Fréttablaðið - 27.02.2013, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 27.02.2013, Blaðsíða 64
27. febrúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 20 „Ég er að fara úr 67 fermetrum í 300. Þetta verður svaka flottur staður fyrir búðina,“ segir Ingvar Geirsson, eigandi plötubúðarinnar Lucky Records. Búðin, sem hefur sérhæft sig í vínylplötum, flytur í byrjun mars frá Hverfisgötu 82 yfir á Rauðar- árstíg 6, þar sem verslunin Ygg- drasill og þar áður sjoppan Svarti svanurinn voru til húsa. Á nýja staðnum hefur Ingvar meira pláss fyrir þær 20 til 30 þús- und vínylplötur sem hann hefur til sölu, auk stórs safns DVD-mynda. Einnig ætlar hann að halda þar tónleika með hinum ýmsu hljóm- sveitum, þar á meðal útgáfutón- leika fyrir þær sem eru að gefa út á vínyl eins og komið er aftur í tísku. „Allar plötubúðir í bænum, fyrir utan Skífuna í Kringlunni, eru pínulitlar,“ segir Ingvar, en á Hverfisgötunni hafa aðeins tíu til fimmtán manns komist á þá tón- leika sem hann hefur haldið. Hann viðurkennir samt að hann muni sakna gömlu búðarinnar, sem hefur verið starfrækt í þrjú og hálft ár. „Það er svaka sjarmi yfir þessari búð en það verður sami sjarminn yfir hinni, bara stærra pláss.“ Þar áður var Ingvar með aðsetur fyrir vínylplöturnar sínar í Kolaportinu. Spurður hvort markaður sé fyrir svona stóra plötubúð segir hann borubrattur: „Maður bara býr hann til.“ Innflutningshátíð verður haldin á nýja staðnum 1.-3. mars. Á meðal þeirra sem koma fram eru Hjálmar og Epic Rain. Nánari dagskrá verð- ur auglýst síðar. freyr@frettabladid.is Flytur í 300 fermetra Lucky Records fl ytur úr 67 fermetrum yfi r í heila 300 í byrjun næsta mánaðar. Þar er meira pláss fyrir þær 20 til 30 þúsund vínylplötur sem eru til sölu. Nýi Óskarsverðlaunahafinn Jennifer Lawrence er orðin upp- gefin eftir langa og stranga vinnudaga. Þetta segir náinn vinur leikkonunnar og bætir við að hún sé að kikna undan álaginu. „Hún er gjörsamlega búin á því eftir endalausa vinnu og ferða- lög. Auk þess fór hún illa út úr sambandsslitunum við Nicholas Hoult. Hún er uppgefin og pirruð og rífst við alla,“ sagði vinur leik- konunnar og bætti við: „Til hvers er velgengni þegar þú ert of þreyttur til að geta notið hennar?“ Orðin þreytt ÞREYTT Jennifer Lawrence er uppgefin eftir langa og stranga vinnutörn. NORDICPHOTOS/GETTY Á NÝJUM STAÐ Ingvar Geirsson á nýja staðnum þar sem Lucky Records verður til húsa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Bjórinn er alltaf að sækja meira og meira í sig veðrið, þá helst þessir sérstöku bjórar. Karlar og konur sýna þessu mikinn áhuga og hafa gaman af því að smakka góðan bjór,“ segir Böðvar Guðjóns- son, talsmaður Kex hostels. Kexið fagnar 24 ára afmæli bjórsins með bjórhátíð sem hefst í dag og stend- ur til laugardags. Fjöldi brugg- húsa, þar af tvö erlend, mun kynna vörur sínar á hátíðinni. Meðal þeirra brugghúsa sem taka þátt eru Migration Brewing Co. frá Portland, danska brugg- húsið Mikkeller og íslensku brugg- húsin Einstök, Vífilfell, Borg, Ölgerðin, Ölvisholt, Kaldi og áhugabruggararnir í Fágun. Hvert þeirra mun kynna vörur sínar á milli klukkan 17 og 19 þá daga sem hátíðin stendur og er gestum einn- ig boðið að smakka nýjungar. Sér- stakur matseðill var settur saman fyrir veitingastaðinn Sæmund í sparifötunum, en réttirnir eiga að kallast á við þá bjóra sem eru á boðstólnum yfir hátíðina. Böðvar telur bjórdrykkju land- ans hafa breyst töluvert með aukn- um áhuga á sérbrugguðum bjór. „Fólk fær sér heldur einn góðan bjór og gerir það fallega og vel. Við á Kexinu erum miklir bjóráhuga- menn og veljum bjórinn inn í stíl við matinn sem við bjóðum upp á.