahúsum.
Ítalskar borgir eru í efsta sæti
lista Fodor‘s en París er í fjórða
sæti og Brussel í því níunda.
MÍLANÓ
BESTA BORGIN
Staðurinn - Ræktin
Ný námskeið að hefjast
Hringdu núna til að tryggja þér pláss!
Velkomin í okkar hóp!
www.jsb.is
S&S
stutt og strangt
Rétta leiðin til að breyta um lífsstíl, komast í kjörþyngd og gott form.
8 eða 16 vikna námskeið – 3x í viku – morgun-, dag og kvöldtímar.
TT3 fyrir 16-25 ára. 70 mín 2x í viku, salur + tæki. Vigtun - mæling - matarræði.
Frjáls m ting í opæ na kerfið og tækjasal. ar í boði.8 eða 16 vikna námskeið. 10 flokk
Sjáðu frábæran TT árangur á jsb.is!
Æfingakerfi Báru Magnúsdóttur - aðaláherslan lögð á styrk, liðleika og góðan líkamsburð. Aðeins 15 í hóp.
8 eða 16 vikna námskeið 2x í viku – morgun- og síðdegistímar. Nokkur pláss laus. Nýr tími kl 9:15.
Markvissar æfingar í tækjasal með persónulegri leiðsögn og aðhaldi. Hámark 6 í hóp.Tilvalin leið til að
koma sér í gang! 2 vikna námskeið – 5x í viku eða 3x í viku í 4 vikur. Skráning alltaf í gangi.
Farið í gegnum röð af yogastöðum í heitum sal. Teygjanleiki vöðvanna aukinn, mikill sviti og vellíðan.
8 vikna námskeið – 2x í víku kl 18:30.
Líkamsrækt á rólegri nótu 0 ára og eldri. num fyrir konur 6
8 eða 16 vikna námskeið - u kl 9:30.x í vik 2 Nokkur pláss laus.
Opnir tímar með fjölbreytilegri líkamsrækt frá morgni til kvölds 6 daga vikunnar. Þrek, þol, liðleiki,
pallar, kraft yoga, tabata, zumba... eitthvað fyrir alla!
Heildrænt hug- og heilsuræktarkerfi. Frábær leið til líkamlegrar og andlegrar uppbyggingar.
8 eða 16 vikur – 2x í viku – morgun-, hádegis- og síðdegistímar. Nýr tími kl 6:15.
Krefjandi æfingakerfi sem miðar að betri líkamsstöðu m.a. með því að st kja djúpvöðva í kvið og baki og lengja vöðva. yr
8 eða 16 vikur – 2x í viku – síðdegistímar. Fullbókað. Örfá pláss laus kl 16:05, nýr tími.
Frábær viðbót fyrir korthafa í opna kerfinu:
Áherslumiðaður árangur - 35 mínútna hádegistímar.
stelpur 16-25 ára
TT-Akranes
morgun- og
síðdegistímar
Við tökum þetta á jákvæðninni!
Fjölbreyttir tímar í opna kerfinu. Hvað má bjóða þér marga mánuði?