Fréttablaðið - 27.02.2013, Síða 62

Fréttablaðið - 27.02.2013, Síða 62
27. febrúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 18MENNING LEIKLIST ★★★★ ★ Fyrirheitna landið Höfundur: Jez Butterworth. Mikael Torfason þýddi. Aðalhlutverk: Hilmir Snær Guðnason. Leikstjóri: Guðjón Pedersen. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þegar tjöldin sviptast frá stóra sviðinu blasir við mikið laufskrúð og niðurníddur langferðabíll. Út úr bílnum skjögrar drykkjulú- inn maður, leikinn af Hilmi Snæ Guðnasyni. Söguþráður Fyrirheitna lands- ins – Jerúsalem þjónar fyrst og fremst því hlutverki að draga upp þessa persónu, nútímaútlag- ans Johnny Rooster Byron. Smám saman kynnast áhorfendur honum betur, sjá á honum fleiri hliðar og skilningur þeirra á honum dýpkar. Í verkinu verður bræðingur hins forna enska dulmagns, í formi risa, orkulína og Stonehenge og kúltúrs, bæði unglingadrykkju og atvinnuleysis, sem er svo áberandi í bresku samfélagi í dag. Úr þessu verður óvenjustór heild, heimur verksins verður allt um lykjandi. Þýðing Mikaels Torfasonar var oftast nær mjög fín, óheflað orð- bragð án þess að verða tilgerðar- legt. En þó við sjáum stöðugt fleiri hliðar á Johnny Byron má velta því upp hvort rúm hefði mátt finna í sýningunni til þess að spila betur á tilfinningar áhorfenda í hans garð? Maðurinn er auðvitað gjörsam- lega óþolandi, hann selur ólög- ráða börnum fíkniefni, kynslóð- um saman, hann hýsir krakka sem strjúka að heiman, hann hleypur undan öllum skyldum, hann lend- ir í slagsmálum, gerir eignaspjöll og er óþolandi í samfélaginu, en þó er erfitt að fá á honum almenni- lega óbeit nokkurs staðar í verk- inu. Hann er heillandi en breyskur, sjálfum sér verstur, en umhyggju- samur í garð annarra. Eins þverstæðukennt og það hljómar eftir þessa upptalningu er Johnny Byron of heilsteypt pers- óna frá upphafi, það hefði verið skemmtilegra að kynnast honum ögn hægar. Verkið er tækifæri fyrir góðan leikara til þess að brillera. Og það má alveg slá því föstu að Hilm- ir Snær geri það. Göngulagið og raddbeitingin draga fram þennan rúmlega miðaldra dópsala strax í fyrstu senunni og áhorfendur kokgleypa þennan hæfileikaríka gallagrip strax frá upphafi. Önnur hlutverk eru ómótaðri. Baldur Trausti Hreinsson lék gamlan drykkjubróður, kráareig- andann Wesley, sem gaf ágæta hugmynd um það hvernig menn á borð við Johnny geta spjarað sig þegar best lætur: Ekki mjög vel. Baldur Trausti fór vel með þennan látlausa hliðarharmleik. Af krakkastóðinu sem sækir í Johnny er Ævar Þór eftirminnileg- astur í hlutverki slátrara sem var vart af barnsaldri, dró upp áleitna og eftirminnilega mynd af ungum manni í blindgötu. Því þar er allt þetta fólk – í blindgötu. Allir binda vonir sínar við að einn úr hópnum sleppi úr landi, en jafnvel það virð- ist feigðarflan. Sýningin er hálfur fjórði klukku- tími með tveimur hléum. Þetta er ansi vel í lagt af hálfu höfundar, þó það sé heillandi að dvelja heilan sólarhring í félagsskap Johnnys og drykkjusystkina hans. Drykkju- rausið verður stundum langdreg- ið og eitthvað fækkaði nú í salnum eftir seinna hlé. En þeir sem eftir sátu fengu laun erfiðisins, Johnny Rooster Byron grefur um sig í hug- skotinu og situr þar dögum saman. Sviðsetning Guðjóns Peder- sens er mjög flott og leikmynd Finns Arnars Arnarsonar algjört listaverk. Strætisvagn Johnny er þar mættur í fullri stærð, upp úr honum vex myndarlegt eikartré og úr verður heillandi blanda hins náttúrulega og niðurníðslu af mannavöldum. Dálítið eins og Johnny sjálfur. Arndís Þórarinsdóttir