Fréttablaðið - 09.03.2013, Síða 10

Fréttablaðið - 09.03.2013, Síða 10
9. mars 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 ÖRYGGISMÁL Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir netörygg- ismál vera afar mikilvægan mála- flokk og stjórnvöld hafi unnið mark- visst og með vönduðum hætti að honum síðustu ár. Hann þvertekur fyrir að andvaraleysi hafi einkennt þá vinnu. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi þegar stofnað sérstaka netöryggis- sveit (CERT-teymi) er smíði reglu- gerðar um starfsemi sveitarinnar ekki lokið, og heildstæð stefna fyrir Ísland í netöryggismálum verður vart tilbúin fyrr en á næsta ári. Ögmundur segir að hér sé um að ræða nýjan og mikilvægan þátt varðandi framtíð öryggis þjóða og samfélaga, en hafnar því að and- varaleysi einkenni verk stjórnvalda. „Þvert á móti, þá hefur þetta verið tekið föstum tökum. Menn geta flýtt sér um of í þessum efnum og það sem skiptir máli er að stíga markvisst til jarðar.“ Ögmundur segir að reglugerð- in varðandi CERT-teymið sé nú til umsagnar hjá Persónuvernd, enda vegist á ýmis sjónarmið í þessum málum. Mikið sé lagt upp úr vönd- uðum undirbúningi. Ögmundur segir að lokum að Ísland sé ágætlega statt í netörygg- ismálum miðað við aðra. „Ég full- yrði að við erum ekki aftar á mer- inni en aðrar þjóðir í þessum efnum. Það eru allir að skoða hvernig er best að bregðast við og til hvaða ráðstafana er hægt að grípa og við erum að gera nákvæmlega það.“ - þj Styrkir úr Lýðheilsusjóði 2013 Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Lýðheilsusjóði Lýðheilsusjóður starfar samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007, og reglugerð um lýðheilsusjóð, nr. 1260/2011. Hlutverk sjóðsins er að styrkja lýðheilsustarf sem samræmist markmiðum laga um landlækni og lýðheilsu, bæði innan og utan embættisins, í þeim tilgangi að stuðla að heilsueflingu og forvörnum. Styrkir eru veittir til verkefna eða afmarkaðra hagnýttra rannsókna. Áhersla er lögð á að verkefnin séu til eflingar lýðheilsu með áherslu á eftirfarandi þætti: Áfengis- og vímuvarnir, tóbaksvarnir, heilbrigða lifnaðarhætti eða geðrækt. Mikilvægt er að verkefnin hafi raunhæf og skýr markmið. Stjórn Lýðheilsusjóðs úthlutar úr sjóðnum samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins. Umsóknarfrestur er til miðnættis 7. apríl 2013 og skal sótt um á vef Lýðheilsusjóðs: http://lydheilsusjodur.sidan.is Styrkja sem veittir eru á árinu skal vitjað fyrir 31.10 2013. Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum vef sjóðsins. Nánari upplýsingar í síma 510 1900 hjá Embætti landlæknis eða á vef sjóðsins. Óska eftir að kaupa enskt english course tungumálnámskeið Ég borga 30.000 fyrir námskeiðið Upplýsingar í 865-7013 STJÓRNMÁL Björt framtíð kynna í dag kosningaáherslur sínar. Þar kennir margra grasa en segja má að mesta áherslan sé lögð á að auka fjölbreytni í samfélaginu. Þar er vísað til skapandi greina og græns iðnaðar en einnig fjölbreyti- legri rekstrarforma í velferðar- kerfinu og ólíkrar skólastarfsemi. Heiða Kristín Helgadóttir, annar formanna Bjartrar framtíðar, segir að flokkurinn sé ekki tilbú- inn að taka þátt í pólitískum hrá- skinnaleik, heldur vilji flokkurinn leysa alvarleg vandamál án fyrir- framgefinna kredda. Hún segir að mikilvægt sé að taka á sóun. „Það er allt of mikil sóun í þessu litla samfélagi okkar, hvort sem það er í raforkukerfinu, pening- um eða hæfileikum. Við þurfum að taka alvarlega ábendingar, eins og úr McKinsey-skýrslunni, að Íslendingar vinni allt of mikið og fái of lítið borgað fyrir það.