Fréttablaðið - 27.02.2013, Síða 70

Fréttablaðið - 27.02.2013, Síða 70
27. febrúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 26 Hverjir eru hvar á plötusamningi? Færst hefur í aukana að íslenskir tónlistarmenn semji við erlendar plötu útgáfur. Á árum áður mátti telja þá á fi ngrum annarrar handar sem skrifuðu undir útgáfu samning erlendis en núna hefur mikil breyting orðið þar á. Samninganir sem hljómsveitirnar gera eru að sjálfsögðu eins mismunandi og þeir eru margir og hljóða sumir upp á eina plötu á meðan aðrir hljóða upp á fl eiri útgáfur. Bandaríkin: Universal Of Monsters and Men Ólafur Arnalds Sony Jón Jónsson XL Records Sigur Rós Small Stone Brain Police Western Vinyl Úlfur Evrópa: Austurríki Napalm Records Skálmöld Frakkland: Season of Mist Sólstafir Ísland: Les fréres Stefson Retro Stefson England: One Little Indian Björk Ólöf Arnalds Ásgeir Trausti Rough Trade Emilíana Torrini Touch Hildur Guðnadóttir 4AD Jóhann Jóhannsson Grape Records Hafdís Huld Wall of Sound Sykur Þýskaland: Morr Music Amiina Borko FM Belfast Múm Pascal Pinon Seabear Sin Fang Sóley Kompakt GusGus RETRO STEFSONSKÁLM- ÖLD GUS GUS Aðspurður segir Sigtryggur Baldursson, fram- kvæmdastjóri ÚTÓN, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, að margir samverkandi þættir valdi því að svona margir Íslendingar séu með plötusamninga erlendis. „Gæði og magn tónlistar á Íslandi hefur farið mjög vaxandi. Fólk sér að aðrir geta farið úr landi með sína tónlist og hugsa með sér að þetta geti þeir nú líka. Fólk trúir því að þetta sé hægt og þar byrjar þetta allt. Trúin á verkefnið. Fyrirmyndir sem eru að gera hlutina á eigin forsendum,“ segir Sigtryggur. „Þetta er hluti af útflutningsbylgjunni sem hefur farið vaxandi síðustu ár. Það er margt sem kemur til, þekking íslenskra tónlistarmanna á erlenda geiranum fer vaxandi og „kontaktar“ í leið- inni. Iceland Airwaves og ÚTÓN hefur líka áhrif og þekkingin í bransanum vex.“ Eins og gefur að skilja hafa slíkir samningar mikla þýðingu, bæði fyrir samfélagið og fyrir listamennina. „Íslenska tónlistin er orðin hör- kufín útflutningsvara eins og fiskur, skyr, kjöt og rafmagn. Ef fólk heyrir að eitthvað er frá Íslandi sperrir það eyrun. Þetta hefur jákvæð áhrif á ímynd og efnahag landsins, því tónlistin kynnir landið mikið út á við, því hún er svo áberandi og fer svo víða. Túristar trúa því að hér búi skapandi og áhugavert lið.“ - fb Trúin á verkefnið skiptir mestu Sigtryggur Baldursson hjá ÚTÓN segir að gæði og magn tónlistar hafi aukist. SIGTRYGGUR BALDURSSON Margir samverkandi þættir valda þessum aukna fjölda erlendra plötusamninga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég horfi nú ekki mikið á sjón- varpsþætti en fylgist reyndar með Modern Family. Þeir þættir standa alltaf fyrir sínu.“ Heiðdís Inga Hilmarsdóttir hönnunarnemi hannaði herðatré sem er í laginu eins og yfirvaraskegg og kallast Herra Tré. SJÓNVARPSÞÁTTURINN Save the Children á Íslandi kík tu við – við er um al ltaf á sama stað í Skip holtin u Vinsamlega athugið að pantanir þurfa að berast fyrir kl. 15 daginn fyrir afgreiðslu Skipholt 50 C Pöntunarsími: 562 9090 www.pitan.is Minnum á vinsælu pítubakkana ...allta f fer sk mini Við er um síf ellt að hugsa um þ ig og þína Nýjar og spenn andi pítur. .. „Þetta hefur verið svo lengi í bígerð hjá okkur og ég er spenntur að hefj- ast loksins handa,“ segir Kristófer Dignus um sjónvarpsseríuna Fólkið í blokkinni, en hann er bæði leik- stjóri og handritshöfundur. Á dögunum auglýsti framleiðslu- fyrirtækið Pegasus eftir krökk- um á aldrinum 7 til 14 ára til að fara með hlutverk í sjónvarpsþátt- unum. Nú þegar hafa 350 vongóð- ir krakkar sótt um, en áheyrnar- prufur verða um helgina. „Okkur vantar þrjá krakka sem þurfa að vera góðir því þetta eru lykilhlut- verk. Það eru systkinin Óli, 8 ára, og Vigga, 12 ára og svo Sara, 16 ára, stóra systir þeirra,“ segir Kristófer. Hann er ánægður með viðtökurnar. „Það hefur skapast hefð fyrir svona áheyrnarprufum. Þetta er Idol-kyn- slóðin og margir krakkar sem eru á fullu í leik- og sönglist og vilja láta ljós sitt skína, sem er frábært. Þetta verða heljarinnar prufur.“ Fólkið í blokkinni verða sex hálf- tíma langir þættir sem eru byggðir á smásögum Ólafs Hauks Símonar- sonar. Tökur hefjast í lok maí. Þættirnir eiga svo að fara í loftið í haust á Rúv. „Þetta verða þættir fyrir alla fjölskylduna enda löngu kominn tími á að Ríkissjónvarpið sýni svoleiðis efni. Það hefur tekið smá tíma að koma þessu heim og saman og ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu verkefni.“ Enn er opið fyrir skráningu og geta áhugasamir skráð sig til leiks á vefsíðunni Folkidiblokkinni.is. „Ég er smá stressaður með að finna stráka, tvíbura, á aldrinum 8 til 9 ára, en þeir eiga að leika bestu vini Óla. Því hvet ég tvíbura á þessum aldri til að skrá sig.“ - áp 350 vongóðir krakkar freista gæfunnar Kristófer Dignus undirbýr sjónvarpsþættina Fólkið í blokkinni og vantar aðalleikara á aldrinum 7 til 14 ára. SPENNTUR Kristófer Dignus fyrir utan blokkina sem verður sögusvið þáttanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.