NIÐURSTAÐA: Hilmir Snær sýnir stjörnuleik í heillandi mannlýsingu þó verkið sé eflaust ekki allra. Fegurðin í ljótleikanum Þetta kom nú þannig til að ég gekk á milli leik- húsa í London í maí í fyrra og kynnti mig og verk- efni sem mig langaði að setja upp,“ segir Jón Gunnar. „Þeir hjá Old Vic höfðu séð sýningu sem ég gerði í London fyrir nokkrum árum þannig að þeir þekktu mig en keyptu ekki hugmyndina sem ég var með. Kevin Spacey, listrænn stjórnandi Old Vic, bað mig þá að skoða undirgöngin, Old Vic Tunnels, og gá hvort ég fengi ekki einhverja aðra hugmynd. Ég gekk þarna um göngin og sá að þetta rými er alveg óskaplega spennandi og þá sérstaklega fyrir Macbeth. Þeim leist vel á þá hugmynd og voru til í að vera meðframleiðendur. Síðan hefur hugmyndin þróast, það er kominn annar framleiðandi til viðbótar og ég er kominn með samning og fer út í september til að gera þennan draum að veruleika.“ Hefurðu leikstýrt Macbeth áður? „Nei, en þetta verk hefur einhvern veginn verið fast við mig í langan tíma. Ég hef tvisvar sinnum verið aðstoð- arleikstjóri við uppsetningar á því og einu sinni sett það upp í skólanum mínum í Drama Center. Þannig að þetta er verk sem ég þekki mjög vel og hef alltaf ætlað að setja upp í atvinnuleikhúsi. Það eru svo margar nálganir við það sem heilla mig.“ Hafðirðu hitt Kevin Spacey áður? „Já, við kynntumst þegar ég var í náminu úti. Ég hef náttúrulega oft séð hann leika og hann kom og sá útskriftarverkefnið mitt þannig að ég kynnt- ist honum í kringum það. Núna kom ég svo aftur og við endurnýjuðum kynnin og það er bara mjög spennandi. Hann er búinn að vera listrænn stjórnandi Old Vic frá 2003 og verður til 2015.“ En þessi undirgöng, Old Vic Tunnels, hvernig rými er það? „Reyndar var það í fréttum í síðustu viku að það væri verið að loka Old Vic Tunnels en ég fer í annað samsvarandi rými sem er gömul lestarstöð, alveg risastór. Rýmið sem ég er að fara að vinna í er um 30.000 fermetrar þannig að þar er hægt að gera ýmislegt.“ Þú situr ekkert auðum höndum á meðan þú bíður eftir að fara til London, frumsýning á verkinu þínu Djáknanum á Myrká hjá Leikfélagi Hörgdæla er á fimmtudaginn, ekki satt? „Jú, það skemmtilega er að djákninn á Myrká er nátengd- ur Macbeth. Ég er bara í einhverjum myrkra- verkum í ár. Ég notast til dæmis við þrjár nornir í Djáknanum og það eru nornirnar „okkar“ Urður, Verðandi og Skuld sem ég held einmitt að Shake- speare hafi verið að vitna til í Macbeth. Draug- arnir í þessum sögum eru líka svipaðir, þetta eru allt saman draugar sem koma með skilaboð úr öðrum víddum, þannig að allt er þetta nátengt. Ég fór í grunninn á þjóðsögunni um djáknann og komst að því hver fyrirmyndin var, maður sem hét Böðvar Ögmundsson og var frá Kristnesi, þannig að við erum að segja alvöru söguna, ekki þjóðsöguna.“ Ertu ekki orðinn myrkfælinn af þessari sam- veru við drauga og illvætti? „Nei, nei, ég var líka að leikstýra Einu sinni var ég frægur fyrir ára- mótin og nú erum við að leggja upp í leikferð um allt Norðurland með þá sýningu, þannig að ég fæ nóg af gleði á móti.