“ Dagskráin hefst klukkan 17 dag hvern fram að laugardegi. - sm Fólk drekkur bjórinn fallega Sérstök bjórhátíð fer fram á Kexi hosteli næstu daga í tilefni afmælis bjórsins. BJÓRNUM FAGNAÐ Bjórhátíð hefst á Kexi hosteli í dag og stendur hún fram á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miða- sala: 412 7711 Hverfi sgata 54 Rvík www.bioparadis.is Hluti af Europa Cinemas NEMAR, ÖRYRKJAR, ELDRI BORGARAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! ****- Rás 2 ****- Fréttablaðið BÍÓ PARADÍS KLÚBBURINN: bioparadis.is/klubburinnHVELLUR *****-Morgunblaðið THE HUNT (JAGTEN) (12) 17:50, 20:00, 22:10BEYOND THE HILLS (16) 21:30 KON-TIKI (12) 17:50, 20:00 HOLY MOTORS (16) 22:10 HVELLUR (L) 20:00 XL (16) 18:00 ÓSKARSVERÐLAUN M.A. BESTI LEIKARI ÁRSINS DANIEL DAY-LEWIS SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS -EMPIRE THIS IS 40 KL. 5.40 - 8 - 10.20 12 DIE HARD 5 KL. 8 - 10 16 HVELLUR KL. 5.40 L THIS IS 40 KL. 5 - 8 - 10.45 12 DIE HARD 5 KL. 5.40 - 8 - 10.20 16 DIE HARD LÚXUS KL. 5.40 - 8 - 10.20 16 DJANGO KL. 8 16 HVÍTIKÓALABJÖRNINN KL. 3.30 L LAST STAND KL. 8 - 10.20 16 HÁKARLABEITA 2 KL. 3.40 L THE HOBBIT 3D KL. 4.30 12 LIFE OF PI 3D KL. 5.20 10 “MÖGNUÐ MYND Í ALLA STAÐI” -V.J.V., SVARTHÖFÐI BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM Yippie-Ki-Yay! GTEN (THE HUNT) KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 THIS IS 40 KL. 6 - 9 12 DIE HARD 5 KL. 10.30 16 KON-TIKI KL. 5.30 - 8 12 LINCOLN KL. 9 14 VESALINGARNIR KL. 5.50 12 KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM Á TOPPNUM Í ÁR KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA V I P BEAUTIFUL CREATURES FORSÝNING KL. 8 FLIGHT KL. 5:10 - 8 - 10:50 FLIGHT VIP KL. 5:10 - 8 - 10:50 WARM BODIES KL. 5:50 - 8 - 10:40 HANSEL AND GRETEL KL. 8 - 10:10 PARKER KL. 8 - 10:20 GANGSTER SQUAD KL. 10:20 FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 590 KR. MIÐAVERÐ MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 5:50 WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 5:50 ÖSKUBUSKA Í VILLTA VESTRINU ÍSLTAL KL. 6 KRINGLUNNI THIS IS 40 KL. 5:10 - 8 - 10:45 WARM BODIES KL 8 - 10:10 THE IMPOSSIBLE KL. 5:40 - 8 BULLET TO THE HEAD KL. 10:20 FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 590 KR. MIÐAVERÐ ÖSKUBUSKA Í VILLTA VESTRINU ÍSLTAL KL. 6 FLIGHT KL. 5:20 - 8 - 10:10 ARGO KL. 8 A GOOD DAY TO DIE HARD KL. 5:50 - 8 - 10:40 WARM BODIES KL. 5:50 - 8 - 10:30 PARKER KL. 10:10 MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 5:50 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK FLIGHT KL. 10:40 THIS IS 40 KL. 8 THE IMPOSSIBLE KL. 8 BULLET TO THE HEAD KL. 10:20 AKUREYRI FLIGHT KL. 8 BULLET TO THE HEAD KL. 8 EMPIRE EIN FRUMLEGASTA GAMANMYND SEM GERÐ HEFUR VERIÐ FÓRBEINT ÁTOPPINN ÍUSA TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAUNA R.EBERT ENTERTAINMENT WEEKLY 100/100 BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND 3ÓSKARSVERÐLAUNÞAR Á MEÐALBESTA MYNDIN Alden EHRENREICH Alice ENGLERT Jeremy IRONS Viola DAVIS Emmy ROSSUM Thomas MANN AND Emma THOMPSON DARK SECRETS WILL COME TO LIGHT. FORSÝND FLIGHT 6, 9 ZERO DARK THIRTY 9 VESALINGARNIR 6, 9 THE HOBBIT 3D 6(48R) LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 2 ÓSKARSTILNEFNINGAR! H.S.K - MBL SÝND Í 3D(48 ramma) M.A. BESTA LEIKKONAN Í AUKAHLUTVERKI www.laugarasbio.is -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar 5% Saxófónleikarinn Colin Stetson spilar á Volta 17. mars. Stetson, sem er frá Michigan í Bandaríkj- unum, hefur gert út frá Montreal í Kanada undanfarin ár. Hann hefur starfað með Arcade Fire, Tom Waits, TV on the Radio, Bon Iver, LCD Soundsystem, The National, David Byrne og Feist. Hann hefur gefið út fjór- ar sólóplötur og í fyrra kom svo út samstarfsplatan Stones með sænska saxófónleikaranum Mats Gustafsson. Fimmta plata hans kemur svo út 30. apríl. Miðasala á tónleikana á Volta hefst á Midi.is á föstudag- inn. Colin Stetson til Íslands TIL ÍSLANDS Colin Stetson spilar á Volta 17. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.