Fréttablaðið - 09.03.2013, Síða 8

Fréttablaðið - 09.03.2013, Síða 8
9. mars 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 HÖGNUÐUST SAMANLAGT UM 66 MILLJARÐA *TEKJUSKATTUR, VIÐBÓTARTEKJURSKATTUR, BANKASKATTUR, VIÐBÓTARBANKASKATTUR, SÉRSTAKUR SKATTUR Á LAUN BANKASTARFSMANNA, KOSTNAÐUR VEGNA FJÁRMÁLAEFTIR- LITSINS, KOSTNAÐUR VEGNA UMBOÐSMANNS SKULDARA OG GREIÐSLUR Í TRYGGINGASJÓÐ INNSTÆÐUEIGENDA. VIÐSKIPTI Landsbanki, Arion banki og Íslandsbanki högnuðust samtals um 66 milljarða króna á síðasta ári. Hagnaður þeirra meira en tvöfaldað- ist á milli ára. Þetta kemur fram í árs- reikningum bankanna fyrir árið 2012 sem gerðir hafa verið opinberir á und- anförnum dögum. Alls hafa stóru viðskiptabankarnir þrír hagnast um 216,3 milljarða króna síðan þeir voru stofnsettir í október 2008. Hagnaðurinn er þó ekkert í lík- ingu við það sem gömlu viðskipta- bankarnir þrír, Kaupþing, Landsbanki og Glitnir, höluðu inn á ári þegar þeir risu sem hæst. Á árinu 2006 var heild- arafkoma þeirra jákvæð um 164 millj- arða króna. Ári síðar var hún jákvæð um 138 milljarða króna. Íslandsbanki hagnaðist samtals um 23,4 milljarða króna í fyrra. Það er mun meira en þeir 1,9 milljarðar króna sem hann græddi árið áður. Ástæða þess að afkoman var svona miklu lægri á árinu 2011 var fyrst og fremst sú að niðurfærslur vegna gengislánadóma námu 12,1 milljarði króna á því ári. Íslandsbanki hefur hagnast mest allra bankanna frá stofnun, um 81,1 milljarð króna. Landsbankinn hagnaðist mest allra banka á síðasta ári, um 25,5 milljarða króna. Hann græddi 16,9 milljarða króna árið áður þrátt fyrir að hafa fært niður eignir fyrir 38 milljarða króna vegna áhrifa af gengislána- dómum. Arion banki hagnaðist um 17,1 milljarð króna í fyrra, sex milljörðum króna meira en árið áður. Árið 2011 færði bankinn niður virði eigna vegna gengislánadóma upp á 13,8 milljarða króna. thordur@frettabladid.is Hafa halað inn 216 milljarða Viðskiptabankarnir þrír hafa hagnast um 216 milljarða króna frá því að þeir voru stofnsettir. Í fyrra bættust 66 milljarðar króna í sarpinn. Íslandsbanki hefur hagnast mest. Allir hafa afskrifað mikið vegna gengislánadóma. Stórhunda kynning oPið Til 21:00 ölL kVölD DýrAdaGaR í gArðhEimUM Vinnuhundadeildin og Íþróttadeildin vErðA á SvæðiNu LaUgaRdAg Og suNnUdaG Frá 14 – 17 lAuGarDaG oG SunNuDag Frá 12:00 Til 17:00 Yfir 30 tegundir stórra hunda sýndar MeðaL aNnaRs: sT. bErNhaRðs, rOtTweIlEr, aFghAn, bRiaRd, dObErmANn, ÍsLenSkUr FjárHunDUr, lEoNboRgEr, oLD eNgLisH sHeEpdOG Kynnist dráttarhundunum! dRátTarHuNdaR DraGa krAkKa Frá 13:30 LauGaRdaG oG sUnnUdAg 15% AfsLátTur aF ölLu FóðrI DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- ness hefur dæmt rúmlega fer- tugan Grindvíking í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að sitja hest ölvaður og ráðast svo á lögreglu. Hann gerðist sekur um umferðarlagabrot og brot gegn lögreglulögum með því að stjórna hesti á Suðurstrandavegi „undir svo miklum áhrifum áfengis að hann gat eigi stjórnað hestinum örugglega,“ og fyrir að hafa ekki hlýtt lög- reglu þegar hún skipaði honum af baki. Í kjölfarið hótaði hann tveimur lög- reglumönnum lík- amsmeiðingum og olli öðrum þeirra áverkum í andliti. - sh Hestaferð endaði illa: Ölvaður knapi réðst á lögreglu LÖGREGLA Astmalyfjum var stolið úr bifreið konu á Suðurnesjum í vikunni. Konan hafði skilið bif- reiðina eftir ólæsta í tíu mínútur þegar hún skaust heim til sín. Þegar hún kom til baka var veski hennar horfið, ásamt lyfjum, greiðslukorti og ökuskírteini. Konan lét þegar loka kortinu en var uggandi vegna lyfjanna. Lög- reglu var svo tilkynnt um þjófnað úr annarri bifreið. Úr henni var stolið DVD-spilara. - hj Þjófnaður á Suðurnesjum: Astmalyfjum stolið úr bíl
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.