Fréttablaðið - 09.03.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.03.2013, Blaðsíða 6
9. mars 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 ATVINNULÍF Ríkisstjórnin sam- þykkti á fundi sínum í gærmorg- un tillögu Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að fresta útboði á strandsiglingum við Ísland. Bæði Samskip og Eimskip hafa tilkynnt fyrirætlanir um strandsiglingar sem hefjast munu á næstu vikum. Ráðherra segir að með því megi ætla að markmið verkefnisins nái fram að ganga og í því ljósi lagði hann til að útboði yrði frestað en áfram fylgst með framvindu málsins. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær töldu forsvarsmenn skipa- félaganna hugmyndir um útboð á ríkisstyrktum strandsiglingum undarlegar eða með öllu óþarfar; markaðurinn hefði séð um að leysa málið. Þá kom fram að hugmyndir ríkisins um strandsiglingar væru engan veginn í takt við það sem nú gerist í þessum flutningum. Innanríkisráðherra skipaði nefnd í maí 2011 til að vinna að verkefninu en þá benti ekkert til þess að strandsiglingar við Ísland myndu hefjast að nýju án ríkisstuðnings, segir í tilkynningu ráðuneytisins. Samskip munu hefja sínar siglingar 18. mars og Eimskip 14. mars. Því er útboði ríkisins frestað og látið á það reyna „hvort markmið fyrir- hugaðra strandsiglinga um að auka flutninga á sjó og draga jafnframt úr því álagi sem er á vegakerfinu muni nást til frambúðar,“ segir í til- kynningu. - shá Innkoma skipafélaga ýtir út hugmyndum um ríkisstyrktar siglingar: Útboði strandsiglinga frestað SUNDAHÖFN Útboði ríkisstyrktra strandsiglinga hefur verið frestað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Skemmtun f unayrir alla fjölskyld INNEIGNARKORT Safnar tívolípun ktum og allir fá vinning 6000 ÞÚ BORGAR OG FÆRÐ kr. 10.000 kr. TÍMAKORT 1,5 klst í öllum tækjunum nem a tæki sem gefa vinnin ga 2990 ÞÚ BORGAR OG FÆRÐ kr. 1.5 klsT.GILDIR fyrir 1 einstaklingSafnar ekki tívolípunktum Skemmtun f yrir a l unala fjölskyld NÁM Í DANMÖRKU EÐA SVÍÞJÓÐ Námskynning verður í Sunnusal á Hótel Sögu laugardaginn 9. marsfrá kl. 12–16. Við hliðina á Hótel Sögu, beint á móti Háskólabíó. Eftirfarandi háskólar munu kynna: - Syddansk Universitet, www.sdu.dk - Högskolan í Skövde, www.his.se - Luleå Tekniska Universitet, www.ltu.se Ennfremur munu eftirfarandi danskir háskólar, sem eru með lengri og styttri nám á háskólastigi kynna sína skóla: - Erhvervsakademi Kolding, www.eakolding.dk - Erhvervsakademi Lillebælt, www.eal.dk - Erhvervsakademi Sydvest, www.easv.dk - Københavns Erhvervsakademi, www.kea.dk - University College Sjælland, www.ucsj.dk - VIA University College, www.via.dk Margir skólanna kenna á ensku. University College Sjælland mun kynna alþjóðlegt kennaranám á ensku, sem er nýjung hjá þeim, sjá nánar á www.ucsj.dk/ite VENESÚELA, AP Tugir ráðamanna frá öllum heimshornum lögðu leið sína til Venesúela í gær til að kveðja Hugo Chavez forseta, sem lést á þriðjudag- inn eftir erfiða baráttu við krabbamein. Að jarðarförinni lokinni tóku þeir þátt í annarri athöfn, þar sem Nicolas Maduro sór embættiseið sem forseti til bráðabirgða, eða þangað til að loknum forsetakosningum. Samkvæmt stjórnarskrá landsins þarf að kjósa nýjan forseta í síðasta lagi þrjátíu dögum eftir fráfall fyrri forseta. Chavez hafði gefið þjóð sinni skýrt til kynna að hann vildi að hún kysi Maduro í embættið þegar þar að kæmi. Almenningur