“ fridrikab@frettabladid.is Leikstýrir Macbeth í Old Vic Tunnels Jón Gunnar Th. leikstjóri hefur skrifað undir samning um að leikstýra Macbeth í einu frægasta leikhúsi Bretlands, Old Vic í London. Listrænn stjórnandi þar er leikarinn Kevin Spacey sem Jón Gunnar þekkir frá fornu fari. LEIKSTÝRIR Í OLD VIC Jón Gunnar hafði allt annað verkefni í huga en Kevin Spacey bauð honum að sýna eitthvað annað í Old Vic Tunnels og hann valdi Macbeth. MYND/HEIÐA.IS The Old Vic er leikhús skammt frá Waterloo-lestarstöðinni í London. Það var stofnað árið 1818 og hét upphaflega The Royal Coburg Theatre. Um 1880 breyttist nafnið svo í The Royal Victoria Hall og síðar festist gælunafnið The Old Vic við leikhúsið. Leikhópur The Old Vic var kjarninn í The National Theatre of Great Britain sem stofnað var 1963 undir stjórn Laurence Olivier og fór starfsemi The National fram í húsinu til 1976 þegar það flutti í nýbyggt þjóð- leikhús á suðurbakka Thames. Árið 2003 var bandaríski kvikmyndaleikarinn Kevin Spacey ráðinn listrænn stjórnandi The Old Vic og þykir hann hafa unnið gott starf við að hefja leikhúsið til vegs og virðingar á ný. Í febrúar 2010 var opnað nýtt leikrými á vegum leik- hússins The Old Vic Tunnels, undirgöng undir Waterloo- stöðinni, Þar sem fara fram jöfnum höndum leiksýningar, listsýningar, gjörningar og tónleikar. Old Vic-leikhúsið HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2013 Upplestur 18.00 Jónína Rós Guðmundsdóttir les 20. Passíusálminn í Grafarvogskirkju í tilefni föstunnar. Kvikmyndir 16.30 Konfúsíusarstofnunin Norður- ljós sýnir kvikmyndina Villta Kína III í sal 101 í Lögbergi HÍ. Um er að ræða þáttaröð frá BBC um Kína og eru nú Tíbet og Himalayafjöllin til umfjöllunar. Enskt tal og aðgangur ókeypis. Dans 14.00 Boðið verður upp á síðdegisdans hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík, Stangarhyl 4. Stjórnendur eru Matt- hildur og Jón Freyr. Tónlist 12.00 Flautuleikarinn Guðrún Birgis- dóttir og píanóleikarinn Anna Guðný Guðmundsdóttir flytja Parísar-tónlist á síðustu hádegistónleikum vetrarins í röðinni Líttu inn í hádeginu í Salnum, Kópavogi. Miðaverð er kr. 1.00. 20.00 Tónleikaröðin Jarðarber býður upp á tónleika í Hafnarhúsinu tileinkaða Þránófónum.Þráinn Hjálmarsson, hönn- uður og hugmyndasmiður hljóðfærisins er á meðal þeirra sem fram koma. 21.00 Hljómsveitin Sunny Side Road skemmtir á Café Rosenberg. 21.30 Hljómsveitin Monterey heldur útgáfutónleika á KEX Hostel. Tónleik- arnir eru í tilefni plötunnar Time Pass- ing Time sem kom út fyrir jólin og eru líka kveðjuhóf fyrir gítarleikarann Baldur Sívertsen sem flyst nú til Berlínar. Fyrirlestrar 16.30 Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt, heldur fyrirlestur í félagsmið- stöðinni að Aflagranda 40 um sjálfbæra þróun, hugtakið, meginstoðir þess og hvernig má nota sjálfbæra þróun í ákvarðanatöku. Jafnframt um tengsl sjálfbærrar þróunar og íslensks veru- leika. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Félag íslenskra fræða heldur rann- sóknarkvöld í Hannesarholti, Grundar- stíg 10. Þar ræðir Bjarki Karlsson um rím og ýmis álistamál því tengdu. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is GUÐRÚN BERGMANN þekkir af eigin reynslu hversu mikilvægt það er að takast á við bólguþáttinn í líkamanum. Á stuttu en skilvirku námskeiði sýnir hún einfaldar en áhrifaríkar leiðir til að takast á við þessa kvilla. Fimmtudaginn 7. mars Staður og stund: Heilsuhúsið Lágmúla 5, kl. 18:30 - 21:00. Námsgögn með víðtækum upplýsingum innifalin. Verð 4.900 kr. Nánari upplýsingar og skráning á ung@gudrunbergmann.is og www.ungaollumaldri.is Guðrún Bergmann hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða, og skrifað bækur um heilsu, náttúrulækningar og umhverfisvitund Á námskeiðinu verður farið yfir: • Hvernig þekkja má bólgueinkennin og finna leiðir til bata – en ekki bara bæla. • Hvaða fæðutegundir valda bólgueinkennum í líkamanum. • Hvaða fæðu, krydd og bætiefni má nota til að draga úr bólgum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.