“ Heiða segir að auka þurfi fjöl- breytileika í atvinnugreinum og byggja betur undir þær. „Það þarf ekki að þýða ríkisstyrki. Það má auðvelda, eins og þegar kemur að því að svara erindum til hins opinbera, og minnka þetta vesen og rugl. Það er stór hluti af þessu líka.“ Heiða segir að flokkurinn hafi stutt fjárfestingaáætlun ríkis- stjórnarinnar og lagt þar áherslu á að fjármunir færu í skapandi greinar og rannsóknarsjóði. Það sé mikilvægt. Hún segir að hegðun annarra flokka í kosningabaráttunni muni ráða því með hverjum Björt fram- tíð vilji helst starfa. Fólk verði að tala saman af lágmarksvirðingu. „Auðvitað erum við með ákveð- in mál sem við viljum sjá klárast. Við setjum það töluvert á oddinn að klára aðildarviðræðurnar við ESB og fá úrlausn í þeim málum. Það er fyrir neðan allar hellur að ætla að halda þessu debatti um Evrópusambandið áfram næstu þrjátíu ár í viðbót. Eins viljum við búa í frjálsu sam- félagi, sem þýðir að við þurfum að hleypa öðrum hingað inn og fá leið- beiningar og hjálp frá öðrum. Það er í alvöru þannig að næstu fjögur ár geta orðið ansi erfið og það skipt- ir máli með hverjum maður er að fara að vinna.“ kolbeinn@frettabladid.is Fjölbreytni og sátt í stað sóunar og vesens Björt framtíð vill auka fjölbreytni í samfélaginu og breyta umræðunni um stjórn- mál. Hegðun stjórnmálaflokka í kosningabaráttunni mun hafa áhrif á með hverjum flokkurinn vill starfa. Setur á oddinn að klára aðildarviðræður. FORMENNIRNIR Heiða Kristín Helgadóttir, sem er formaður flokksins ásamt Guð- mundi Steingrímssyni, segir hegðun annarra stjórnmálaflokka í kosningabaráttu ráða miklu um það með hverjum flokkurinn vilji starfa. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ➜ Meiri fjölbreytni ➜ Minni sóun ➜ Meiri stöðugleika ➜ Minna vesen ➜ Meiri sátt Fimm lykilmarkmið HEILBRIGÐISMÁL Framkvæmda- stjórn Sjúkrahússins á Akureyri segir að öryggi sjúklinga á geð- deild sjúkrahússins sé tryggt og þeir veikustu fái þjónustu fyrir- varalaust. Boltinn sé hjá stjórn- völdum hvað varðar húsnæðismál. Í umfjöllun fjölmiðla um nýlega úttekt landlæknisembættisins kom fram að aðbúnaður á legudeild geðdeildarinnar væri óviðunandi og starfsfólk hefði áhyggjur af öryggi sjúklinga vegna manneklu. Framkvæmdastjórnin tekur undir að brýn þörf sé á umbótum í húsnæðismálum. Þar eigi Alþingi, velferðarráðuneyti og fjármála- ráðuneyti hins vegar leik. Þá sé rétt að skortur sé á geð- læknum og ekki hafi tekist að fylla allar stöðuheimildir. Varðandi frásagnir af tveimur sjálfsvígum á deildinni síðustu tvö ár segir framkvæmdastjórnin að samkvæmt frummati stjórnenda og fagaðila sé ekki hægt að rekja tilvikin til „óeðlilegra aðstæðna á deildinni“. - þj Svör frá Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna umfjöllunar um aðstöðu á geðdeild: Boltinn hjá þingi og ráðherrum SJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Fram- kvæmdastjórn sjúkrahússins hafnar því að öryggi sjúklinga á geðdeild sé ógnað, en brýn þörf sé á umbótum í húsnæðis- málum. Ráðherra segir mikið hafa unnist síðustu ár: Ekkert andvaraleysi í netöryggismálum Ég full yrði að við erum ekki aftar á merinni en aðrar þjóðir í þessum efnum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.