fjölmennti einnig til útfararinnar. Göturnar voru þéttskip- aðar fólki og um tíma var tveggja kíló- metra biðröð eftir því að fá að líta Cha- vez augum. Dagurinn í gær var hápunkturinn á þriggja daga minningarhátíð sem efnt hefur verið til í landinu aftir að for- setinn dó. Skólum hefur verið lokað og fjölmörg fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu frí. „Þetta er sögulegt, ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Edila Ojeda, 57 ára húsvörður í höfuðborginni, sem var frá sér numinn eins og margir aðrir lands- menn, einkum þó stuðningsmenn for- setans nýlátna. Líkið af Hugo Chavez var hins vegar ekki grafið niður í jörð, heldur verður það smurt og haft til sýnis um aldur og ævi. Eða þangað til annað verður ákveðið. Maduro segir að líkið verði geymt í kristalkistu í Byltingarsafninu, skammt frá forsetahöllinni Miraflores. Ekki voru þó allir íbúar Venesúela á eitt sáttir með þessa ráðstöfun: „Í alvöru? Er þetta ekki brandari?“ spurði Juan Ferreira, 51 árs gamall götusali. Nokkur kommúnistaríki tuttug- ustu aldarinnar gripu til þess ráðs að smyrja lík látinna leiðtoga sinna og hafa almenningi til sýnis. Þetta var gert við líkið af Vladimír Lenín í Sov- étríkjunum, Ho Chi Minh í Víetnam og Mao Zedong í Kína. Chavez hafði stjórnað Venesúela í fjórtán stormasöm ár. Hann skapaði sér vinsældir meðal fátækra landsmanna með því að nota olíuauð landsins til að styrkja stöðu þeirra. Á hinn bóginn var hann gagnrýndur fyrir mannrétt- indabrot og lélega efnahagsstjórn, sem sögð er eiga eftir að koma arftaka hans í koll. gudsteinn@frettabladid.is Chavez kvaddur og Maduro sór eiðinn Strax eftir að útför Hugo Chavez, forseta Venesúela, lauk í gær sór útnefndur arftaki hans embættiseið til bráðabrigða. Venesúelabúar eru ekki allir sáttir við þá ákvörðun að smyrja lík hins látna og hafa það til sýnis eins og Lenín og Maó. CHAVEZ SYRGÐUR Mikill mannfjöldi fyllti göturnar í Caracas í gær að kveðja hinn nýlátna forseta. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Þó að íslensk stjórnvöld neyðist til að breyta lögum og heim- ila innflutning á hrárri ófrystri kjötvöru breytir það engu um inn- flutningshömlur á erlendu kjöti þó að líklegt sé að framboðið myndi breytast, segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka versl- unar og þjónustu. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur komist að þeirri bráðabirgða- niðurstöðu að bann á innflutningi á hráu kjöti standist ekki EES-samn- inginn. Íslensk stjórnvöld hafa tíma fram á vor til að rökstyðja bannið. Andrés segir líklegt að vöru- úrval í verslunum breytist þurfi íslensk stjórnvöld að gefa eftir. Neytendur vilji frekar ferska mat- vöru en frosna. Neytendur geta reiknað með aukinni fjölbreytni verði innflutn- ingur á fersku ófrosnu kjöti leyfð- ur, segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Hægt verði að bjóða upp á fjölbreyttara úrval af gæðanauta- kjöti sem ekki sé framleitt mikið af hér á landi. - bj Kröfur ESA um innflutning á hráu kjöti breyta engu um innflutningshömlur: Neytendur geti valið ferska vöru Þetta er sögu- legt, ég hef aldrei séð annað eins. Edila Ojeda húsvörður. Í alvöru? Er þetta ekki brandari? Juan Ferreira götusali HRÁTT Heimilt er að flytja inn hrátt kjöt en það verður að hafa verið frosið í 30 daga áður en það er sett á markað. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.